Stóriđja

Ţessi fćrsla er endurskrifuđ upp úr fćrslunni "Fátćkleg umrćđa " frá ţví í gćr

Ţađ hefur ekki fariđ framhjá neinum ađ ţađ eru ađ koma kosningar. Ađ mínu mati hefur umrćđan veriđ frekar einsleit, umhverfismál, stóriđjumál og skođanakannanir. Ég sakna ţess ađ ekki sé meira rćtt um “Stóriđjuna “ menningu. Ég kalla eftir vandađri og ígrundađri umrćđu og umfjöllun um menningu bćđi af hálfu frambjóđenda og fjölmiđla. Hvađa skođun og framtíđarsýn hafa frambjóđendur t. d á  áhugaleiklistinni og hátt í 300 hátíđum og menningarviđburđum um landiđ allt.

Áhugaleikhús á Íslandi er merkilegt og gríđarsterkt, bćđi samanboriđ viđ hin norđurlöndin og mörg lönd í Evrópu. Ţađ eru um 70 áhugaleikfélög međ um 5000 félaga í landinu. Á síđasta ári settu ţessi félög upp um 60 sýningar í fullri lengd og áhorfendur voru í ţúsundatali. Bandalag íslenkra leikfélaga rekur einnig merkilegan leiklistarskóla 9 daga á sumrin og árangur hans er ótvírćđur. Fjárframlag ríkisins til Bandalags íslenskra leikfélaga er grátlega lítiđ eđa um 18 milljónir sem skiptast m.a  á milli félaganna og fara í rekstur ţjónustumiđstöđvar BÍL. Fyrir nokkrum árum ţá hélst í hendur framlag ríkisins til BÍL og sjálfstćđu leikhópanna/leikhúsanna en nú er ţar himinn og haf á milli, BÍL stađiđ í stađ en sem betur fer hefur hagur sjálfstćđu leikhópanna vćnkast.

LHM, Landssamtök hátíđa og menningarviđburđa eru eins árs gömul samtök og hafa á skrá um 240 árlegar hátíđir og viđburđi. Ég er ekki viss um ađ ţingmenn og ađrir frambjóđendur átti sig á ţessum mikla fjölda og hversu margar af ţessum hátíđum eru vandađar og skipta miklu máli fyrir menninguna í heild og stađina sem ţćr eru haldnar  á. Margar af hátíđunum vekja mikla athygli erlendis. Í ţessari tölu eru ekki hátíđarhöld sem tengjast sjómannadeginum,17. júní, sumardeginum fyrsta, jólum né íţróttamót. Fjórar stćrstu hátíđirnar/viđburđirnir - Menningarnótt, Ljósanótt, Fiskidagurinn mikli og Gay Pride fá til sín um 210 ţúsund gesti árlega. Ađrar hátíđir eru t.d : Franskir dagar, Galdrahátíđ, Bláskeljahátíđ, Hvalahátíđ, Listasumar, Mćrudagar, Handverkshátíđ, Svardćlskur mars, Vetrarhátíđ, Berjadagar, Kvikmyndahátiđir, Ormsteiti, Aldrei fór ég suđur, Airwaives, Sauđamessa, Listahátíđ, Sjóarinn Síkáti, Humarhátíđ, Á góđri stundu, Danskir dagar og svona mćtti lengi...lengi telja. Ţađ hefur heldur betur komiđ í ljós á ţessu fyrsta ári LHM ađ ţörfin fyrir samtökin er mikil, og ljóst ađ ţađ er nauđsynlegt ađ opna ţjónustumiđstöđ fyrir hátíđir og menningarviđburđi međ starfsmanni sem sér um heimasíđu, gagnagrunn, upplýsingaöflun, viđburđalista, upplýsingagjöf, skráningar og svona mćtti lengi telja. Mitt mat er ađ sá starfsmađur eigi ađ koma frá menntamálaráđuneytinu. Ţađ eru einfaldlega mikil menningarverđmćti, ţekking og reynsla í húfi sem ţarf ađ halda utan um og varđveita. Annađ sem er mikilvćgt ađ verđi hugađ ađ en  ţađ er ađ koma á fót sjóđi ţar sem hátíđir og viđburđir geta sótt um styrki í árlega.
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sćll Júlli  -  án menningar visnum viđ upp og deyjum, trúlega ekki líkamlega en hugafarslega.  AIM festival er ađ festa sig í sessi á Akureyri.. lćt ţig vita ţegar viđ bođum til blađamannafundar og opnum heimasíđu hátíđarinnar

Pálmi Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 16:59

2 Smámynd: Júlíus  Garđar Júlíusson

Ekki spurning - Gott mál Pálmi - ég bíđ spenntur og mun mćta

Júlíus Garđar Júlíusson, 24.4.2007 kl. 17:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband