Súpa sem yljar um hjartarætur á svölu skammdegiskvöldi

_MG_0473

Þá er komið að súpuuppskriftinni frá áhugamanninum og myndum frá fiskisúpuveislu stelpnanna á miðju gólfi í fiskverkunarhúss. Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með þá er þetta uppskrift úr matreiðslubók sem kemur út í lok október og heitir Meistarinn og áhugamaðurinn. Þar leiða saman hesta sína Meistarinn Friðrik V á Akureyri og áhugamaðurinn frá Dalvík(Undirritaður). Finnbogi Marinósson ljósmyndari í www.dagsljos.is á Akureyri er myndasmiður. Á hverri opnu í bókinni er uppskrift úr sama hráefni, meistarans vinstra megin og áhugamannsins hægra megin._MG_0409  Ég fékk að fara inn á gólf í fiskverkunarhúsi O. Jakobsson á Dalvík til að taka myndir fyrir bókina og hafði lítið stelpuboð. Það var strákaboð þegar kræklingurinn var myndaður, sjá færslu neðar. Stelpurnar voru Gréta, Arna, Jóhann, Ester og EllaSmile  Það verður spennandi að sjá hvernig súpu meistarinn framreiðir í bókinni góðu. Hér er svo uppskriftin:

Vetrarfiskisúpa Dalvíkingsins.

Súpa sem yljar um hjartarætur á köldu vetrarkvöldi og kallar fram tilfinningar og löngun til að ræða málin. Gott er að hafa með þeyttan eða sýrðan rjóma og gróft brauð með heilum fræum.

Fyrir 6 – 8 manns.
600 gr bleikja, skorin í bita
400 gr humar
200 gr rækjur
2 laukar, smátt skornir
8 – 10 hvítlauksgeirar, smátt skornir
4 – 6 gulrætur (um 300 gr), skornar í sneiðar
1 chillípipar, kjarnhreinsaður og saxaður
1 – 2 msk söxuð fersk basilíka
8 – 10 sveppir, skornir í bita
1 dós bitaðir tómatar með oregano og basil, 400 ml_MG_0460
4 dl kókosmjólk
4 dl rjómi
1 fiski- og 1 sveppateningur frá Knorr í 400 ml af vatni
1 dós rækjusmurostur, 300 gr
2 dl hvítvín1 – 2 msk púrtvín
2 – 3 msk kurlaður ananas
1 stk paprikuduft
2 tsk esdragon
1 msk mango sósa, Exotic food
1/2 kúrbítur, skorinn í bita
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk.
Salt eftir smekk í lokin en hóflega þó
Ólífuolía

_MG_0441Laukur, hvítlaukur og gulrætur brúnað í ólífuolíu í potti. Chilliípipar, basiliku og sveppum bætt út í ásamt tómötum, kókósmjólk, soði og rjóma. Hitað að suðu. Paprikudufti, esdragon og mango sósu, smurosti, hvítvíni, púrtvíni, kúrbít og ananas bætt í og látið malla í 20 - 25 mínútur. Að lokum er fisktegundunum þremur bætt í. Potturinn tekinn af hellunni eftir 4 mínútur og látinn bíða í  5 – 8 mínútur. Piprið súpuna eftir smekk, jafnt og þétt, og verið ekki feimin við kvörnina.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

MMmmmmmmmmm hún yljar meira að segja uppskriftin

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:02

2 identicon

Eitthvað hafa nú þessar stúlkukindur sötrað af súpunni góðu ef ég þekki þær rétt   Óóógurlega gaman að fylgjast með þessum matarpælingum öllum - vildi bara að þú værir mættur í eldhúsið mitt að malla svona - þið komið auðvitað í laufabrauð og hangikjöt á hefðbundnum tíma - ég á hangikjöt frá Möðrudalsöræfum og þið komið með laufabrauðið

Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmmmm...namminamm....hrikalega girnileg súpa!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:20

4 identicon

Hann er svo vooooooooooðalega langur hráefnalistinn... þetta vex mér í augum að tína þetta allt til. Geturðu ekki gert slatta af henni, sett á krukkur - ég myndi sko kaupa hana 

Flott síða hjá þér Júlli minn - kveðja Hildur

Hildur Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband