Jólagulrætur - Nunnubollur - Hunangsvín og jólasnjór á Skeiði

100_1155Í gær fórum við fjölskyldan ásamt einum aukapjakki í skemmtilegan jólatúr á hinn árlega og afar skemmtilega jólamarkað á Skeiði innst inni í Svarfaðardal. Það snjóaði mikið, hvítt yfir öllu, snjókornin voru stór og mjög jólaleg. Börnin sáu Grýlu bregða fyrir í gegnum logndrífuna. Það var búið að setja logandi kyndla alla heimreiðina heim að Skeiði hjá Myriam og Ingimari. Þau reka litla vinalega ferðaþjónustu, markaðurinn er í litilli gamalli hlöðu og fjósi, þar var margt merkilegt til sölu, list, handverk og ýmislegt matarkyns. Nunurnar frá Akureyri voru með skemmtilegt borð100_1139, með ýmsum skrautmunym, handgerðum , kökum, ostabollum og sérstökum kalkúnafylltum bollum sem ég kann ekki að nefna, þær voru strýtulagaðar og ég kalla þær bara NunnubollurSmileÞær voru með hnetu og kókossmákökur skemmtilegt og öðruvísi bragð og lögunin á þeim var eins og jólastafur, skemmtilegt. Það sem okkur þótti áhugavert var alþjóðlegi og vinalegi blærinn á markaðinum, þarna voru Nunnurnar sem ég er ekki viss um þjóðernið, 100_1144stelpur frá Tékklandi og Slóveníu að selja smakk af nýbökuð Tékknesku brauði ( Bakaðar af kokkunum í Héðinsfjarðargöngunum sem er frá Tékklandi) og með þessu var staup af góðu hunangsvíni. Myriam á Skeiði sem á heiðurinn af þessum skemmtilega markaði er frá Þýskalandi og hún bauð uppá Stollen, smákökur og fleira brauð sem ég þekkti ekki, tvennskonar ilmandi heita glögg fram í fjósinu sem er búið að breyta í hlýlegan lítinn sal með eldunaraðstöðu, þar var síðan Ari í Árgerði með gítarinn og söng jólalög. Þar frammi var Anna Dóra á Klængshóli með gott fjallagrasabrauð, skemmtilega innpakkað100_1142, Domma á Klaufabrekknakoti var með jólasíld og rúgbrauð, inni var líka Ógga Sigga dásamlega fíflahunangaðið sitt, hlaup og sultur. Svo keypti ég poka af NÝUPPTEKNUM gulrótum hjá Sólu sem býr í hverfinu ofan við Húsabakka, hún og Friðrik hennar eru 100_1137með smá garð sem þau breiða yfir, þannig að þessar gulrætur sem ég keypti voru teknar upp úr jólasnjónum í gærmorgun og hljóta þá að vera jólagulrætur. Það var gott að vera þarna í gær, hlý og ljúfstemmning, okkur langaði helst bara að vera þarna fram undir dalsbotni þar sem að jólasnjórinn, ekkert gemsasamband og fjöllin há mynduðu hlýjan hjúp frá bullinu í landinu okkar. Fyrir utan húsið var búið að kveikja varðeld sem börnin horfðu dolfallin á og alls ekki tilbúin, frekar en við fullorðna fólkið að fara aftur í það sem einu sinni var kallað siðmenning.100_1149


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Júlli,

nú er ég aftur farin að slefa á lyklaborðið og tölvan nýkomin úr viðgerð, helfði alveg viljað vera að bruna um Svarfaðardalinn

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 11:08

3 identicon

Þekki þessa yndislegu tilfinningu að koma í jólahuggulegheitin á Skeiði, fórum þangað í fyrra í dásamlegu veðri, brakaði í snjónum og þessi ótrúlega fjólublá birta yfir Svarfaðardalnum...það eru bara svoleiðis stundir sem ég get viðurkennt að ég sakna frá landi ísa og elda...og svo auðvitað góðra vina.

Annars er stórhættulegt að kíkja hér á síðuna, brestur á hungur og slef...slurp. Hlakka til að fá þig og Grétu þína til okkar - fara með þig í danska grænmetis og kjötborðið og elda...elda...elda  

Hilsen og knus i hus,

Ása og strákarnir.

Ása í Helluvaði (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:41

4 identicon

Mmm hljómar yndislega, hefði sko verið meira en til í að kíkja heim í sveitina:)

Vala Dögg (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:47

5 identicon

...ég á ekki orð! takk kærlega fyrir orðina þína góða um jólamarkaðinn.

þetta var rósa gaman og á ég eftir að þakka öllum þátttekendum og

gestum! er enn að ná mig (á sunnudaginn mættu meira en 100 menn!

læt heyra meira í mig í "norðurslóð" og bið að heilsa í bili, dalakveðja frá

skeiði, myriam & fjölskyldan.

myriam dalstein (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband