Maturinn - 2007

Norðlenskum mat og matarmenningu gerð skil á sýningunni MATUR-INN 2007 gerð skil í Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina 13. - 14. okt milli kl 11.00 og 17 báða dagana – Frítt inn. Kynnar sýningarinnar, Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal.
 

Laugardagur

Kl. 11:00 Sýningin opnuð.
Kl. 14:00 Formleg opnun MATUR-INN 2007. Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytur ávarp og heilsar upp á sýnendur.Kl. 14:45 Keppni í samlokugerð.
Kl. 15:30 Keppni kjötiðnaðarnema.

Kl. 16:00 Úrslit í keppninni „Matreiðslumaður ársins 2007“ tilkynnt.


Sunnudagur
Kl. 14:00 Matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga. Þátttakendur: Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV Akureyri, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Magnús Geir Þórðarsson, leikhússtjóri LA.
Kl. 14:45 Frumkvöðlaverðlaun Matar úr héraði – Local Food afhent.

Báða sýningardagana verða fræðslustofur (workshop) Uppboð á matarkörfum báða sýningardagana til styrktar Hetjunum,

félagi aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi.

Tilboð og uppákomur hjá veitingahúsum og verslunum á Akureyri sýningardagana.Til sölu á markaðstorgi :Grænmeti, kartöflur, reyktur silungur, sultur, siginn fiskur, hákarl, ferskur fiskur og sitthvað fleira.

Úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2007“. Fylgist með matreiðslutöfrum fimm af bestu matreiðslumönnum landsins. Keppnin verður á laugardaginn og úrslit kynnt kl. 16. www.localfood.is

Fræðslustofur (workshop) fyrir almenning.Hvernig á að meðhöndla hráefnið? - Hvernig á að matreiða? Hvað á að drekka með veisluréttinum? Takmarkaður fjöldi í hverja fræðslustofu. Skráning fram að helgi á netfanginu olina@unak.is og sýningardagana í upplýsingum við inngang.  

Laugardagur
Kl. 12:00 Hvernig á að koma elskunni á óvart? Draumaréttur sem snertir hjartað.Fyrirlesari: Júlíus Júlíusson, áhugamaður um matseld
Kl. 13:00 Saltfiskur; veiðar, verkun, vinnsla og matreiðsla. Hvað á að drekka með saltfiski?Fyrirlesarar: Elvar Reykjalín, Ektafiski, Haraldur Halldórsson, vínsérfræðingur og Friðrik V.
Kl. 13:45 Vínfræðsla frá Vínklúbbi AkureyrarGrunnþrúgur: Að læra að blindsmakka helstu þrúgur
Kl. 14:15 Bláskel; ræktun, matreiðsla og drykkir með. Fyrirlesarar: Víðir Björnsson frá Norðurskel, Haraldur Halldórsson, vínsérfræðingur og Friðrik V.
Kl. 15:15 Eyfirskir matsveppir, verkun þeirra, meðhöndlun og matseld Fyrirlesari: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Kl. 16:00 Vínfræðsla frá Vínklúbbi Akureyrar. Að læra að blindsmakka helstu þrúgur
Kl. 16:15 Val á réttu víni með jólamatnum, ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir vínáhugamenn. Fyrirlesarar: Haraldur Halldórsson, vínsérfræðingur og Friðrik V. 

Sunnudagur
Kl. 13:00 Hvernig á að koma elskunni á óvart? Draumaréttur sem snertir hjartað.Fyrirlesari: Júlíus Júlíusson, áhugamaður um matseld
Kl. 13:00 Hvað er skyr? Hvernig á að elda það? Og hvað á að drekka með?Fyrirlesarar frá MS Akureyri, Haraldur Halldórsson, vínsérfræðingur og Friðrik V.
Kl. 14:15 Reykt matvæli, verkun, vinnsla, matreiðsla og drykkir með Fyrirlesari frá Norðlenska Haraldur Halldórsson vínsérfræðingur og Friðrik V.
Kl. 15:15 Vínfræðsla frá Vínklúbbi Akureyrar. Að læra að blindsmakka helstu þrúgur
Kl. 16:15 Val á réttu víni með jólamatnum, ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir vínáhugamenn.Fyrirlesarar: Haraldur Halldórsson, vínsérfræðingur og Friðrik V.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Glæsilegt, mæti örugglega

Jónína Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband