Álfafjör.

Hvernig liti það út ef að það væru bara álfar í framboði fyrir kosningarnar...bregðum okkur aðeins yfir í álfavídd.


Geirharður er dularfulli, yfirvegaði en sterki álfurinn…..það halda allavegana hinir álfarnir. Hann horfir yfir dalinn og landareignina, þegir og heldur svo áfram að drekka kaffið sitt og lesa málgagnið. Hinn almenni álfur er smeykur við að mótmæla honum og er það vegna þess að stór ránfugl situr á húsmæninum hjá honum…fólkið er semsagt ekki hrætt við Geirharð heldur ránfuglinn. En þó að hann sé dularfullur þá getur hann sungið og bara nokkuð vel……en í mannheimum er líka sagt að Geir Ólafsson geti sungið.


Forsetinn er af þeirri tegund álfa sem oft eru kenndir við Geirfuglinn…stundum taldir sjaldgæfir…en viti menn þeir hafa galdraseyði eitt grænt og mikið sem þeir skella í sig réttum tíma og púffffff þeir fjölga sér hratt á stuttum tíma…. en samt bara upp að vissu marki. Svo er líka sagt að þegar að það er verið að kanna meðbyr þessarar tegundar standi hún sig illa og ástæðan er sú að allir gömlu álfarnir heyri illa…en þeir vita hvað á að gera á elleftu stundu.

Ómar um dalinn er , gamall, vitur, hoppandi, talandi, leikandi, og syngjandi álfur. Hann er nýfluttur í álfaþorpið og er enn að læra reglurnar. Hann er fluglæs og vel skrifandi og ekki er ólíklegt að hann fari að boxa frá sér áður en langt um líður. Stundum vill hann gleyma boxhönskunum og sumir verða sárir á eftir, en það er kannski það sem þarf til þess að komast að veisluborðinu.

Addi paddi, kiddi gau er þessi litli skemmtilegi….og vel vaxni álfur. Hann er svo heppinn að eiga eina fjöður úr ránfuglinum mikla heima hjá sér og hann dreymir um að komast yfir restina. Hann er ekki mikið fyrir að eiga samskipti við erlendu álfana sem koma í heimsókn á þrettándanum. Hann er meira fyrir að bralla eitthvað með strákunum, veiða á bryggjunni, grípa í spil, eða kannski að taka einn léttan kaffibolla.

Rauðgrímur heitir álfur einn sem þolir vagg og veltu. Hann ólst upp á bóndabæ einum sem er rétt fyrir utan álfaþorpið. Hann er sprækur og hleypur uppá fjöll eins og ekkert sé. Hann er þekktur í álfheimum fyrir þæfðu grænu ullarlambshúfuna sína, enda segir hann að lífið sé lambakjöt og grænt gras. Álfurinn hann pabbi hans hét Ölver og mamma hans Álfdís og þegar átti að skíra hann um 14 ára aldurinn átti hann að heita Álfver í höfuðið á foreldrum sínum  en hann var nú algjörlega á móti því og vildi heita Rauðgrímur og það varð úr.

Í öllum alvöru álfasögum er álfkona eða prinsessa….og stundum vond stjúpa. Í þessu álfaþorpi var aðeins einn svona kvenkyns álfur sem þorði að að taka þátt í leiknum með karlkyns álfunum. Margir litu upp til hennar og sumir kölluðu hana prinsessu. Fyrir nokkrum árum var einn álfur sem hét Golíat, hann kallaði hana alltaf vondu stjúpuna og enn þann dag í dag eru margir sem fylgja þeirri skoðun hans.  En ekkert er nú gaman af ævintýrunum nema eitthvað óvænt gerist. Tatatatammm….eina nóttina rétt fyrir veisluna miklu læðist Rúna Sól prinsessa eða vonda stjúpan allt eftir því í hvaða átt er verið að horfa….. heim að húsi Geirharðs og reynir að ræna ránfuglinum mikla á húsmæninum..
Sást til hennar ?…voru fleiri með henni ?…tekst henni ætlunarverk sitt ? Svör við því og hvort að leður rauðálfurinn Eiki Hawks trylli álfheima birtast þann tólfta.





mbl.is Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Kostuleg úttekt á stöðu mála! :)

Sigurður Axel Hannesson, 26.4.2007 kl. 17:01

2 identicon

Haha, væri fínt að fá oftar svona fréttaskýringar... Knús ú höfuðstað Norðurlands

Halla (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þú ert nú alveg dásamlegur. Svona á að gera þetta sko.

Einn grænn álfur úr álfabænum Hafnarfirði hafði einmitt á orði um daginn: "Betri er álfur en álver."

Það er fróðlegt að fá álfheima viðhorfin svona upp á yfirborðið. Eða allaveg mjög skemmtilegt og ekki veitir af á þessum þrætutímum. 

Álfakveðjur norður, heyrðu annars, ertu ekki bara að skrifa leikrit um þetta Júlíus? 

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.4.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband