Rækjuveisla í góðra vina hópi - Bjórgrillaðar rækjur

Góðan og vindbarðann daginnGasp

_MG_7803Þegar ég setti færsluna (Sjá neðar) um Kræklingaveisluna lofaði ég einnig rækju og súpuveislumyndum frá því að tökur á myndum fyrir Matreiðslubókina "Meistarinn og áhugamaðurinn" fóru fram. Bókin kemur út fyrir jólin, ég , Friðrik V og Finnbogi í Dagsljós á Akureyri gefum út. Þess má geta að Finnbogi er með frábæra ljósmyndasýningu á Glerártorgi á Akureyri þessa dagana._MG_7836
Myndirnar eru síðan vorið 2007 og eru teknar á pallinum hjá Auði og Palla í Svarfaðarbrautinni á Dalvík, gestir eru Tuffur og Bryndlar, saumaklúbbur og vinahópur okkar hjóna. En njótið mynda og rækjuuppskriftar áhugamannsins úr bókinni.

Grillaðar bjórrækjur

Þegar rækjur ber á góma er það helst rækjusalat,  fiskisúpa eða djúpsteiktar rækjur sem flestum dettur í hug. Það sem mér finnst mest spennandi ef maður nær í nýveidda rækju í skelinni er að handfjatla hana og bjóða hana þannig í köld _MG_7815salöt, hráa eða létt soðna. Þegar vinir koma saman og til stendur að setjast niður við kertaljós með hvítvíns- eða bjórglas í hönd, þá er róandi og gefur stundinni yfirvegaðan blæ að bjóða uppá grillaðar bjórrækjur með brauði og hnetusmjörssósu þar sem gestirnir pilla sjálfir á brauðið.  Það að pilla á brauðið sitt gefur hugarró og nýja óútskýranlega orku meðan hugleiðingar um lífið svífa yfir vötnum.

1 kg nýveidd rækja í skelinni
1 ds 500 ml gylltur Viking bjór
Sítrónuólífuolía_MG_7840
Maldon salt
4 - 6 ciabatta eða spelti brauð
4 sítrónur

Köld hnetusmjörssósa

2 msk hnetusmjör
2 msk majones
2 msk sýrður 18% rjómi
Safi úr ½ sítrónu
1 msk hlynsíróp
1 tsk sætt sinnep
Pipar

_MG_7828Rækjurnar skolaðar í köldu vatni og sigtaðar. Bjórnum hellt yfir rækjurnar og þær látnar liggja í leginum í 30 mínútur, sigtaðar og sítrónuólífuolíu dreypt yfir ásamt 1 tsk af Maldon salti. Rækjunum skipt í tvennt. Hvor hluti er grillaður við miðlungshita í grillgrind, rækjunum velt nokkrum sinnum en samt varlega. Grillið þar til að skelin fer að hvítna, 5 - 8 mínútur ættu að duga. Skerið sítrónurnar í báta og berið fram með rækjunum. _MG_7829Allt hráefni sósunnar sett í matvinnsluvél, piprað eftir smekk. Brauðið skorið í litlar sneiðar og þær léttgrillaðar. Rækjurnar settar á fallegt fat eða í skál. Sítróna kreist yfir. Matargestir pilla rækjurnar. Sósu smurt á brauðið og fallegri rækjunni raðað á. Sítróna kreist yfir eftir smekk (og kröftum). Ískaldur gylltur Viking eða sætt hvítvín skemmir ekki stemmninguna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Júlli minn.

Einu sinni borðaði ég yfir mig af Rækjum( það er hægt). Þær voru nefnilega aðal uppistaðan í fæði okkar Ísfirðsku strákanna sem máttu ekki vera að því að fara heim í mat þegar við vorum ungir og hraustir. En nóg var af Rækjuverksmiðjunum á Ísafirði þá

En ég er til í að reyna þetta (Í hófi).

Takk fyrir..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband