Vandað barnaefni ?

Sveppi ætlar  að skemmta börnum á Stöð 2 í vetur, það er ekki byrjað að sýna efnið og því er ekki hægt að tjá sig um það, en það segir í fréttinni að búið sé að taka upp 20 þætti og það hafi verið gerti á viku í og eins og Sveppi segir "við tókum þetta á geðveikinni". Megum við eiga von á 20 vönduðum þáttum fyrir börnin ? vonandi en hljómar ekki vandað. Af því að ég er byrjaður að velta vöngum um þetta þá finnst mér líka dálítið öfugsnúið að einstaklingur sem er m.a þekktur fyrir fíflagang sem hæfir ekki börnum sé farinn að sjá um barnaefni.  Ég veit að hann kann og getur og hefur sýnt það m.a í Kalla á þakinu og í söngvastundinni okkar en það þarf stöðugt að hugsa um  hvað við bjóðum börnunum okkar uppá. Vonandi er þetta vitleysa í mér og að börnin okkar geti áfram notið vandaðs og vel framsetts barnaefnis á Stöð 2 líkt og þegar Afi sá um það.
mbl.is Sveppi skemmtir börnunum á Stöð 2 í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi eins og er, þegar ég var krakki þoldi ég ekki að horfa á barnaefni þar sem fullorðnir einstaklingar voru fengnir til að haga sér eins og krakkar (eða eins og þau héldu að krakkar höguðu sér).  Annað hvort að hafa persónu eins og afa sem talar við krakka af skynsemi og eins og krakkar séu persónur sem hafa eitthvað vit, heldur eða bara ráða krakka til að stjórna þættinum.  En ekki að hafa einhvern fullorðinn haga sér eins og hálvita og tala til krakka en ekki við þá.  Þegar þessar fígúrur voru á vappi á skjánum á milli teiknimynda fór ég yfirleitt að gera eitthvað annað því að mér fannst þessi hegðun þeirra svo neyðarleg.  Og þetta var þegar ég var 6- 9 ára gömul. 

Elín Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: halkatla

það á að kaupa æðislegustu teiknimyndir/spennuþætti allra tíma einsog The mysterious cities of gold og þýða það bara eða eitthvað,  þetta var í sjónvarpinu þegar ég var svona 6-8 ára og maður átti ekki til orð af spennu og svo má endilega sýna fleiri svona gamlar teiknimyndaseríur sem voru ofurspennandi, ég er annars sammála Elíni hérna fyrir ofan mig. Krakkar þurfa gæðasjónvarpsefni, sjónvarpið er oft besti vinurinn

halkatla, 19.9.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi... ekki líst mér á þetta með Sveppa.... Hef annars bara séð hann örlítið í Strákunum, sem er ekki sjónvarpsefni fyrir minn smekk. En ég er algerlega sammála því að sleppa fullorðna fókinu úr íslenska barnaefnini, þessu sem heldur að það sé að láta eins og krakkar

Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Máttir líka minnast þarna á firrínguna í auglýsíngunni, 'á meðan pabbi & mamma sofa ennþá'

Mín börn alla vega vakna ekki ein upp á morgnana & kveikja á sjónvarpinu & steikja sér  beikon & egg í morgunmat.

Ég er með hreindýragildru á þakinu á húsinu, gervihnattardisk sem að nær besta barnaefni í heimi, BBC Cebeebiees ..

Ekki talsett nátttúrlega né textað, en börn mín elska það.

Steingrímur Helgason, 21.9.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband