Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.

Hér er þessi og fleiri uppskriftir á ensku - Lítið á :)

 Nýtt rasp ! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla....einföld og góð uppskrift.
Rauðspretta
Það er alltaf gott að fá fisk með raspi. Ef við viljum fá heilsusamlegt rasp þá er úrvalið í verslunum ekki mjög mikið. Hér ætla ég að koma með nýja eigin uppskrift af góðu hollu raspi. Það er frábært að nota það á fisk og ekki verra að setja það á léttbarðar kjúklingabringur. Fiskurinn sem ég er með í þessari grein er Rauðspretta.  Fiskurinn og já eða kjúklingurinn er steiktur við meðalháan hita.
100_0991
Magn af hverju fer eftir smekk hvers og eins og hver og einn getur í raun aukið sitt uppáhald.

1 skammtur Kjúklingabaunamjöl
1 skammtur Heilt bókhveiti
1 skammtur Risa hafraflögum
1 skammtur af möndlum
Karrý, salt og pipar eftir smekk.
100_0996
Ég er mjög hrifinn af karrýi (Sjá mynd) sem fæst í Heilsuhúsinu, það er afar bragðgott, hollt en dýrt. Kjúklingabaunamjöl, bókhveiti og hafraflögur fást m.a í heilsuhorninu í Nettó, Heilsuhúsinu og stundum í heilshornum Samkaups Úrval.
100_1035
Allt sett saman í matvinnsluvél, þar til að áferðin er orðin ykkur að skapi. Sumum finnst gott að hafa hana aðeins grófa. Mér finnst gott að finn aðeins fyrir  bókhveitinu.
100_0951
Yndislegur og spriklandi fiskurinn á eldhúsbekknum hjá mér mmmmmm

Fisknum er velt upp úr þeyttu eggi úr hamingjusömum hænum.Fisknum velt upp  úr dásamlegri og hollri rasp blöndunni og steiktur á pönnu. Mæli með brúnum hrísgrjónum, fersku salati og sítrónubátum.

Verði ykkur að góðu.

P.s. Var að prófa þetta með kjúklingbringum....mmmmmjög gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef prófað mig áfram með allsskonar svona gúmmilaði og þetta
er afar gott.
Búðarrasp heillar mig ekki, er ég var að ala upp mín börn þá hirti ég alla brauðafganga ristaði þá í ofninum og setti svo í hakkavélina Ola komið fínasta rasp sem kostaði bara það sem hefði annars farið í ruslið.

Takk fyrir flotta síðu.

Kveðjur úr Reykjanesbæ

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband