Einstök laufabrauðslist ,Helluvaðshryggur og jólabað í ullarfötunum

100_1243S.l laugadag fórum við fjölskyldan í jólatúr í Mývatnssveitina. Góðir vinir okkar voru komnir í úr borg kreppu og mótmæla til að finna jólafriðinn á norðurlandi. Við fórum um miðjan daginn í Dimmuborgir og hittum þar tvo alvörusveina sem voru skemmtilegir og höfðu frá mörgu að segja. því næst fórum við í stutta heimsókn til Ólafar í Vogafjósi og þar var fullt út úr dyrum, það var skemmtilegt að koma þar inn og finna matarilminn í bland við fjósalyktina. Næsti 100_1293viðkomustaður var Mývatnsstofa þar var verið að skera laufabrauð og steikja, krakkar að spila jólalög á hljóðfærin sín. Öllum var boðið uppá kakó, smákökur og kleinur og að skera eina laufabrauðsköku án endurgjalds. Það voru eldri konur að handskera kökur þarna og eins og m.a má sjá á myndunum sem fylgja hér með þá eru þetta 100_1294fallegustu laufabrauðskökur sem ég hef augum litið og ljóst að Mývetningar eiga fá sína líka í þeim efnum. Það var tekið afar vel á móti okkur og allir svo gestrisnir og stemningin ljúf. Nú var komið að hinu árlega jólabaði jólasveinanna í jarðböðunum, það var ansi skemmtilegt að líta á þessa uppákomu100_1328, allir jólasveinarnir mættir og fóru allir í baðið nema einn og það sem meira er að þeir fóru í ullarnærfötunum útí.  Nú hljóp á snærið fyrir okkur, vinur okkar er frá Helluvaði í Mývatnssveit og okkur var boðið í lambahrygg og meððí, það var erfitt að fara að neita lamahrygg í sveitasælunni. Þetta var góð kvöldstund og frábær matur á Helluvaði, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar þá dugðu nú ekki minna ein tvö stk. hryggir ofan í 100_1343mannskapinn. Nú var komið að því að keyra heim til Dalvíkur, það var fallegt, stjörnubjart og jólalegt, er við nálguðumst Akureyri var klukkan að verða hálf tíu og enn voru c.a. 30 mín eftir af opnunartíma Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit, þannig að nú var tekin ákvörðun að halda áfram jólaför okkar þó svo að börnin væru sofnuð og komið væri langt fram ám kvöld. Það var ljúft að skoða sig um, setjast niður og spjalla við Benna í Jólagarðinum, 100_1345þægileg tónlist, fallegar vörur og gott jólaandinn á sveimi. Rétt fyrir lokun og áður en að við fórum jólaskreytingarrúnt um Akureyri, fengum við að bragða á hangilærinu tvíreykta sem hékk uppi hjá Benna mmmmmmm

Það sofnuðu allir fljótt er heim var komið og eflaust hafa draumarnir snúist um mat og jólasveina.

Þetta var snilldar dagur en fyrst og fremst var gaman og gott að hitta vini og eyða smá tíma með þeim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 16:16

2 identicon

Þetta hljómar frábærlega og verð ég að játa að mínar laufabrauðskökur komast ekki í hálfkvist við þessar fallega skreyttu kökur sem myndirnar eru af 

Soffía (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:04

3 identicon

Gaman að heyra að þið fenguð laufabrauðskökur þrátt fyrir að stóri bró væri ekki á svæðinu...og enn yndislegra að frétta af lambahryggjunum í Helluvaði...í Mývatnssveit - bara skondið.

Hvaða óþekktarormur var það sem fór ekki í jólabaðið sitt - best að vara sig á þeim kauða þegar hann kemur allllla leið hingað til Helluvaðs að setja í skóinn hjá okkar piltum.

Stórt jólaknús fyrir sendinguna - bæði fallegt og svo hlökkum við til að smakka herlegheitin -

Ása og drengene í DK

Ása og strákarni í Helluvaði...í Danmörku (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... mínar laufabrauðskökur eru yfirleitt með "húsbóndaskurði" þ.e þessum þremur hefðbundnu röndum. En þessar eru dýrðlegar!

Mikið var gaman að lesa þennan pistil. þú ert svo mikið jólabarn Júlli minn :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 16.12.2008 kl. 17:29

6 identicon

Já þetta var alveg sérdeilis magnaður dagur.

Kveðja

Snæbjörn

Snæbjörn Ingi Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband