Gó Halla

Var rétt í þessu að heyra að hin stórskemmtilega ofurkona Halla Gunnarsdóttir hafi ákveðið að gefa kost á sér í formannslag KSÍ. Þetta finnst mér frábært og sama hvernig við lítum á þetta þá er hún strax orðinn dulítill sigurvegari og á eftir að vekja mikla athygli á þeim málum sem betur meiga fara á KSÍ heimilinu. Þetta er orðin skemmtileg blanda af frambjóðendum. Geir sem er innvinklaður og gegnsósa af störfum sínum fyrir KSÍ, Jafet, reynslumikill úr viðskiptalífinu með mikil sambönd og  Halla okkar kona, frambjóðandi fólksins og hins almenna knattspyrnuunnanda.
Áfram Halla...þetta verður skemmtilegt þing trúi ég og gaman að vita hvað fer í gegnum huga þingfulltrúa sem eru að öllum líkindum 90% karlmenn, þora þeir að sýna karlmennsku sína og kjósa konu ?
mbl.is Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Júlíus og velkominn á mbl bloggið. Alltaf fjölgar í kommúnunni og er það vel.

Ég get ekki verið þér meira sammála um ofurkonuna Höllu Gunnarsdóttur og það væri frábært ef hún yrði kosin formaður KSÍ. Áfram Halla!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.1.2007 kl. 13:32

2 identicon

Það er með ólíkindum þessi skoðun og langt í frá að bera saman þessa kandidata. Í fyrsta lagi hefur Halla ekki komið nálægt neinu í knattspyrnu sem heitir stjórnun og þekkingin er o. Jafet hefur verið formaður Badmintonsambandsins og hefur ekkert komið nálægt knattspyrnuhreyfingunni. Einns kostur er þá eftir og það er heiðursmaður og heitir Geir. Það er lágmarkskrafa að menn setji sig inn í hlutina og afli sér þekkiingar á þeim sem maður skrifar um. Því miður virðist það ekki þurfa á Íslandi í dag þar sem allir eru svo vel upplýstir og hafi svo mikið vit á öllu.

VASKUR (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Það er rétt hjá þér Vaskur...það þarf ekki á íslandi í dag né heldur að skrifa undir fullu nafni.

Júlíus Garðar Júlíusson, 26.1.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband