Til hamingju.

Friðrik V. og fjölskylda, Akureyringar, Eyfirðingar og landsmenn allir.

Nú hefur enn ein rósin bæst í hnappagat Friðriks V. og fjölskyldu er þau voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðalist sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Sjá frétt af mbl.is.  Þessi tilnefning er mikilvæg fyrir norðlenska matargerð og finnst mér ástæða að óska þeim og þá sérstaklega Akureyringum til hamingju með hana, og einnig óska ég Akureyringum og Eyfirðingum öllum til hamingju með hið nýja og glæsilega veitingahús Friðriks V. Opnun veitingastaðarins og sælkeraverslunarinnar er afar sterkt fyrir Akureyri og norðlenska matarmenningu og mun án efa styrkja veitingabransann í heild. Friðrik V. er mikill listamaður og ég held að þeir sem halda utan um tilnefningar og veitingar á listamönnum bæjarins ættu að huga að þessum einstaka listamanni sem fremur sínar gjörðir í listagilinu góða. Þessi nýjung í veitingahúsaflórunni og ferðamennskunni á norðurlandi, ásamt áðurtalinni og öðrum viðurkenningum sem FriðrikV. hefur hlotið er verðmætara heldur en margur heldur.

 Verðlaun veitt fyrir norrænan mat.

"Tilnefningar hafa borist til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðarlist, sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Þema verðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er ferðaþjónusta og svæðisbundin uppbygging. Veitingahúsið Friðrik V – á Akureyri er tilefnt af hálfu Íslands. Að auki eru tilnefnd Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð, Hanne Frosta eigandi veitingastaðarins På Høyden í Björgvin í Noregi, Læsø saltverksmiðjan í Danmörku, ritstjórn matartímaritsins Viisi Tähteä í Finnlandi, Esben Toftdahl, forstöðumaður á Grænlandi og uppskeruhátíðin á Álandseyjum. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin, sem nema 100.000 dönskum krónum eða jafnvirði 1,2 milljóna íslenskra króna, þann 12. október. Markmiðið með verðlaununum er að heiðra og styðja við stofnun eða einstakling sem hefur lagt mikið að mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Svo sannarlega verðskuldað :)

Hólmgeir Karlsson, 12.9.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband