Tilraunakarfa úr Parmesan og hádegisköttur á fjölunum.

100_0553Á sunnudaginn var ég að laga til í drasli og fann hjá mér miða þar sem ég hafði verið að skrifa hugmyndir og fleira þar stóð "prófa að gera körfu úr Parmesan osti" Nú ég skellti mér í þetta í einum grænum. Hitaði ofninn og reif niður ost (milligróft) og setti í c.a. 12 cm hring á Tupperware bökunardúk. Bakaði svo þar til að ég sá að allur osturinn var bráðinn, ég held að það þurfi að passa að hann byrji ekki að dökkna, svona uppá bragðið og stökkleika. Tók plötuna út, kældi aðeins og setti á botninn á bolla, lét kólna og viti menn þarna var kominn osta skál sem gaman er að bera fram í hvað sem manni langar til. Ég vildi prófa, skellti sveppum, krabbakjöti, sítrónuolíu, pipar á pönnu um stund og skellti  körfuna ásamt timian og dönskum brie osti.


Í gær fór ég mjög óvænt í 15 klst ferðalag, Guðmundur vinur okkar var að skutla Au pair sem er hjá þeim á flugvöllinn í Keflavík og keyra síðan til baka, þar sem að hann var einn á ferð þá bauð ég honum mig sem ferðafélaga svona svo að honum leiddist ekkiTounge já eða svo að hann sofnaði ekkiSleeping . Lögðum af stað kl 04.30 og vorum komnir til Dalvíkur aftur um kvöldmat í gærkvöldi, að sjálfsögðu var rólega(löglega) ekið og stoppað í búðum og sonna. Fórum t.d í Ostabúðina (Sælkeraverslunina) á Skólavörðurstíg, keypti m.a Gorgonzola ost, ólífuolíu, heitreykta svartfuglsbringu. Það er eitt gott við þessa búð sem vert er að minnast á en það er hvað starfsfólkið veit mikið um þær vörur sem eru á boðstólnum, maður kemur ekki að tómum kofanum.
Okkur langaði að finna okkur eitthvað hlaðborð í hádeginu áður en við lagt væri í hann norður aftur. Eftir að hafa gengið í um 25 mín um 101 og ekki séð neinn stað sem bauð uppá hlaðborð komum við að Thorvaldsen og hittum þar tvo starfsmenn og spurðum um hlaðborð, nei þau buðu ekki uppá slíkt....en þau vildu endilega fá okkur inn og reyndu að veiða okkur með plokkara og íslenskri kjötsúpu og ekki bara einu sinni. það var enginn inná staðnum og ég velti því fyrir mér hvort að það sé komin kreppa í bransann og nú þurfi að veiða gestina innWoundering  
100_0558Við fundum hlaðborð á Fjalakettinum sem við skelltum okkur á. Verðið var 1640 kr á manninn ( Þjónnin vissi það nú ekki fyrst) 100_0555Á hlaðborðinu var að finna, grafinn frekar feitan eldislax, innbakað grænmeti í litlum rúllum, mjög góðar, aðkeypt pate, ágætt en vorum ekki vissir hvað var í því, ferskt salat, 3 kaldar sósur, sweet chilli, aioli og einhverskonar krydduð kokteilsósa, hrísgrjón með grænmeti útí, nýbakað gott brauð, sveppasúpa og grænmetissúpa, lasagna var ágætt, fiskréttur (Ýsa) var mjög góð meðlæti var einnig kartöflugratín sem var ekki gott, það var eitthvað bragð af því sem að við könnuðumst ekki við og var ekki gott. Í eftir rétt var ein tegund, álitleg súkkulaðikaka sem reyndist bara vera álitleg, við litum á hvorn annan og skildum ekki hvernig væri hægt að gera svona vonda köku, við skildum hana eftir100_0559. Matarsíða áhugamannsins gefur með góðum vilja hádegisverðarhlaðborði Fjalarkattarins 3 sleifar. Þess má geta að það var ekki vatn á borðinu, okkur voru ekki boðnir neinir drykkir, við sóttum vatnið sjálfir. En við vorum saddir og sæmilega sáttir

sleifsleif
sleif 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég verð að prófa að gera svoa ostakörfu

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Komdu sæll meistari Júlíus. Ekki veit ég hvort þú manst eftir mér, ég var stundum kallaður Halli Bowie...gaman að rekast á þig hér.

Ostakarfan er frábær hugmynd, rétt eins og fiskidagurinn, til hamingju með þetta alltsaman.

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ostakarfan er snilld !

Jónína Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta, ostakarfan frábær hugmynd.

Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá þetta er sko síða að mínu skapi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ostakarfan er frábær og stefni ég á að prófa hana. 

Það er ekki gott þegar grundvallar atriði í þjónustu á veitingastöðum er ekki til staðar.  Þjónn verður að vita hvað er á boðstólnum.

Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband