Hafa Hafnfirðingar kjark ?

Jæja þá er ég kominn heim úr góðri vinnuferð til Rvíkur, ekkert verið bloggað í langan tíma.....sem er hið besta mál, nauðsynlegt að taka frí. Í dag ganga Hafnfirðingar að kjörborðinu og þurfa að taka stóra ákvörðun. Þetta mál er að verða dálítið öfgakennt og íbúum enginn greiði gerður með þessum látum. Ef ég byggi í Hafnarfirði og hefði verið með stækkun álvers, þá væri ég snarlega búinn að skipta um skoðun, framganga álversmanna hefði gert það að verkum. Mér finnst þetta snúast um hvort að Hafnfirðingar hafi KJARK til þess að fylgja hjartanu hver sem skoðun þeirra er.
mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þér Júlli. Bestu kveðjur til Dalvíkur,

Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sem fyrrverandi íbúi í Hafnarfirði (18 ár) og eftir að hafa hlustað á áróður og viðtöl með og móti álveri, þá mundi ég kjósa með í dag. Bara mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:22

3 identicon

Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræsðlunar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,-  kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :

 

http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm

Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:52

4 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Gætu eftir allt verið góð úrslit fyrir Húsvíkinga, eykur kannski líkur á að álver komi á Bakka, ekki það að ég vilji teppaleggja landið með álverum en fyrir Húsvíkinga sé ég ekkert nema kosti við álver

Bjarnveig Ingvadóttir, 1.4.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband