Yfir heiði háa.

Vonandi hefur nú allt farið vel. Er að keyra til Rvíkur í bítið og vona nú að veðrinu hafi slotað og það verði búið að opna Holtavörðuheiðina í fyrramálið. Ferðin er fjölskylduferð og m.a annars á að fara í Borgarleikhúsið á sunnudaginn kl 14 á síðustu sýningu af Ronju Ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren, krakkarnir hafa örugglega gaman af því. Nemendurnir í öðrum bekk Dalvíkurskóla voru að leika og syngja úr verkum Astrid Lindgren í gær á árshátíð skólans og strákurinn minn lék rassálf í Ronju....klukkan 17 á sunnudeginum færum við okkur yfir í Þjóðleikhúsið og sjáum verk eftir ekki síðri höfund en Lindgren , Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur, sannarlega spennandi og menningarlegur fjölskyldudagur framundan.
mbl.is Aðgerðum á Holtavörðuheiði að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært....er vissum að englasýningin er góð. Hvað kostar að fara með fjölskyldu í leikhús? Þegar við ætluðum að sjá Lion King í London var miðaverðið fyrir tvo fullorðna og 3 börn yfir tuttugu og fimm þúsund krónur sem er náttla bilun.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband