Öfund ?

Maður gærdagsins hlýtur að teljast Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskipa, dagurinn byrjaði með því að hann og kona hans gáfu þúsund milljónir í velgjörðarsjóð. Síðan heldur kappinn uppá afmælið sitt í gærkvöldi, hann verður fimmtugur n.k þriðjudag, Elton John ku hafa tekið 70 milljónir fyrir að syngja afmælissönginn og nokkra slagara til viðbótar á flygilinn sinn sem hann lét flytja til landsins. Ólafur tengdist ekki bara einni stórfrétt í gær heldur tveimur. Í Silfri Egils á Stöð 2 hófst þátturinn á umræðum um "pissukeppni nýríka" svo að ég vitni í orð Silfurhafans. Síðan tjáðu gestir þáttarins sig um að fá svona dýran skemmtikraft. Snobb, ósmekklegt, ógeðfellt voru orð þeirra og Ástu Möller fannst að hann hefði nú frekar átt að bæta þessum 70 milljónum í velgjörðarsjóðinn....common var ekki milljarðurinn dágóð summa ?
Ég tek það fram að þekki Ólaf ekki neitt. Ég sé ekki að hann hafi verið að reyna að komast í Séð og heyrt með þessu....þá hefði verið auðveldara fyrir hann að kaupa blaðið og gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn. Ef að einstaklingar hafa efni á að gera sér "dagamun" hvað kemur okkur það þá við. Mér finnst þetta öðruvísi ef að t.d einhver bankinn hefði gert þetta nema að allir viðskiptavinirnir hefu átt kost að að mæta. Ég er viss um að félög, stjórnmálaflokkar, einstaklingar og fleiri þiggi fegins hendi styrki frá aðilum sem þessum og eflaust munu margir sækja um í nýja sjóðinn og fá þaðan fé til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til...og þá er þetta ekki ógeðfellt...eða hvað ?
mbl.is Elton John á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fer maður að því að eignast svo mikinn pening að maður getur gefið frá sér einn miljarð og líka keypt skemmtikrafta fyrir 70 milljónir í fimmtugsafmælið sitt.  Ég hélt að maðurinn ætti sextugsafmæli allt þar til ég las að hann væri fæddur 1957.     Ég væri alveg til í að verða svona rík fyrir fimmtugt en hef bara 3 ár upp á að hlaupa.  Shit. ég næ því sennileg ekki.   Kveðja Stina

Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband