Töfraglös, smáréttir, skemmtilegt vín og góð stund

Matarsíða áhugamannsins hefur fengið til liðs við sig góðan rýnihóp. Sem í vetur mun hittast og prófa ýmsar vörur, mat, drykki, tæki og tól. Gefa einkunnir (Sleifar) . Hver og einn fær númer sem hann mun halda og því er hægt að fylgjast með t.d númer 2 í allan vetur hvað honum finnst um hvítvín. Hver og einn skrifar það sem honum finnst og er þetta gert að hætti áhugamannsins enda flestir ekki vanir t.d vínsmökkun.

100_0543Við hittumst í fyrsta sinn í gær ég og rýnar 1- 5. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, mikið spjallað og vöngum velt um mat drykk og glös og.....allt í einu var klukkan orðin tvö. Talandi um glös, aðalástæðan fyrir að við hittumst í gær var að prófa glös sem koma frá heildversluninni Fastus ( Sjá glasabækling á síðunni)Það komu smá skilaboð með glösunum, að taka okkar eigin glös og nýju glösin og hella jafnt í bæði og prófa bæði að lykta og drekka. Þetta var ansi merkilegt og kom okkur öllum á óvart. Glösin eru 40 c.l
Universal (framleiðandinn C&S). Það er hægt að nota þau bæði sem rauðvíns og hvítvínsglös. Þetta eru ekki nein venjuleg glös, þau voru  tvö ár í þróun. Vín smakkast klárlega betur í þessum glösum heldur en þeim glösum sem maður á heima. Við prófuðum tvö hvítvín og við gefum þeim einnig sleifar. ( Sjá stjörnu/sleifa gjöf áhugamannsins hér til hliðar ). Glösin henta vel eða nær eingöngu fyrir ungvín, rauðvín 5 ára og yngri og hvítvín 3 ára og yngri.

Um glösin.
100_0547
Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.
sleifsleifsleifsleif

Hvítvínin.

Santa ritaFyrra vínið sem við smökkuðum var Santa Rita 120 Chardonnay 2007 - Chile – umboð www.hob.is
Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.

sleifsleifsleif 

Vina solSeinna vínið sem við smökkuðum var Torres Vina Sol 2007 – Paradella – Spánn – umboð
www.kkarlsson.is
Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af  ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.
sleifsleifsleif og 1/2 sleif

100_0541Þetta var skemmtileg byrjun og ég er spenntur fyrir næsta skipti og sjá hvernig þetta þróast. S
vona til að gera kvöldið enn skemmtilegra bjó ég til nokkra smárétti úr því hráefni sem ég átti til. Mér finnst mjög skemmtilegt og örlítið meiri áskorun að elda eða búa eitthvað til úr því sem er til, ekki alltaf að fara í búðina ef að eitthvað vantar, um að gera að leysa það öðru vísi. Ég var með kalda rétti, súkkulaðihúðuð jarðaber, djúpsteikt gróft kornabrauð: velti því uppúr eggi, fínt rifnum osti, smá salti og fíkju ediki, smápizzur: með fínt mixaðri steinselju, hvítlauk, svörtum sólþurrkuðum ólífum og smá af pipar…og ostur yfir, fíkjusalat: hið magnaða íssalat frá Lambhaga, jarðaber, furuhnetur, spænskur sauðaostur, ólífuolía og fínt saxað timian, ferskur túnfiskur: smjörsteiktir teningar með heimagerðu brauðraspi og salti sem ég keypti á Slow fish sýningunni á Ítalíu í fyrra “Sel rose de ´Himalayja”,  að lokum var ég með marineraðar ólífur með steini, sem mér voru færðar frá Brussel í s.l haust, ég hef ekki tímt að opna þetta fyrr en oft búinn að mæna á þær, þær voru biðarinnar virði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil ekki hvað ég verð alltaf svöng af því að lesa hjá þér

Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Flott Síða hjá þér.  Ég verð alltaf svangur þegar ég les hana. 

Þórður Ingi Bjarnason, 13.9.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmmm....rosalega hljómar þetta allt vel!

Merkilegt...þetta með glösin...hefur aldrei hvarflað að manni að glös skiptu máli öðruvísi en til að fegra og gleðja augað.....

Bergljót Hreinsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Heyrðu ( er það ekki í tísku að byrja setningar þannig í dag ) síðan er mögnuð hjá þér og verður gaman að fylgjast með.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 14.9.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband