Sögulegar kosningar - Nýjar tölur

Líf og fjör.

Ég er ansi hræddur að þær tölur sem sáust í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkana eigi eftir að riðlast verulega. Hér er komið nýtt Framboð og að öllum líkindum annað á leiðinni frá Framtíðarlandsfólki og eitthvað hef ég heyrt um framboð frá Flokknum  www. flokkurinn.net, þekki það að vísu ekki neitt. Hver tapar...hver græðir. Munu Vinstri grænir enn stefna uppá við, munu aldraðir og öryrkjar taka fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsókn, mun Samfylkingin rífa sig upp undir 30 %, hvar mun Framtíðarlandsframboð taka sitt fylgi ? Erfitt er um það að spá en eitt er víst að kosningarnar 12. maí verða þær sögulegustu hingað til, andrúmsloftið og málefnin eru þannig að mínu mati...það er öðruvísi bragð af öllum pakkanum að þessu sinni. Ég hef gaman að því að spá fyrir um úrslit og ætla mér að vera svo frakkur að setja inn spá hér um lokaniðurstöðuna og er hún þá gerð miðað við forsendur dagsins í dag, þá ég t.d við að ekki er vitað um hvort þessi nýju framboð verða á landsvísu.

Áður en lengra er haldið ber þess að geta að undirritaður er óflokksbundinn og óháður...og óákveðinn hvar hans mikilvæga atkvæði lendir (Öll atkvæði eru mikilvæg) Tölurnar duttu bara svona inn....og bara til gamans gert og svo er að bíða og sjá.

Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %



mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú ert spámaðurinn! Ég væri nokkuð sáttur við þessi úrslit. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.1.2007 kl. 23:06

2 identicon

Égætla að leyfamér að spá líka:

Frjálslyndir: 13-14 % 

Sjálfstæðiflokkur: 36 %

Framsóknarflokkur: 8 %

Aldraðir og Öryrkjar: 1-2%

Samfylking: 23 %

Vinsri Grænir: 18 %

Ja svona er spáin alla vega í dag :)

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband