Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Faglegt, fallegt, fróðlegt, frumlegt, feykifjörugt og freyðandi á Friðriki fimmta.

Fyrir rétt rúmu ári síðan skrifaði ég smá grein með yfirskriftinni "Matarupplifun ársins" eftir að hafa notið í fyrsta skipti nýársgalaveislu Friðriks V. 1. janúar s.l vorum við hjónin svo heppin að njóta þessarar dásemdar 100_1764veislu í annað sinn. Veislan í ár var skemmtilega öðruvísi en alls ekki síðri en áríð á undan. Í þetta sinn var ég með myndavél og skrifblokk meðferðis og tók myndir af öllum réttum.  Það var afar hátíðlegt og vel tekið á móti gestunum er þeir mættu í fallegu veðri á nýársdag á hinn rómaða veitingastað Friðrik V. á Akureyri, enda þjónustulundin og gestrisnin ávallt með allra besta móti þar. Freyðandi og ferskur fordrykkur snerti gestina í forstofunni og spennan óx. Nú bauð Arnrún Magnúsdóttir konan á bakvið Friðrik V. og Friðrik sjálfan gestum að ganga til borðs og við þeim blasti fallega skreyttur salurinn hlaðinn borðbúnaði.100_1766 Það fyrsta sem fram var borið var smjördeigssnúður með ferskum kryddjurtum. Fyrsta vínið var  Carlou Sauvignon Blanc, Chardonnay, Viogner. Hess/Glen Carlou, Pearl South Africa. Þetta skemmtilega og ávaxtaríka vín passaði glettilega vel með fyrsta réttinum/Lystauka Rækjukokteil 2009 á köldum klaka. Skemmtileg útfærsla á hinum sígilda rækjukokteil, borin fram á klakaskál. Dill, lime, granatepli og Akurhænuegg á toppnum. Rétturinn og vínið setti mann svo sannarlega í matargírinn og maður beið spenntur en þolinmóður eftir hvað gerðist næst. Kælt rauðvín ! Voga, Merlot, Cabernet sauvignon, Shiras, Pinot Noir. Trentino/Veneto, Italy. Það kom á óvart hvað vínið var ferskt og berjabragðið kom vel 100_1771fram í kældu víninu......og líkt og í síðasta rétti pössuðu rétturinn og vínið vel saman. Þá var komið að fyrsta rétti eins og meistarinn sjálfur Friðrik V, tilkynnti ( hann kynnti alla rétti á hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt. Laufabrauðs taco með þurrkuðu hangikjöti og grænu-bauna kremi. Brilljant hugmynd, skemmtileg og gestirnir veltu honum fyrir sér og ræddu málin. Kjötið var af innanlærisvöðva og þurrkað í eitt ár. Baunirnar voru maukaðar og með þeim var síuð súrmjólk. Rétturinn bragðaðist fullkomlega og samsetningin og hugmyndin fleyttu réttinum upp í hæðstu hæðir.100_1779 Næst fengum við dökkt, frekar sætt brauð með rúsínum. Viðbitið sem var á borðum á þessu fyrsta kvöldi á nýju ári á hugsanlega nýju Íslandi var íslenskt smjör hrært saman við alvöru KEA skyr....mjög gott. Vínið með næsta rétti var það sama og síðast, rauðvínið Voga en nú var það ekki eins kalt. Áhugavert var að fylgjast með hvað vínið breyttist við annað hitastig. Þá mætti hreindýr á svæðið, tarfur (88 kg) sem að Áskell 100_1788Gíslason veiddi á svæði 2 (Veiðileyfi 1379) .......þetta var hreindýr á fjóra vegu eða fjórir mismunandi smáréttir úr dýrinu góða og allt notað.  Efst til vinstri, guðdómleg hreindýralifrakæfa með rabbabara og rúsínusultu....efst til hægri tær súpa búin til úr beinunum....óvænt og nýtt bragð þar á ferð. ...neðst til vinstri hreindýralundar Carpaccio með villtum jurtum og lundinni skotið í smá sprek/reykingu í örskamma stund, parmesan ostur borin fram með......og neðst til vinstri ...var hjartað úr dýrinu góða soðið og kryddlegið, algjörlega unaðslegt. Nú var skenkt hvítvíni í næstu glös,Clay Station Viognier. Delicato, Lodi Californina USA100_1799. .....og þjónarnir héldu áfram að halda áfram færa okkur dásemdir. Niðursoðinn humar með ferskum kryddjurtum og gæsalifur. (Borin fram í sjóðheitri smellukrukku) Þessi réttur var að mínu mati annar af tveimur bestu réttum þessa kvölds (Verð samt að geta 100_1792þess að það er mjög erfitt að nefna einn, tvo eða þrjá bestu rétti)  Áður en að krukkan var borin fram fengum við mjög gott, hvítt kryddað brauð (svona eitt lítið muffins) og óvænt en virkilega gott og gæðalegt tónlistaratriði. Þrjár alt raddir ásamt undirleikara úr Hymnodiu komu fram og bræddu hug og hjörtu viðstaddra og ýttu undir að við værum stödd í draumaheimi matar og tónlistar........en aftur að krukkunni góðu í henni var humar og frönsk gæsalifur, pepperino ostur, truffluolía og  soð af íslenskum leturhumri.....saaatttttattta...mmm virkilega gott.100_1815 Næst fengum við hið afar fallega á litinn og bragðskemmtilega hvítvín Gewurztraminer Léon Beyer, Alsace France. Svo kom ilmandi rétturinn, Trufflu risotto með norskri hörpuskel (Tromsö) Norður ítölsk útfærsla Kröftugt en afar bragðgott rísotto með stífmjúkri, ferskri og rétt steiktri hörpuskel og ljúf truffluolían sem flaut ofan á lék skemmtilega við tungu og bragðkirtla. Nú var komið að því að standa, anda........ og fá 100_1818Sólberjasorbet úr Munkaþverárstræti á Akureyri. Ferskur með góðu sólberjabragði.....nauðsynlegur til þess að hrista upp í og hreinsa bragðlaukana og fæðusellurnar í litla heilanumSmile Nú var kjöt í loftinu, vínið var rautt...Brunello di Montalcino, Sangiovese Castellani, Toscana, Italy....svo kom hann kjötdiskur kvöldsins og að mínu mati besti rétturinn, þó virkilega erfitt sé að taka einhvern einn rétt út. Frönsk andabringa frá Périgord með möndlukartöflukrókettu og rauðvínsgljáa.100_1828 Bringurnar  hreinlega töluðu við mann á skýrmæltri frönsku...mmmm fullkomnar. Möndlukartföflurnar voru frá Gröf II í Eyjafjarðarsveit, gulræturnar úr Fnjóskadal, soðnar i Svarfdælsku fíflahunangi, baunirnar voru franskar. Fuglinn var í ofni í 2 & 1/2 tíma. Nú var nýtt glas sett á borðið og sætvíni hellt í , Morandé Late harvest, Sauvignon Blanc. Casablanca Valley Chile.....eftirréttir á næsta leiti. Næst var borinn fram einn frumlegasti og athyglisverðasti 100_1856efriréttadiskur sem fram hefur verið reiddur hér á landi og víðar. Ávaxta sushi.Fjórir bitar, Mandarínu, epli og kanil, jarðaberja og Ananas og minta/Kalfornina Lush. Kirsuberjasósa (Sojasósan), pistasíumarsipan(Wasapi) marinerað Mangó (Engiferið)....þessi eftirréttur verður seint toppaður, fallegur, frábær hugmynd en umfram allt virkilega góður...10 +. hér heldur einhver að veislunni hafið lokið....neibbbb. Nýtt glas og nú kom hrikalega góður púrtari/portvín/PúrtvínSmile Nieport 2001 - Portugal. .....og í kjölfarið Súkkulaðikombó. 100_1877Hvítt súkkulaði Brulé, súkkulaði' frá Sviss...eða var það Belgía ?, Súkkulaðimús í dropa, baunin upprunin frá Ghana, Súkkulaðiís á Bambus með þurrkuðu epli, 54 % súkkulaði og baunin upprunnin frá Equador, og að lokum 100% súkkulaðikaka í krukku, allir réttirnir algjört dúndur nema þessi 100 % ...kakan í krukkunni, sennilega er það bara ég sem er ekki hrifin af 100_1883svona 100% súkkulaði. Að lokum Kaffi og Petit fours, fyrst var borinn fram þessi (Sjá mynd) þessi skemmtilegi svarti kassi og í honum leyndust 6 tegundir af handgerðum konfektmolum...hver öðrum betri.Þessi kvöldstund var hrein unun í alla staði þjónusta, skemmtiatriði, viðmót allt 100%.....og undrin sem gerast hjá snillingunum í eldhúsinu er engu lík og enginn nema sá sem upplifir getur verið með í umræðunni. Fagmennska, áhugi og handverk uppá 10 +...Þúsund þakkir fyrir mig og mína....og ég spyr bara hvar endar þetta ?


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband