Skírdags kryddbrauðrasp

100_3068Í vetur hef ég safnað öllum brauðafgöngum, þurrkað þá brytjað niður og gefið fuglunum. Nú er þeir hættir að koma. Ég er ekki hrifinn af því að henda hráefni og því tók ég mig til og gerði tilraunir með brauðkryddrasp úr því brauði sem ég var búinn að safna upp. Ég skar brauðið, sem voru venjulegar brauðsneiðar, súpubrauð, endar og skorpur niður í litla bita og setti í ofnskúffu á 160 gráður í c.a 30 - 100_306440 mín eða þar til að brauðbitarnir voru orðnir vel þurrir, eins og harðar tvíbökur. Lét þá kólna og setti í matvinnsluvél og sigtaði með hæfilega grófu sigti í skál. Þarna var ég kominn með um 500 gr af fínu brauðraspi. Ég setti síðan eina matskeið af corianderfræjum,  2 tsk miðjarðarhafsalti frá www.altunga.is sem er salt með rósmarín, majoran, timian og oregano, ásamt c.a tsk af þurrkuðum ísl kryddjurtum í matvinnsluvélina og lét það malla í 2 100_3061mín og setti síðan raspið úti og lét malla um stund. Ilmurinn af raspinu var virkilega góður. Stundum eftir að maður hefur lagað til í skápnum hjá sér þá kemur kannski ljós ýmsir afgangar í pakka eða poka t.d  kex eða  bruður sem er einnig upplagt að nota með í svona kryddrasp. Ég bíð spenntur eftir að nota það á fisk, t.d rauðsprettu eða steinbít, utan á eða í fiski eða kjötsmábollur, á snitzel, kjúklingabringur eða bara það sem hverjum og einum dettur í hug. Það er gott að nýta vel hráefni með þessum hætti jafnt afganga af brauði og kexi sem og kryddi. Þegar þú gerir þinn eigin kryddrasp eru möguleikarnir með kryddtegundur og magn óteljandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband