Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Örlítiđ matarbođ - Höbbđingjar í heimsókn

100_2681Fyrir viku síđan fengum viđ Gréta góđan hóp í kvöldmatarbođ, ţetta voru Friđrik V. og frú, Hallgrímur Yfirkokkur á FV. og frú og Finnbogi ljósmyndari og frú. Ég ákvađ ađ gera tilraunir og búa til nýja rétti sem ég hafđi ekki prófađ áđur....alltaf gaman af áskorunum.
Ég hafđi áđur sent snillingunum hjá Vífilfelli matseđilinn og lét ţá velja vínin međ matnum, ţađ heppnađist mjög vel..mmmm.tosti_asti

 Í fordrykk var bođiđ uppá ferskt og sćtt freyđivín ...mjög gott. Fyrsti réttur vatnsdeigsbolla, fyllingin: Ţeyttur rjómi og í hann var blandađ hrćrt avacado, lime safi, og mixađur hvítlauksristađur humar međ steinselju.100_2666  Međ fyrsta og öđrum rétti var drukkiđ hiđ skemmtilega og afar ljúffenga Leon Beyer Riesling 2007 passađi mjög vel viđ.riesling Annar réttur: Sushi platti međ 5 bitum, fyrir miđju var Nigiri međ túnfiski, bleikju og ţorski og síđan voru ţrír bitar Maki rúllur, einn međ surimi krabba,annar rúllađur međ sojablađi og innhélt léttsaltađan saltfisk kryddađan međ Kerlingareyra ( Íslenskt ţarakrydd ) ţriđji rúlla međ Tatchiki túnfisk ofan á, síđasti bitinn var kúla, grjón, birkireyktur lax, gúrka og graslaukur.100_2670 međ ţriđja rétti var drukkiđ Morande Sauvignon Blanc 2007 Ţriđji réttur Smjörsteiktur smokkfiskur (Snilldarsmokkfiskur frá Sigga á Pioneromóti)međ mandarínuolíu, Kiwi og Marokkógrjónum. 

 Fjórđi réttur: Léttsaltađir ţorskhnakkar frá O. Jakobsson, einstakt hráefni. Fiskurinn settur í ofn í 5 - 7 mín penslađur međ góđri ólífuolíu, borinn fram međ grófu salsa: Tómatar bátaskornir, basilíka, steinselja, góđ olía, furuhnetur smátt skorinn hvítlaukur og örlítiđ salt ţessu blandađ saman og látíđ bíđa í ísskáp í 1 klst. Réttinn bar ég fram á ţessum g100_2676ullfallegu og skemmtilegu K glersdiskum frá Siggu og Bjössa ( Stjarnan.net) Fimmti réttur. Ţennan rétt kallađi ég "međ tvo til reiđar"  ...hestur á ţrjá vegu. Ég sauđ viđ vćgan hita góđan vöđva af reyktu folaldi og skar hann til í fallega teninga, ţeir voru svo bornir fram í skál međ grćnmetiskremi: sođnar rófur, gulrćt100_2678ur, kartöflur og sćtar kartöflur sett í matvinnsluvél međ smá sođi bragđbćtt međ örlitlu salti, Agave sírópi og múskati, kremiđ sett i botninn á skálinni, bitunum rađađ ofan á og hrá rófa rifinn yfir...ath borđađ međ skeiđ. 100 gr biti af hrossalund, létt saltađur og piprađur og djúpsteiktur í deigi međ LAVA 9,4 prósent mjög dökkum bjór frá Ölvisholti, borinn fram međ olíu og salti og sítrónu, ađ lokum teryaki marinerađur hálf hrár biti (Kaldur) af hrossafillet, borinn fram međ ferskri fíkju. ( Myndin tekin eftir ađ byrjađ var á réttinum) Međ saltfiskinum og hestinum var drukkiđ mjög gott rauđvín Morande Merlot Grand Reserve . Ţađ má sannarlega mćla međ öllum ţessum vínum frá Vífilfelli enda gestirnir sem kunna sitthvađ fyrir sér mjög ánćgđir. Ţess má geta ađ freyđivíniđ sem viđ drukkum í fordrykk var hugsađ međ eftirréttunum en ţar sem hér var til flaska sem undirrituđum100_2682 áskotnađist á Michelin veitingastađ á Ítalíu vegna gorms sem fannst í matnum, ţar sem ađ sumir í ţessu matarbođi voru viđstaddir á Ítalíu og ég búinn ađ lofa ađ hún yrđi ekki opnuđ nema ađ ţeim viđstöddum og viđ gott tćkifćri...nú var komiđ ađ ţví og mér fannst rétt ađ hafa ţetta úrvals Marsalavín međ eftirréttinum ( Vonandi fyrirgefa Vifílfells menn mér :) ) breytinguna. Eftirréttirnir: 100_2684Djúpsateiktur banani í Panko raspi međ rjóma og karmellusósu og síđan Semi Freddo (Ís) međ gráfíkjum...mjög gott....og kaffi međ. Ţađ er mjög skemmtilegt ađ fá áhuga og atvinnufólk í matreiđslu í mat til sín, elda og spjalla...algjör snilld. Ţetta var Grand reservaskemmtilegt kvöld međ skemmtilegu fólki. Eftir ađ eftirétturinn hafđi runniđ ljúflega niđur. Báđu gestirnir um orđiđ og ţá hófst ţvílíka gjafaflóđiđ og ég var svo heppinn ađ vera leystur út međ ALVÖRU kokkagalla merktum mér...Já sćll.......ekki nóg međ ţađ heldur fengum viđ ógeđslega flotta K glers sushi diska (Siggaog Bjössi), Halli kokkur fékk bók, Finnbogi gamla raritet vínilrokksafnplötu, stelpurnar snyrtibuddu međ einhverju dúlleríi í og já viđ fengum ađ auki frá Finnboga stórsúpupottatröppu og hvítvín frá Halla...segiđi svo ađ jólin séu ekki allt áriđ....enda var mjög jólalegt um ađ litast fyrir utan gluggan......svo var sest til stofu međ ískaldan Viking gylltan og áttum ţar gott spjall um allt nema pólítik..yndislegt.
100_2691
P.s Ég er búinn ađ bíđa međ ţokkalega langa fćrslu sem er nokkurskonar matardagbók s.l  rúmlega tveggja mánađa...vonandi er hún á nćsta leiti og ađ lokum vil ég ţakka öllum sem hafa haft samband og ýtt á mig viđ skriftirnar hér...já og skammađ mig fyrir letina....ég verđ ađ bćta mig :)


Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Feb. 2023

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband