Matardagbók....það sem af er október

Eins og þeir sem kíkja reglulega á bloggið mitt hafa tekið eftir þá hefur ástandið í þjóðfélaginu einnig haft áhrif á það......blogg tími og pláss hefur að mestu farið í að hvetja fólk til að vera jákvætt, knúsast og fleira. Í þessari færslu ætla ég að fara hratt yfir matarsöguna sem af er október og impra á því helsta sem gerst hefur á matarsviðinu.

3.október Kúskel á sjávarútvegssýningunni.
kuskel
Matís bauð uppá ferska lifandi kúskel beint frá Þórshöfn, borin fram með lime eða sítrónu og hvítvíni. Hún svo fersk og góð að það hálfa væri nóg...algjör snilld.

100_06815. október úrbeining á lambaframpörtum með Guðmundi

Var að aðstoða Guðmund vin minn við úrbeiningu á úrvalslambaframpörtum frá Kleifunum, sem er sennilega næst besta kjötið á landinu og kemur rétt í hælana á hinu eðalgóða Svarfdælska kjeti. Smile Dunduðum okkuKreppusteikr líka við að hreinsa slögin og gerðum svo rúllur úr þeim sem við kölluðum...svona í tilefni dagsins KrepSkelltum einum á grilliðpusteikur. Við krydduðum þær með blóðbergi, lyngi, salti og pipar. Skelltum einum góðum bita úr bógnum á grillið..hann var svo safaríkur og lambakjötsbragðið einstakt.


Úrbeinað lambalæri6. október lamb lamb og aftur lamb....átti lítinn bita af úrbeinuðu lambalæri, skellti honum á pönnu með blöndu af olíu og smjöri 1 - 2mín hvor hlið og 8 mín í ofni, kryddað með salti og pipar. Sósan
1 hl lambasoð 1 hl rjómi 1 hl vatn 1/2 Camembert 2 tsk rifsberjasulta/hlaup. Malla hægt hræra vel og tala við hana á meðan. (Salt/pipar ef vill) Meðlæti maísbaunir og brúnaðar kartöflur.

100_06968. október fjórir fiskar á fati.
Fann í kistunni nokkra litla bita af fiski sem hafa orðið útundan eða verið afgangur af einhverri eldamennskunni. Ákvað steikja þá alla upp úr smjöri og hafa þá svolítið djúsí. Þetta var Bleikja, þorskur, túnfiskur og rauðspretta, lagði þorskinn í sojasósu í 10 mín, Rauðsprettuna raspaði ég með heimtilbúnu brauðraspi með rifnum parmesanosti og kóríander kryddi, setti í mixer, steinselju, hvítlauk, salt og olíu og penslaði bleikjuna með því, bræddi bóndabríe ost og þeytti hann saman við egg og setti túnfiskinn útí. Borið fram með hrísgrjónum, sítrónu og mandarín olífuolíu og fersku salati og sætu kældu hvítvíni.

13. október kindahakk, brennivín og hákarlHakkið klárt

Fór með Guðmundi vini mínum til Ólafsfjarðar í foreldrahús hans sem ég ætla bara að kalla matarkistu. Foreldrar hans Júlíana og Óskar kunna sko að hantera mat af öllum stærðum og gerðum. Þarna fékk að taka þátt í að úrbeina kindakjöt og svo var hakkað og pakkað ( Sjá mynd). Ég get sagt ykkur það að þetta hakk er mjög gott og á mýktarskalanum nartar það í tíuna. 100_0735Gestrisni þeirra er mikil á meðan að kjötskurðurinn fór fram var hákarl og einstaka staup af íslensku brennivíni skenkt með reglulegu millibili og svo boðið til eldhúss í mjólk og kleinur á eftir

.

16. október. Fjöreggið, smörrebrauð, brúðkaupsafmæli
Skrapp til Rvíkur fyrri part dags til að vera við afhendingu Fjöreggsins í Iðnó. Fór í hádeginu með Öddu og Fredda á Friðriki v í smörrebrauð á Jómfrúna, ég fékk uxabrjóst með sinnepsmajonesi á rúgbrauði sem var alveg ágætt, þjónustan hröð, persónuleg og ekkert út á hana að setja. Var komin heim seinnipartinn og þá byrjaði ég að undirbúa kvöldið..brúðkaupsdagur okkar hjóna. Ákvað að elda eitthvað sem ég hafði eldað á fyrri árum og setja allt einn disk svo að við gætum setið og spjallað í rólegheitum ( Þessa dagana er ég dálitið mikið að elda nokkra rétti og bera fram á mismunandi diskum..meira bras og uppvask segir konan Sideways )100_0739Byrjaði á því að útbúa fordrykkfyrir hana. Passoa, klaki, sprite, lime, mynta, litríkur og villtur drykkur...... svo að matnum.100_0753 Byrjaði á smá forrétt sem við borðuðum með börnunum, þau fengu úrvalssteiktan fisk, hrísgrjón og salat, gerði fallegan disk sem þau kolféllu fyrir og voru mjög dugleg að borðaSmile Forrétturinn(Sjá mynd með bleiku og bláu flísunum) Grafinn ærvöðvi með fennel, borin fram með spænskum sauðaosti, hvítlauks balsamik sírópi og furuhnetum. Aðalréttunum3 - 4 humrar á mann sem ég penslaði með mixuðum hvítlauk, steinselju, olíu og salti. Ég risti með góðum hníf ofan á skelina, fram og til baka en ekki alveg í gegn, þannig opnast hann eins og bók, auðvelt að taka skítaröndina og skemmtilegt að bera hann fram og borða hann þannig. Ég setti hann inn í ofn í stutta Matur 16 oktstund...bjútífúl...1 lambakóróna, stakk mjóum hníf í gegnum vöðvann og fyllti hann með humri. steikti á olíustrokinn pönnu stutt og inn í 180 gr heitan ofn í 5 mín, skar svo í fjóra hluta, 1/2 langskorin kjúklingabringa á mann, vafði hana í beikon og penslaði með sýrópi, steikti uppúr smjöri í 2 - 3mín á hvorri hlið  og inní ofn í 8 - 10 mín. Sósa(Aðallega hugsuð með kjúklingnum) Rjómi, sveppasoð, dijon sinnep,púrtvín, pipar, parmesan ostur rifinn. Salat,Íssalat, avacado og olía.


17. október selur í góðum selskap

Við hjónin vorum að vinna úti í kuldanum á föstudaginn frammí sveit og það var gott að vita til þess að það beið okkar góður selskapur og spennandi hráefni hjá vinum okkar Helgu og Guðmundi. Bróðir Guðmundar hafði náð í selkjöt og nú skyldi bragða það. Börnin fengu pizzu og fóru svo að horfa á Útsvar.Selur á pönnu Kjötið var steikt á þurri heitri pönnu og dassi af salti yfir, borinn fram með berjahlaupi, Jarðaberja og bláberjasulta sem var búið að sía og útkoman ansi skemmtileg, silkifín og Rjúkandi selur 1bragðgóð sem hentað vel með dökku en en afar fersku, mjúku selkjötinu,steiktur rauðlaukur og paprika sem meðlæti. Magnaður matur, frábær selskapur og góð kvöldstund. Takk fyrir okkur.


18. október kaldur dagur...óvænt kjúklingasalat og berjakaka.

Fórum snemma að frammí sveit og vinna í kuldanum, vorum orðin þreytt, köld og svöng er við komum heim undir kvöldmat. Gréta sagði á leiðinni ..."ég vildi að einhver myndi bjóða okkur í mat" Við vorum búin að ákveða að hafa eitthvað létt og fljótgert...samlokur í grillinu eða eitthvað álíka og síðan myndi fjölskyldan skella sér undir sæng og glápa á sjónvarpið öll saman...enda ekki til neitt betra en að kúra inni þegar það er kalt úti og veðurspáin ekki góð. Salat EsterRétt fyrir kl 7 hringdi Valur bróðir minn og spurði hvort að við vildum ekki koma og borða með þeimSmileCool....það er alltaf eitthvað spennandi og afar gott hjá Ester mágkonu minni og Val bróður mínum...þannig að við biðum ekki boðanna og drifum okkur niður í Svarfaðarbraut....400 metra frá okkur eða svo. Að þeirra sögn var þetta nú bara einhverjir afgangar, sem þau settu saman í salat....já já...Við fengum semsagt þetta hrikalega góða og skemmtilega kjúklingasalat, ferskt bragðgott og mismunandi bragð sem kallaðist skemmtilega á, tómatar, ólífur, Brieostur, hnetur, Rucola, olía, salat, kjúklingur ofl. Dressing: mixað Kexið góðarucola, hvítlaukur, olía og krydd. Frábært salat með skemmtilegri dressingu. Með þessu fengum við líka að smakka nýbakað kex sem þau voru að prófa í fyrsta skipti. Ég hef ekki uppskriftina en þetta eru þunnar ofurhollar kökur(Sjá mynd) spelt, fræ, olía og ostur ofan. Mjög góðar og hægt að leika sér með fræ, krydd og fleira. 100_0773Á eftir var það ljúffeng, heit berjakaka með rjóma og Sandemans púrtvínsstaup með. Þetta var góður matur, ljúf stund og gott spjall. Takk fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Flott síða hjá þér og mjög spennandi og fróðlegt ef þig vantar grunnuppskriftir þá er ég með uppskriftarsíðu sem þér er velkomið að ná þér í það sem þú getur notað.www.bryti.blogcentral.is

Guðjón H Finnbogason, 20.10.2008 kl. 17:21

2 identicon

Finn alveg bragðið af berjakökunni hennar Esterar   Þú ert heppinn að komast í matarkistuna á Kleifum - láttu bara ekki nappa þig með kjötið á leiðinni heim - verður þá allt gert upptækt m.v. frétt á mbl.is í gær   Knús og kveðja í þitt kot - þín Ása

Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:44

3 identicon

Mikið að koma ætar uppskriftir, veist sem er að ég vel aldrei fisk ef ég get valið annað

bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband