Sterk upplifun

Sterk upplifun

Sek.
Leikfélag Akureyrar
Október 2013.

Spennandi, áhugaverđ og ógleymanleg byrjun á hátíđarári hjá Leikfélagi Akureyrar.

"Vel gert" voru orđ sem kom upp í hugann er ég gekk hugsandi en ánćgđur út í haustmyrkriđ eftir ađalćfingu á leikritinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hjá Leikfélagi Akureyrar ţann 3. október s.l.

Í Sek er fjallađ um dómsmál frá 19. öld vegna glćps sem átti sér stađ á heiđarbýli á Melrakkasléttu. Hluti af texta verksins er tekinn beint upp úr dómsskjölunum.

Međferđ textans er sérstök og ţađ tók mig smá stund ađ átta mig á ţví hvernig ţetta var hugsađ en fljótt áttađi ég mig á ţessari áhrifaríku, hárfínu ađferđ sem fólst í ákveđinni endurtekningu sem jók áhrif textans og verksins sjálfs. Ţessi ađferđ setur ljóđrćnan eđa tónlistarlegan blć á verkiđ. Ég vil óska Hrafnhildi Hagalín til hamingju međ  magnađ og vandađ verk, ég er ţess fullviss ađ hún hefur lagt mikla vinnu í ađ finna út hinn rétta hárfína takt og hvađ ćtti ađ segja mikiđ eđa í raun lítiđ en samt mikiđ.

Leikhópurinn allur er í einu orđi sagt frábćr. Vel samstilltur og hreinn unađur ađ fylgjast međ einbeitingunni og hvađ allir gáfu sig verkinu á vald, hver hreyfing svo rétt og hver andardráttur svo réttur. Ţađ var frábćrt ađ sjá Ţráinn Karlsson á sviđinu  í samkomuhúsinu og strákurinn er í toppformi. Í verkinu leika tvćr ungar stúlkur sem skipta sýningunum á milli sín. Á sýningunni sem ég sá var ţađ hin dalvíska Sćrún Elma Jakobsdóttir sem lék dótturina, leikur hennar var frábćr og gćsahúđin gerđi vart viđ sig á köflum. Ţađ er sannarlega óhćtt hugsa međ tilhlökkun til ţess ađ fá ađ sjá meira af henni.

Leikmyndin er međ ţeim betri sem ég hef séđ, einföld en samt ekki einföld. Strax í upphafi nćr hún ţér og í öllu samhenginu er hún svo rétt. Ţrátt fyrir ađ ég hafi ekki komiđ oft á Melrakkasléttu ţekki ég hana samt og ţađ var eins og ađ leikmyndin, ţokan, einangrunin, bárujárniđ, rekaviđurinn og snertingin viđ náttúruna flytti mig beint á stađinn ţar sem ađ verkiđ gerist. Hvort sem ađ ţađ var međvitađ eđa ekki ţá var mín tilfinning sú ađ leikmyndin, lýsingin og andrúmsloftiđ vćri gerđ hóflega hráslagaleg og köld til ađ ađrir hlutir fengu ađ njóta sín.

Í Sek hefur veriđ vandađ til verka í alla stađi, hvert einasta smáatriđi úthugsađ jafnt í texta sem í leikmynd. Ţađ er alveg klárt ađ mikil vinna  hefur veriđ lögđ í alla sýninguna allt frá ţví ađ hugmyndin ađ handritinu hefur kviknađ og ţar til verkiđ varđ tilbúiđ til sýningar.  
Leikstjórnin er frábćr hjá Ingibjörgu Huld. Ţađ er svo gaman og gott fyrir sálina ađ sitja í vönduđu leikhúsi, ţar sem ađ áhorfandinn finnur ađ mikil vinna hefur veriđ lögđ í sýningu. Réttar stađsetningar og hreyfingar glćđa textann og gera hann lifandi og á köflum var eins og ađ textinn vćri upphleyptur og ég sá hann og merkingu hans flćđa um sviđiđ í ákveđnum en hćgum takti. Leikstjórinn á skiliđ verulega gott klapp á bakiđ fyrir sterka, hárfína og snyrtilega uppsetta sýningu. Ég bíđ spenntur eftir ađ sjá meira frá Ingibjörgu Huld.

Ađ koma í leikhús setjast niđur og vera snertur frá fyrstu stundu...vera sendur á vit töfra leikhússins og vakna ekki fyrr en ljósin eru kveikt og áhorfendur klappa... klappa til ađ vekja sig til raunveruleikans...klappa frá hjartanu..... er einstakt. Ţetta gerist ţegar allir leggja sig fram, ţađ á svo sannarlega viđ í ţessu magnađa verki í okkar frábćra leikhúsi. Ég skora á alla ađ láta SEK hjá Leikfélagi Akureyrar ekki framhjá sér fara.

Takk fyrir mig og til hamingju leikhússtjóri og hennar fólk fyrir góđa vinnu, gott val á verki og ađstandendum sýningarinnar.

Júlíus Júlíusson


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband