Velti þessu fyrir mér......

Eftir ferðina til Ítalíu ( Ferðasaga hér á blogginu á morgun eða föstudag) í síðustu viku og sérstaklega heimsóknina í fiskiþorpin fimm, þar sem bragurinn var allur annar heldur en við þekkjum hér í kapphlaupinu á Íslandi velti ég eftirfarandi dæmisögu fyrir mér.

Sagt er að Bandaríkjamaður einn hafi verið staddur við höfnina í litlu sjávarþorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn. Einn maður var um borð og margir stórir túnfiskar. Bandaríkjamaðurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund, var svarið. 
Af hverju veiddir þú ekki meira?  Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn, þetta nægir fjölskyldunni minni vel.  Hvað gerir þú þá við tímann?  Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.  Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Ég er með MBA frá Harvard. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá getur þú ekki lengur búið hér en flytur til stórborgar eins og td. New York.  Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. 
Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með margar millj.dollara.- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?  Bandaríkjamaðurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp,  sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Góð saga og þarft innlegg í heim ,,Polar express" sem mætti vel kalla samfélagið okkar. Stundum leitum við langt yfir skammt og þessi saga ber vel sanninn um það. Í henni kristallast líka viðhorfið sem  mér finnst skipta mestu máli fyrir okkur í dag, þ.e. að gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og umfram allt - börnin okkar. Sendi þér hérna smá uppskrift frá systur minni. Slíkar stundir eru meira virði fyrir börnin okkar en fimm þúsund flatskjáir:

http://sollafr.blog.is/blog/sollafr/entry/209281/

Sólmundur Friðriksson, 16.5.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góð saga hjá þér Júlli. Tek undir með Sólmundi. Góðar stundir sem skapa fallegar minningar verða ekki lagðar til jafns við veraldleg auðæfi :)

Hólmgeir Karlsson, 16.5.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

.... æ þetta varð eiginlega hálfgert öfugmæli hjá mér, he he ... en bara til öryggis þá tek ég góðar stundir fram yfir flatskjáina  ...

Hólmgeir Karlsson, 16.5.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var dóttir fiskimannsins frá upphafi sögu. Góð og falleg saga og segir okkur hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Bið að heilsa Sigga á videoleigunni og Öldu ef þú hittir þau fljótlega. Ætla að renna norður í byrjun júní og kíkja á mannlífið.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 00:51

5 identicon

Dæmisagan segir allt sem segja þarf !  Manninum er eiginlegt að leita alltaf "back to the basic" -  nauðsynlegt er að horfa reglulega á líf sitt, og spyrja hvort þetta sé það sem maður vill sjá þegar maður lítur til baka eftir 10 ár ?

Dóra litla lipurtá sem hoppar út um sveitir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband