Lundasalat á flugi......eyjapeyjar á þing....

Lundinn er frábær, Grímseyingar líka ....já og Vestamannaeyingar ekki minni snillingar...kannski ætti að koma slatta af þessu jákvæða, kröftuga og umfram allt skemmtilega fólki á þing...en nóg um það. Lundinn er mjög gott hráefni til eldunar og það er svo sannarlega hægt að elda hann á marga vegu. Í tilefni af komu lundans í Grímsey set ég her inn uppskrift..njótið.

_MG_7288

Hugsið um hvern bita í salatinu sem  gómsætan og vel gerðan munnbita, ég hugsa oft  að ég sé handverksmaður og hver biti sé útskorinn og úthugsaður það á jafnt við um það sem er eldað eða skorið niður.

  4 - 6 vel snyrtar lundabringur
300 gr humar eða skötuselur
1 box jarðaber
1 grein græn vínber
1 bréf beikon
1 bréf El toro nautavöðvi
1 bátur vatnsmelóna
¼ iceberg höfuð
½ gul paprika
1 poki lambasalat
1 bóndabrie - Geitabrie væri spari.. 
¼ poki rucola
¼  krukka fetaostur í kryddlegi frá Mjólku
handfylli af pistasíuhnetum2 ferskjar fíkjur
2 hvítlauksgeirar
Maldon eða annað flögusalt
Teryaki marinade sósa
balsamik síróp
sítrónu eða truffluolía
smjör
hlynsíróp
 Munið að skola grænmeti og ber vel úr köldu vatni. 

Leggið bringurnar í teryaki marinade í 2 tíma. Brúnið þær  báðum megin á pönnu upp úr smjöri, takið strax af og vefjið vel inn í álpappír, látið bíða í 20 mín á eldhúsbekknum. Skerið síðan í þunnar hæfilegar _MG_7266sneiðar og látíð kólna. Stökksteikið beikonið á pönnu og þerrið á eldhúsbréfi, hver sneið fer í 3 – 4 bita, skerið humar eða skötusel í litla bita, pressið hvítlaukinn á pönnu með smjöri og aðeins af flögusalti, veltið fisknum upp úr þessu í 1 mín, takið af og kælið, skerið bóndabrie í passlegar lengjur og rúllið El toro nautavöðvanum utan um og skerið í 2 bita, skerið vínberin og jarðaberin í tvo til 3 bita eftir stærð berjanna, skerið vatnsmelónubitana í jafn stóra bita, skerið paprikuna langsum í hæfilega bita. Hitið pönnu og látíð handfylli af pistasíuhnetum á pönnu og ristið, takið af og setjið á disk og hellið hlynsírópi yfir, kælið.

Veljið fallega stóra aflanga skál eða fat, hafið allt hráefnið tilbúið fyrir framan ykkur og byrjið að raða smekklega á. Það má segja að þetta séu 3 lög af hráefni. Geymið fallegustu bitana til að hafa efst. Inn á milli má dreipa aðeins af sítrónu eða trufflu olíunni, en alls ekki of mikið sama má segja um hnífsodd af Maldon salti svona einu sinni og að lokum setjið nokkra dropa af balsamik sírópi efst. Þegar þið setjið fetaost dreipið þá aðeins af olíunni með. Skerið fíkjurnar og setjið efst eða í hornin til skreytingar.


mbl.is Lundinn kominn í Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.4.2009 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband