Kannanir á síðunni

Í dag ætla ég að setja inn nýja könnun á bloggið. Undanfarið hefur verið könnum um besta fréttamiðilinn á netinu, hér á eftir kemur niðurstaðan úr þeirrii könnun sem tæplega 100 manns tóku þátt í. Einn miðill ber af það er dagur.net. Nú er það spurningin hvort að þetta segi eitthvað um þá sem skoða bloggið mitt, hvort að þeir séu hér að norðan að mestu eða það sem ég tel nú vera líklegast að dagur.net sé sá besti. Í næstu könnun ætla ég að gera könnum um hvaðan gestir bloggsins koma. Takið þátt

38%  dagur.net

21%   mbl.is
13%  vikudagur.is
9%    akureyri.net
9%    visir.is 5%    bb.is

1%   ruv.is

  

 


Nýr bæjarstjóri.

Stuð í bensíninu á Akureyri, í dag opna Atlantsolía sína fyrstu stöð fyrir utan stórreykjavíkursvæðið. Í fréttinni segir einnig frá því að samkeppnisaðili hafi verið að breyta stöð sinni á Akureyri í sjálfsafgreiðslustöð. Það finnst mér ekki góðar fréttir, ég vil hafa það þannig að ég geti keyrt upp að bensínstöð og fengið þjónustu..greitt með cashi eða gengið inn og greitt, jú það er ódýrara á sjálfsafgreiðslustöðvum, en ég tel að olíufélögin skuldi okkur það að þjónusta okkur á sama verði og er á sjálfsafgreiðslustöðvunum. En aðalmálið í þessari frétt fannst mér að bæjarstjórinn á Akureyri opnar stöðina og í fréttinni er hún nefnd "Sigrún Stefánsdóttir" ..Kannski að þær Sigrún Jakobsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir sem stýrir RUVAK, ríkisútvarpinu á Akureyri hafi skipt um starf..... það er alltaf verið að skipta um fólk þessa daganaFootinMouth ...ég bíð spenntur eftir að hlusta á RUVAK í dag og heyra hvernig S Jakobsdóttir stendur sig.

P.s. Strax eftir að ég setti inn þessa færslu....fékk Sigrun Björk Jakobsdóttir starfið sitt afturGrin
mbl.is Atlantsolía opnar bensínstöð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikhús framtíðarinnar.

Sonur minn sem er í öðrum bekk var að koma heim úr skólanum. Hann tilkynnti mér að hann og tveir bekkjarbræður hans ætluðu að stofna leikhús þegar þeir yrðu stórir..."alveg satt, við ætlum sko að muna það" Tveir þeirra yrðu leikhússtjórar, þetta yrði leikhús með ævintýra, grín og venjulegum leikritum. Fyrsta leikritið verður annað hvort Ronja Ræningjadóttir eða eitthvað sjóræningjaleikrit....og eftir smá þögn spyr hann mig...ef þú hefur tíma Pabbi getur þú þá hjálpað að smíða leikhúsið......Yndislegt...leiklistarframtíðin er björt á ÍslandiGrin

 

krakkar sandur

Annars var helgin mjög góð, róleg og fjölskylduvæn helgi að mestu. Það var spilað, farið á skíði og á sandinn og búnir til heilmiklir sandkastalar og stíflur, vöfflur hjá ömmu, göngutúrar og lambakjöt....var að vísu að Dj ast og stjórnaði grímubúningapartýi á laugardagskvöldið....eins og sjá má á myndinni var ég mjög sætur í búningnumkrakkar sandur2

 dracula


Hnefarétturinn

Ætli þeir í Ástralí hafi ekki séð Rocky myndirnar og viti ekki hvers megnugur kappinn er....mér finnst þeir kaldir að espa hann upp. Grin Hann er nú orðinn sextugur...efnið sem fannst gæti verið Viagra....var ekki sagt í fréttinni að þetta væri VAXTA hormón.Whistling
mbl.is Stallone í vondum málum í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleikaspurningakeppni II

Skellti þessu inn í gærkvöldi færslu um spurningakeppni sem ég nota stundum í góðum hópi....Sjá síðustu færslu.Hér koma svörin, útskýringar og nýjar spurningar:Grin

1. Sætt ( Sykurmolarnir )  -  Tré  ( Björk) -  Mundi - ( Pabbi hennar)  Tík ( Tappi Tíkarrass 
=   Björk Guðmundsdóttir.

2. Guð ( Guðjohnsen )- Fangelsi ( Árni Johnssen - Jurt ( Smári ) - Krossgátur ( Fylla í eyður) 
=  Eiður Smári Guðjohnssen.

3. Rauður ( Rauðhærður) - X íði ( Felixson ) - Rendur ( KR )- Lion Bar ( Enska bolta ljónið )
 =  Bjarni Felixson.

Svörin sett inn 13.03.
1. Fiskibollur frá Vestmannaeyjum( Grímsbollur)  -  Musso ( Hljómar líkt og eftirnafn Dorritar)  -  London ( Dorrit ) -  Látinn leikari ( Bessi Bjarnason /Bessastaðir)= Svarið var Dorrit en getur sannarlega líka átt við Ólaf.

2. Lordi ( Eurovision)  -  Sonur öruggs í þróttafélags ( Hjálm Týsson) - Atson ( Leðursmiðjan - Doktor ( DR Love)  =  ?  Páll Óskar

3. Blóð ( Rannsókanrefni) - Látinn lætur eftir sig (Erfða skrá) -  Vindur ( Kári)  -  Rakvél ( Kári er skeggjaður)= ? Kári Stefánsson í Erfðagreiningu.


Fáránleikaspurningakeppni.

Í gegnum tíðina hef ég farið með yfir 100 hópa í Óvissuferðir, oft var þátttakendum skipt í lið og keppt í öllu mögulegu. Eitt skiptið bjó ég til spurningakeppni sem sem var kölluð "Fáránleikaspurningakeppni" það átti að finna út nöfn á þekktum...

Plús í kladdann.

Þetta eru góðar fréttir. Það er ljóst að þarna hefur verið vel skipulögð aðgerð hjá lögreglunni og fá þeir plús í kladdann fyrir vikið. Vonandi verða fleir slíkar aðgerðir skipulagðar um allt land og ekki bara einu

Bakkabræður.

Ótrúlegt hvað svona atvik geta verið fyndin...þegar enginn slasast...stúlkugreyið hefur kannski hruflast aðeins á sálinni um stund..en það lagast fljótt. Tréð slapp við stóráföll...enda mætti ætla að þetta sé gúmmitré. Það hefði getað farið illa ef...

3 mín í fjallið og nóg af snjó.

Í þessum rituðu orðum erum ég og börnin komin í gallann...sólin skín, veðrið svalt og allir í janusnum sínum. Við eum búin að kúra og horfa á barnaefni í morgun. Það tekur okkur aðeins 3 mínútur að fara á skíðasvæði okkar Dalvíkinga, hér er búið að vera...

Elskulegi eiginmaður.

Samvkæmt nýrri skoðanakönnun er það ljóst að flokkarnir þurfa að huga að vel að konunum, sem allir eiga auðvitað ávallt að gera  en það verður fylgi þeirra sem ræður úrslitum þann 12. maí. .....Að lokum smá föstudagsgrín til þess að leggja áherslu á orð...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband