Kóngar hafa skotleyfi....sættu þig við það.

Kæri vinur.

Nú er orðið allt of langt síðan að ég skrifaði þér bréf með fréttir og slúður héðan af klakanum.
Það helsta úr Sirkusnum við tjörnina er að borgarstjórinn hefur fengið nýtt viðurnefni " Óli Blörr" og mér skilst að minnihlutinn í borgarstjórn ...þ.e.a.s meirihlutinn, sko sem ræður núna eða reynir að ráða hafi samþykkt að Blörra ÓEFF í hvert skipti er hann kæmi fram í fjölmiðlum til að skapa frið. Gísli Marteinn Baldursson hefur verið skipaður nýtt starf sem yfirmaður andanna, með starfsheitið "Andapabbi" Hann mun þá loksins fá að ráða yfir einhverjum og stjórna eins og hann hefur dreymt um. Þar sem að hann er vanur fjölmiðlum þykir ekki ástæða til að blörra hann. Ég held að það sé iðnaðarráðuneytið sem skipar í starf "Andapabba" og í skipuninni var lagt til að best væri að sinna andanun...ég meina öndunum á nóttunni....þá er friður.
Bubbi er kóngurinn og kóngar mega allt...hann hefur verið að reyna segja þeim Árna Johnsen og Geir Ólafs að þeir geti ekki sungið en þeir kannast ekki við það. Árni Johnsen bauð Bubba 3 milljónir ef hann vildi spila með sér á nýrri plötu...en Bubbi þorði ekki að taka áhættuna, enda gæti ferillinn verið í hættu. En svo var Árni ekki búinn að sýna peningana og kóngurinn ekki viss um hvar hann ætlaði að TAKA þá.  Dómarar landsins þurfa að taka upp hætti Ólafs EFF og fá lánað Blörr hjá Spaugstofunni en ekki af sömu ástæðum og Ólafur því hann er bara að fylgja "Flagginu" ( Stefnuplagg F listans) en dómararnir eru hálfstefnulausir. Nú fengu ofbeldismenn sem réðust að lögreglumenn að störfum t.d mun mildari dóm heldur en svangi ræfillinn sem stal hangikjötssneiðinni og 10 ORA grænu baununum í fyrra. Þetta voru 5 aðilar sem réðust að lögreglunni....einn var dæmdur í 10 tíma í ljós, tveir þurftu ekki að mæta og aðir tveir fengu 16" Pizza tilboð og 2 af gosi........og brauðstangir á 50% afslætti.

Annars er bara allt rólegt, Gillzeneggerinn er ekki þessi nagli sem hann hélt að hann væri, hann var að uppgötva að hann er bara venjulegur mjúkur íslendingur sem þráir að vera sólbrúnn í skammdeginu og þarf að segja öllum frá því. Annars hlýtur maðurinn að vera toppmaður ....því það halda bara toppmenn með Man Utd ......og eru mjúkir.

Gott í bili, hlakka til að sjá þig í maí, þegar við íslendingar höldum uppá sigur í Eurovision.
Næsta úrlsita keppni í Eurovísion  verður haldin í fyrsta sinn út undir berum himni á afbragsgóðum túnblettum í Svarfaðardal.....Áfram Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flottur

Jónína Dúadóttir, 13.3.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Góður pistill hjá þér.

Þórður Ingi Bjarnason, 13.3.2008 kl. 13:56

3 identicon

Júlli, ert þú höfundurinn? Þetta er helv gott hjá þér :)

Addi E (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Anna Guðný

Góður

Anna Guðný , 16.3.2008 kl. 17:19

5 identicon

Sæll Júlli minn.

Flottur pistill,með öllu.

Sæll að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband