Þá er komið að lokaspánni

Vááá hvað þau voru flott, örugg, jákvæð og fagmannleg Friðrik Ómar og Regína í gærkvöldi.
´
Ég spáði fyrir lokakvöldinu þann 14 maí hér neðar á blogginu. Ég fór yfir keppnirnar í gær á www.eurovison.tv  og ætla leyfa mér að koma með lokaspá fyrir morgundaginn. Spá mína byggi ég á ýmsu m.a annars gleði, orku og krafti keppenda. Hér er spá mín og ég stend við hana á sama hátt og fyrri spá mína um Ísland Wink...umslag númer 4 og Ísland áfram.

1. sæti ....(Og haldið ykkur nú) Ísland...Friðrik og Regína eru Euroviosnmanneskju í grunninn og hafa alla tíð stefnt á þetta. Friðrik Ómar er þannig að hann gerir það sem hann ætlar sér og nú verður hann að toppa besta árangur Íslands....2 sætið og það mun hann gera.

2. sæti Serbía

3. sæti Armenía

4. sæti Rússland

5. sæti Noregur

6. sæti Portúgal

7. sæti Finnland

8. sæti Lettland

9. sæti Svíþjóð

10 sæti Georgía

Mér finnst sjálfum lög eins og Danmörk, Bosnía og Úkraína góð en þau ná ekki í gegn að þessu sinni, þetta er spá mín en ekki uppáhaldslög. Ég sakna þess að Búlgaría og Slóvenía fóru ekki áfram.

Ég mun að öllum líkindum hafa rangt fyrir mér með Svíþjóð....en ég get bara ekki spáð hennig eða því lagi hærra...sorry.

Á morgun verður líf og fjör...verið góð við hvert annað og gangið hægt um gleðinnar dyr...en gangið endilega um þær. Knús á línuna og takk fyrir öll smsin, commentin, emailin og kveðjurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært ef þetta gengur eftir. Held reyndar að frökkum komi til með að ganga vel. Verst að sænska plastið komst áfram. Minnir að hún hafi nú verið tiltölulega hugguleg útlits þegar hún vann Selmu um árið en nú minnir hún mig helst á þorsk og er ég nú ekki hrifin af fiski.

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:03

2 identicon

Hæ Júlli minn! Ég var í heimsókn áðan hjá alveg gífurlega fallegum og góðum hjónum sem sögðu mér að þú hefðir spáð fyrir því að Ísland kæmist áfram. Ég fór beint á síðuna þína og las þetta og þú ert sko betri en margur annar í spádómum, það get ég sagt þér! Það er alltaf svo uppbyggjandi að lesa það sem þú skrifar, þú sendir svo fallega strauma og hugsanir til þeirra sem lesa bloggið þitt. Gangi þér vel með allt áfram minn kæri. Bestu kveðjur frá Önnu Kristine. - Held nú reyndar ekki að við sigrum, en þau stóðu sig alveg frábærlega enda góðar manneskjur að keppa fyrír Íslands hönd. Þar var athyglissýkin ekki að trufla framkomu. Þau voru okkur til mjög mikils sóma!

Anna Kristine (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband