Ísland verður með 24.maí

Til hamingju Ísland....til hamingju jafnt þeir sem elska og hata þessa keppni. Hvað ættu þeir sem (þykjast) hata þessa keppni að tala um ef engin væri júróvísion keppnin. Fyrir þá sem elska keppnina er mikið fjör framundan. Ég segi það hér og nú með stórum stöfum að við komumst ÁFRAM úr undankeppninni þann 22. maí....ég bara veit það. Ég er líka búin að vita það að Friðrik Ómar sem er frábær listamaður færi einhvern tímann fyrir Íslands hönd og keppti fyrir okkar hönd....þetta er algjör snilld.

Friðrik Ómar og Regína voru frábær í gær og úrslitakvöldið var glæsilegt í alla staði hjá Rúv. Ég var mjög skotinn í Dr. Spock laginu, en fannst einhvern veginn ekki að við ættum inni fyrir því að senda það núna. Þeir voru flottir og innilegir í því sem þeir voru að gera og þriðja sætið viss sigur fyrir þá sem stóðu að þessu lagi.

Barði og félagar liðu fyrir hvað DR Spock stóð sig vel, auglýsingarnar flennistóru skemmdu fyrir, og yfirlýsingar  þekktra manna. Eins tel ég að margir hafi séð í gegnum þetta með bakraddirnar sem voru reknar, að það hafi verið sett á svið til þess að fá meiri umfjöllun. Mér leist vel á þetta lag fyrst en það entist kannski ekki vel....alls ekki slæmt og setti spennu og skemmtilegan svip á þetta allt saman.

Ef að þetta hefði ekki veriðö Júrósvision keppni hefði Ragnheiður Gröndal fengið öll mín atkvæði. Lagið hans Guiðmundar Jónssonar sem að Páll Rósinkrans flutti var ágætt líka...en önnur náðu ekki hæðum.

Það að Friðrik Ómar hafi svarað fyrir sig var í raun kannski eðlilegt, Þó að það sé oft betra að svara ekki skætingi eða leiðindaskotum frá öðrum.  Áfram Friðrik og Regína...Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sá ekki þáttinn, var í Leikhúsinu að horfa á og skellihlægja að Fló á skinni Fínasta lag hjá þeim Friðrik og Regínu, betra svona fjörlegt.

Jónína Dúadóttir, 24.2.2008 kl. 17:34

2 identicon

Já já, sæll Júlli og takk fyrir síðast. Gott og vel, rokkhundar fengu ekki sínu framgengt í þetta skiptið og í staðinn fáum við enn eitt atriðið sem er nákvæmlega eins og öll hin. Ég hélt með Dr. Spock en því miður vann Friðrik Ómar. Ég geri mér grein fyrir því að þú sért hrifinn af honum og eflaust hefur hann verið að svara fyrir eitthvað skítkast undanfarna daga en hvað með okkur sem urðum ekki vör við það skítkast? Fyrir mér kemur hann bara út sem mjög lélegur og hrokafullur sigurvegari sem bætist ofan á það að vera mjög lélegur tapari (ef maður má nota það orð). Eins og mjög margir hafa bent á fer svona hroki illa í fólk. En hvað um það, gangi þeim vel í Serbíu.

Stjáni Ben (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:41

3 identicon

Innilega til lukku allir Dalvíkingar og þ.m.t. þú :)  Verðskuldaður sigur :) þú stóðst þig frábærlega Júlli ;) takk takk ;)

Kata Árna! (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:17

4 identicon

Sæll Júlíus..... mikið hefði nú verið gaman að vera með ykkur í gær. Við fengum fregnir af útvarpsviðtali í morgun við Gumma og hlustuðum á vefútvarpinu. Það var auðheyrt að kvöldið var gott. Það var bara snilld þegar Gummi sagði Margréti Bl. undir hvaða nöfnum hópurinn gengur, bara löng þögn, hehe!!

Ég segi bara, mikið var að beljan bar.... Friðrik vann loksins :) 

Rúna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Sæll Júlli.

Sko!

Nánast allt sem þú segir í þessari færslu er eins og talað út úr mínum munni og þú ert fyrsti maðurinn sem ég heyri í, sem er sammála mér með Ragnheiði Gröndal, stórgott lag.

Sammála, sammála og sammála

Pétur Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 10:56

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já Dr. Spock var eiginlega flottasta heildarhugmyndin að mínu mati. En Ragnheiður Gröndal ein og sér var langbesti flytjandinn - bæði söngur og framkoma.

Soffía Valdimarsdóttir, 26.2.2008 kl. 14:51

7 identicon

Sæll.

 

Finnst frábært að Friðrik Ómar og Regina séu á leið til Serbíu...áttu það svo sannarlega skilið...var hins vegar ekki eins ánægð með gamla skólabróður minn, doktor Gunna, en finnst einhvern veginn eins og þetta hafi verið grín sem fór lengra en hann trúði í upphafi...ágætlega unnið en alls ekki til inneign fyrir meiri skrýpaleikjum í Júróvísjón í bili....

Ragnheiður Gröndal er náttla bara klassi og ótrúlega flott söngkona....og lagið verulega töff.....

kv.

Gamall innfluttur og brottfluttur "Dalvíkingur....."

Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband