Heimsmeistarkeppnin í Brús - Arabískar ástir og marsinn stiginn.

Menningarhátíðin Svarfdælskur mars verður haldin í Dalvíkurbyggð um næstu helgi, 23. og 24. mars. Þessi héraðshátíð  sem haldin er í marsmánuði ár hvert leggur áherslu á svarfdælska menningu og svarfdælska sérvisku af ýmsum toga.

Hátíðin hefst að vanda á föstudagskvöldið  23. mars  kl 20:30 með hinni rómuðu Heimsmeistarakeppni í Brús. Þar er keppt um hinn eftirsótta Gullkamb en einnig eru veitt verðlaun  fyrir svokallaðar “Klórningar”. Í hliðarsal fer fram kennsla og kynning á þessu gagnmerka spili ,Brús, sem Svarfdælingar hafa jafnan spilað af meiri ástríðu en aðrir, og þar verður slegið upp keppni fyrir byrjendur.

 Á laugardaginn 24. mars  kl  14:00  er dagskrá í Byggðasafninu Hvoli um Þýðingar Daníels Á Daníelssonar á ástarljóðum á frá miðöldum.  Dagskráin er í höndum Þórarins Hjartarsonar og Jóns Laxdal. Daníel Á Daníelsson var héraðslæknir á Dalvík um árabil en hann var einnig mikilvirkur ljóðaþýðandi og þýddi m.a. allar Sonnettur Shakespeares. Fyrirlestur Þórarins byggir einkum á  þýðingum Daníels á ástarljóðum arabískra skálda í Andalúsíu og ljóðum franskra trúbadora á 12. og 13. öld með skírskotun til íslenskrar ljóðagerðar. Jón Laxdal les nokkrar af þýðingum Daníels á þessum fornu perlum heimsbókmenntanna og Þórarinn syngur trúbadoraljóð.

Dagskrá hátíðarinnar endar svo á laugardagskvöldið kl 21:00 með því að Marsinn verður stiginn að Rimum við undirleik harmónikkuhljómsveitar. Að þessu sinni verður Þórir Baldursson sérstök gestastjarna hljómsveitarinnar.  Marsinn hefur í gegn um tíðina verið ómissandi þáttur í skemmtanahaldi í Svarfaðardal. Þar eru hafðir í frammi ýmsir dansleikir s.s. hnúturinn og klúturinn, píramídi, nafnakall, potturinn og pannan ketilinn og kannan og knéfall svo fátt eitt sé nefnt.
Nánar www.dagur.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður Júlli. Ég ætla að sækja um að gerast bloggvinur þinn, en svona að gamni mínu, langar mig að segja þér smá deili á mér. Heiti Ásdís (eins og sést) og er gift Bjarna Ómari Reynissyni, sem einu sinni var með Shellið á Dalvík, þegar hann bjó með Sigrúnu Jónsd. systur Þóreyjar Jóns. en það var einmitt á hennar síðu sem ég rakst á þessa síðu, er líka (auðvita) svilkona Magga Mæju  hef fylgst með kærleikssíðunni þinni og líkað vel. kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband