Blómlegir...Meistarinn og áhugamaðurinn

Hér er grein Skapta Hallgrímssonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær

Norðlenskt, já takk!

Meistarinn og áhugamaðurinn er ný matreiðslubók Friðriks fimmta og Fiskidags- Júlla kemur út um helgina.

Júlli bókSjávarfang er viðfangsefni meistarans Friðriks V. Karlssonar og áhugamannsins Júlíusar Júlíussonar í norðlenskri matreiðslubók sem kemur út á næstu dögum.Bókin heitir einmitt Meistarinn og áhugamaðurinn; hráefnið var ákveðið í sameiningu en síðan skildi leiðir þar til allt var klárt; 42 uppskriftir eru í bókinni og þeir elduðu hvor í sínu lagi án þess að vita hvað hinn hafði í huga. Réttirnir tveir, úr hverju hráefni fyrir sig, eru svo birtir í einni opnu í bókinni. Enginn var í aðstöðu til þess að bera saman hvað meistarinn og áhugamaðurinn voru að bauka nema Finnbogi Marinósson ljósmyndari sem fylgdi báðum eftir. „Ljósmyndarinn átti stundum bágt sig þegar hann sá hvert stefndi; það var dálítið fyndið hvað þeir voru oft í svipuðum pælingum, en þó ólíkum," segir Finnbogi. Í anda breska réttarins þekkta, fisks og franskra kartaflna sem pakkað er inn í dagblað, djúpsteikti Friðrik rækjur sem hann bar fram í akureyrska blaðinu Vikudegi, og með var boðið upp á kók í gleri, sem framleitt er í höfuðstað Norðurlands. Júlli býður hins vegar upp á grillaða bjórrækju sem lá í Viking-bjór. „Það var algjör tilviljun að Vífilfell á Akureyri kemur við sögu í bæði skiptin," segir Júlíus._MG_7803 Bókin er byggð á hugmyndafræðinni um mat úr héraði, local food; allt hráefnið er norðlenskt (nema humarinn, sem var keyptur af Norðlendingi, eins og þeir sögðu!) og það er ekki síst til þess að kynna það forðabúr sem Eyjafjörðurinn er. „Það er eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði í spjalli; við vorum á leið til Ítalíu á sýninguna Slow Fish og þegar við fórum að hugsa málið nánar fannst okkur hugmyndin svo góð að það var ekki annað hægt en að láta verða af þessu," segir Friðrik fimmti við Morgunblaðið. Meðal hráefnis er bláskel, öðuskel, saltfiskur, karfi og svartfugl. Auk þess að sýna uppskriftir reyna þeir félagar að koma á framfæri þeirri upplifun sem matreiðslan var. Þá elti ljósmyndarinn þá um borð í frystitogara og í vinnsluhús þar sem rætt var við fólkið sem hanteraði hráefnið í fyrstu „og við vonumst til þess að fólk upplifi stemmninguna sem þessu fylgir," segir Friðrik. Meistarinn hefur komið við sögu í nokkrum bókum áður en segist nú, í IMG_0311fyrsta skipti, nýta sér allar hugsanlegar græjur sem er að finna í eldhúsi veitingastaðarins. „Júlli notar hins vegar bara það sem hann á heima í eldhúsi; tæki fyrir venjulegt fólk." Júlíus er himinlifandi með samstarfið. „Fyrir mig sem áhugamann er það gríðarlegur heiður að fá að vinna með Friðriki. Hann er mikill fagmaður og heittrúaður varðandi hugmyndafræðina um mat úr héraði. Mér finnst það þor af hans hálfu að setja nafn sitt við það að vinna með áhugamanni eins og mér." BÓKIN er að öllu leyti unnin fyrir norðan. Annar höfundurinn er búsettur á Akureyri, hinn á Dalvík og ljósmyndarinn á Akureyri. Ásprent-Stíll sér um prentun, Þórhallur Kristj´nasson í www.effekt.is hannaði bókina og setti upp og Kimi Records dreifir bókinni, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að tónlist; staðið fyrir tónleikahaldi og gefið út og dreift geisladiskum. Prófarkalesarar koma frá Dalvík og Akureyri sem og þýðendur, en bókin kemur bæði út á íslensku og ensku. Það kostar meira að vinna bókina alfarið fyrir norðan; til dæmis var ákveðið að prenta hana á Akureyri burtséð frá kostnaði. „Það eru aðrir hlutir sem skipta máli í lífinu en bara peningar," sagði einn þeirra sem standa að bókinni. Norðlenskt skyldi það vera. Allt gert í heimabyggð.

Bókin002

 

 

 

 

 

Meistarar og áhugamenn: ( Mynd Skapti Hallgrímsson)
Standandi Júlíus Júlíusson, Finnbogi Marinósson og Friðrik V Karlsson. Sitjandi Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents- Stíls, Baldvin Esra Einarsson, eigandi Kimi Records.


mbl.is Blómleg útgáfa bóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Júlli minn - með nýju bókina þína/ykkar Friðriks   Ég ætla rétt að vona að maður fái áritað eintak í julegave - he he..

Til lykke,

þín Áslaug

Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott, til hamingju

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frábært framtak,og við ættum að taka ykkur til fyrirmyndar og gera eitthvað í þessum málum.

Guðjón H Finnbogason, 4.11.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

Til hamingju með bókina, skólabróðir, það verður frábært að kíkka á hana. Knús inn í daginn.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 5.11.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með bókina. Hlakka til að skoða hana.

Anna Guðný , 5.11.2008 kl. 11:17

6 identicon

Innilega til hamingju með þessa frábæru norðlensku (!) bók  

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:14

7 identicon

Já Júlli til lukku með bókina,magnað hjá ykkur

Kveðja Hófý Skúladóttir

Hófý Skúlad (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:02

8 identicon

Til hamingju með bókina! Ég hlakka mikið til að lesa hana! Spurning um að fá ykkur Friðrik til að kynna hana á Amtsbókasafninu???

Bestu kveðjur,
              Doddi

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband