Tilraunin í dag.

Niðurstaða stórhríðartilraunarinnar í dag:

Frá því klukkan 10 í morgun og fram að þessum tíma ætlaði ég að reyna að blogga við allar fréttir og færslur á mbl.is. Ég náði ekki að blogga við alveg allar fréttir…sumar hafði ég ekki geð í mér að blogga við eða fannst það óviðeigandi en þær voru mjög fáar.

Bloggfærslurnar urðu 44. innlitin um 3000, og flettingarnar 4500. Það voru tæplega 50 athugasemdir skráðar. 
Í gær bloggaði ég eina færslu um fréttína þegar "Jónsi kom út úr skápnum", sú færsla gaf af sér 1200 innlit, en í dag gáfu 44 færslur af sér 3000 innlit. Bara vangaveltur um tölfræðina í þessu. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var mikið að fréttum og færslum á mbl.is vefnum.Sleeping

Fyrsta færsla í " Tilraun dagsins"

 Takk fyrir daginn...Smile Áfram Ísland.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hehe... verð að viðurkenna að mér léttir soldið að sjá að þetta var tilraunastarfsemi.
Á einhverjum tímapunkti í dag fletti ég í gegnum ca 10 fréttir á mbl og sá nafnið þitt efst á blaði yfir þá sem höfðu bloggað þær fréttir

Hugsaði með mér að nú væri enn einn athyglissjúki sækópatinn kominn á stjá :)

Heiða B. Heiðars, 1.2.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skemmtilega klikkuð tilraun

Jónína Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Breyttirðu þessari færslu sjálfur, eða...............?

Hallmundur Kristinsson, 2.2.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband