Mamma

Það var margt á dagskránni og mörg sterk og eftirminnileg móment sem maður upplifði í tengslum við Fiskidaginn mikla, ég var að hugsa um að blogga eitthvað um þetta en ég er hræddur um að það verði of mikið. Allavegana ætla ég að segja frá laginu "Mömmu" sem var frumflutt á Vináttukeðjunni sem var föstudagskvöldið 10. ágúst. Þannig var mál með vexti að stjórnarformaður Fiskidagsins mikla "Steini Minkur" Þorsteinn Már Aðalsteinsson samdi texta fyrir 10 árum er fyrsta barnabarnið hans fæddist. Í textanum koma fram vangaveltur hans um hve öflugar mæður jarðar eru er þær fæða heiminn með brjóstamjólk. Við vissum af áhuga hans á að samið yrði lag við textann. Við félagar hans í stjórninni gerðum svo bíræfnir og tókum textann og báðum Friðrik Ómar Hjörleifsson að semja lag. Steini vissi ekki neitt af neinu fyrr en að við kynntum til sögunnar frumflutning á lagi með texta eftir hann á planinu við kirkjuna fyrir framan þúsundir gesta á Vináttukeðjunni. Lagið var flutt af Friðriki Ómari, Gyðu Jóhannesdóttur ungri Dalvískri snót og öflugum Karlakór Dalvíkur, í lok lagsins var skotið upp flugeld og þá tóku gestir höndum saman og mynduðu Vináttukeðjuna og 5000 friðardúfublöðrum var sleppt, það vöru mörg tár sem féllu á þessari stundu og margir harðjaxlarnir sögðust hafa þurft að kyngja kökknum sem var í hálsinum á þeim. Af mörgu mögnuðu þá stóð upp úr á Vináttukeðjunni hve allir voru fljótir að taka höndum saman....einstök stund !....og á eftir létum við ganga knús...sem gekk alla helgina, það er gott að fá knús og það er gott að knúsa. Lagið eftir Friðrik Ómar er alveg magnað og textinn líka, ég vona svo sannarlega að lagið "Mamma" eigi eftir að hljóma á öldum ljósvakans....ég veit að lagið er til á Bylgjunni og ríkisútvarpinu allavegana og það er aldeilis þess virði að biðja um það þar svo að allir fái að heyra.
Ég læt textann hans Steina fylgja hér með í færslunni

Mamma.

Í löndum öllum lítil börn
Leggja munn við brjóstin þín
þá lítur fyrsta lífsins vörn
litlu augun mín

Móðir kær þín mjólk er góð
Mátt úr henni teiga ég
Ég mun þræða þína slóð
Þú ert yndisleg

Mamma...

Að fæða heim er firnaverk
fáum tekst það vel að gera
Mæður jarðar máttarverk
mega allar stoltar vera

Mamma, mamma..........

Misjafnt bí(ý)ður manna veröld
Mjúkar hendur faðma vill
Hún er stundum hörð og köld
Hún er stundum ill

Veröld okkar verður snúin
Vindar blása hér og þar
Eins er auður annar rúinn
allra bíður eilífðar.

Mamma !
Mamma !
Mamma !

Trúin flytur fjöll.
vinakjdh

Hér sést sterk birta yfir Dalvíkurkirkju á Vináttukeðjunni og hluti af þátttakendum hennar í ljósmynd Jennýar D Heiðarsdóttur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Knús knús að sunnan. Flott ljóð, hlakka til að heyra lagið. Smellirðu því ekki bara inn hér?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Júlli og til hamingju með öll hátíðahöldin, þetta hefur greinilega verið mikil upplifun. Takk fyrir hlýju kveðjuna á blogginu mínu  ... og það máttu bóka að ég er stoltur af að eiga þig sem bloggvin einnig :):):)

Hólmgeir Karlsson, 25.8.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Segi það líka, er ekki hægt að fá að heyra lagið hjá þér hérna?

Flott mynd!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.8.2007 kl. 11:15

4 Smámynd: Báran

En fallegt  Mig hefur oft langað á Fiskidaga en ekki látið verða af því ennþá, en núna er ég staðráðin í að komast næst, svona vináttuþema höfðar til mín, og ekki er ljóðið síðra

Báran, 28.8.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband