Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Við vorum eins og krónan...kolféllum fyrir.....

mALBECK MORAS......rauðvíninu sem við smökkuðum. Um helgina hittist hluti af rýnihóp matarsíðunnar. Ég eldaði nokkra fiskrétti sem ég ætlaði að birta myndir og uppskriftir af....en myndirnar þær fóru nú því miður fyrir bí Frown og því segjum við aðeins frá réttunum og gerum vínunum góð skil.
1. Bleikjucarpaccio, steinselja, lime, púrtvín, chilli, salt og pipar
2.  Fiskisúpa. Hrár fiskur: bleikja,þorskur og rækjur, laukur, hvítlaukur, ferskur chilli sett í matvinnsluvél með örlítilli olíu og vatni bætt smátt útí til að fá fínan jafning. jafningurinn settur í pott, rjóma, klípu af rjómaosti bætt úti, kryddað til með karrýi, salti og pipar látíð sjóða í 5 - 8 mín. Borið fram í litlum bollum.
3. Innbökuð (Smjördeig) bleikjameð gorgonsola osti. Borið fram með soðnum gulrótum, sætri kartöflu og örlítilli sítrónuólífuolíu.
4. Smjörsteiktur Túnfiskur. Smjöri og sojasósu blandað sama á pönnu, hliðunum á túnfisksteikunum velt upp úr fínu heimagerðu krydduðu brauðraspi að eigin vali. Borið fram með fersku salati og kaldri kartöflu ( Rammíslenskt smjör með kartöflunum fyrir þá sem vilja...og hver vill það ekki ? )
5. Súkkulaðikakaa la Gréta mín...og rjómi í eftirrétt.

Við smökkuðum tvö gæðavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt: Notuðum að sjálfsögðu töfraglösin frá www.fastus.is - sjá færslu neðar.riesling
Hvítvínið Léon Beyer Riesling 2005.  1490 í ríkinu. Við rýndum í vínin á áhugamannsins hátt og hver og einn tjáði sig. Fyrir mér var hvítvínið forvitnilegt og nýtt, það var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar þegar ég smakkaði það. Það hentaði vel með millisterku bleikjucarpaccioinu og ég er spenntur að prófa það t.d með sterkum austurlenskum mat.

Rýnir 7: Þurrt, aðgerðalítið en ferskt, hentar vel með fiski og léttum réttum, höfðar ekkert sérstaklega til mín.
Rýnir 8:Lyktin af ávöxtum og sýru, bragð af greip og ferskjum. Milliþurrt, skemmtilegt hvað bragð og áferð breyttist eftir því hvað var borðað með víninu.
Rýnir 1: Þetta er vín sem ég drekk ekki oft og er vön sætari vínum, vínið er ferskt og örugglega gott með ostum. 
sleifsleifsleif sleifar.


Rauðvínið - Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Þetta vín var borið á borðið með túnfisksteikinni. Þetta var skemmtilegt, það er svo gaman að láta koma sér á óvart og það fór um mann fiðringur strax við að lykta af víninu. Haust, ber, leður, traust og ánægja. Vínið átti mann allan og það var gaman að drekka það. Það var eins og að bragðið væri á tveimur, þremur eða fleiri hæðum, klárlega með betri rauðvínum sem ég hef bragðað. Væri ábyggilega snilld með grilluðu hrefnukjöti eða svartfugli....kæri lesandi þú verður bara að prófa.

Rýnir 7:Mjög gott  vín með bragðmiklum mat, góð fylling og örugglega gott með kjötréttum og grilluðum mat. Þétt og gott vín. Berjakeimur,krydd, ávaxtakeimur þá helst pera og eik...eitt af mínum uppáhaldsvínum
Rýnir 8: Lykt: kaffikeimur, bragð: fíflamjólk, mjög bragðgott, nöguð (blaut) leðurreim.
Rýnir 1: Hrikalega gott, lyktar vel og bragðast enn betur. Fullt hús
sleifsleifsleifsleif 1/2 sleif.


Áhugamaðurinn gefur sleifar - Krua Siam

100_0643Í gærkvöldi fórum við hjónin í leikhús í Rýmið hjá LA til þess að sjá Dauðasyndirnar, algjör snilld sem ég segi frá síðar. Við ákváðum að fá okkur eitthvað létt að borða á undan og fyrir valinu varð Krua Siam tælenskur staður við Strandgötuna á Akureyri. Það hafa margir staðir verið til húsa þarna, en þennan höfum við ekki komið á. Staðurinn er með heimsendingu á mat og einnig er hægt að sækja, þannig að það var töluvert af fólki á ferðinni og starfsfólk að svara í símann, en þetta er bara þannig staður. Matseðillinn er fjölbreyttur og verð nokkuð gott, matseðillinn sjálfur mætti vera vandaðri, myndir frekar óskírar og verðin handskrifuð á límmiða yfir myndina...en kannski er þetta bara heimilislegt.100_0646Við vorum boðin velkomin á hlýlegan máta og þjónustan var ljómandi góð. Við tókum sitt hvorn réttinn og rauðvínsglas með (2 litlar Lindemans flöskur ) sem hæfði vel. Ég fékk mér Satay svínakjöt á pinnum og Gréta fékk sér kjúkling með Cashew hnetum og grænmeti, með báðum réttum fylgdi diskur með hrísgrjónum og örlitlu af rifnum gulrótum og hvítkáli. Báðir réttir voru afar bragðgóðir og ljóst að það eru kunnáttumenn í eldhúsinu. Þetta kostaði fyrir okkur bæði með víni 4600 kr sem verður að teljast hagstætt eða hvað ? Krua Siam fær
sleif sleif sleif og 1/2 sleif.


Harðskafi

Ég er nýlega búin að heyra nokkrar útgáfur af orðinu "Harðskafi"og ég veit ekki hvort að það tengist því nokkuð hvað ég var að hugsa um í morgunsárið, en þegar ég las fyrirsögnina hér á mbl.is  " Harðfiskur og kynlíf "á grein um annars áhugaverða sýningu Jónu Hlífar datt mér í hug harðskafi. Flestir þekkja orðið frá bókinni hans Arnaldar Indriðasonar sem kom út um jólin í fyrra. Á Vísindavefnum kemur eftirfarandi fram: " Örnefnið Harðskafi er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:
  • Fjall upp af Eskifirði.
  • Bratt og hátt hamrafjall með gróðurlitlum hlíðum fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.
  • Hæð eða lágur hryggur í Hlíð í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu.
  • Þverhnípt, slétt berg, gráleitt á að sjá í Suður-Hvammi í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
  • Í túninu í Holti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.

    Samkvæmt nýjustu orðabók merkir orðið harðskafi ‚lélegt fóður eða fæði‘, en harðskafatún ‚tún með hörðum og þurrum jarðvegi‘. Lýsingarorðið harðskafalegur er haft í merkingunni ‚hrjóstrugur‘ eða ‚harðneskjulegur‘ (Íslensk orðabók). Tvö samsettu orðin eru merkt Austfjörðum í Orðabók Sigfúsar Blöndals. Nafnið Harðskafi kemur fyrir í Hálfs sögu og Hálsrekka.

    En þar sem að þetta er nú matarblogg þá ætla ég að koma að enn einum harðskafanum og ekki þeim sísta. Harðskafi er harðfiskur og íslenskt smjör blandað saman og t.d smurt á flatbrauð. (Sjá hér um matarferð á Breiðafirðinum) Niðurstaðan er semsagt þessi mér datt harðskafi í hug vegna harðfisksins en ekki vegna kynlífisins.Cool ...og þetta er sko sannarlega ekki lélegt fóður.

    Í gærkvöldi borðaði ég á Krua Siam á Akureyri og í dag kemur smá grein, myndir og sleifagjöf.

mbl.is Harðfiskur og kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungrið hverfur....sykurinn sækir á.

Það væri skemmtilegt að skreppa til borgar óttans um helgina og líta á þessa áhugaverðu sýningu og fyrlesturinn sem er á laugardag Errm .  eldabuskaFélagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga 20 öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins. Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.

Efnisflokkar sýningarinnar eru: reykviska_2

Aldarbyrjun - Fiskibærinn Reykjavík
1900-1930 Höfuðborgin - gluggi til annarra landa
1930-1940 Aðeins íslenskt
1940-1960 Hungrið hverfur, sykurinn sækir á
1960-1975 Neysluþjóðfélag í sókn
1975-2000 Matur frá víðri veröld
Aldarlok –Sérkenni reykvíska eldhússins


Súpa sem yljar um hjartarætur á svölu skammdegiskvöldi

_MG_0473

Þá er komið að súpuuppskriftinni frá áhugamanninum og myndum frá fiskisúpuveislu stelpnanna á miðju gólfi í fiskverkunarhúss. Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með þá er þetta uppskrift úr matreiðslubók sem kemur út í lok október og heitir Meistarinn og áhugamaðurinn. Þar leiða saman hesta sína Meistarinn Friðrik V á Akureyri og áhugamaðurinn frá Dalvík(Undirritaður). Finnbogi Marinósson ljósmyndari í www.dagsljos.is á Akureyri er myndasmiður. Á hverri opnu í bókinni er uppskrift úr sama hráefni, meistarans vinstra megin og áhugamannsins hægra megin._MG_0409  Ég fékk að fara inn á gólf í fiskverkunarhúsi O. Jakobsson á Dalvík til að taka myndir fyrir bókina og hafði lítið stelpuboð. Það var strákaboð þegar kræklingurinn var myndaður, sjá færslu neðar. Stelpurnar voru Gréta, Arna, Jóhann, Ester og EllaSmile  Það verður spennandi að sjá hvernig súpu meistarinn framreiðir í bókinni góðu. Hér er svo uppskriftin:

Vetrarfiskisúpa Dalvíkingsins.

Súpa sem yljar um hjartarætur á köldu vetrarkvöldi og kallar fram tilfinningar og löngun til að ræða málin. Gott er að hafa með þeyttan eða sýrðan rjóma og gróft brauð með heilum fræum.

Fyrir 6 – 8 manns.
600 gr bleikja, skorin í bita
400 gr humar
200 gr rækjur
2 laukar, smátt skornir
8 – 10 hvítlauksgeirar, smátt skornir
4 – 6 gulrætur (um 300 gr), skornar í sneiðar
1 chillípipar, kjarnhreinsaður og saxaður
1 – 2 msk söxuð fersk basilíka
8 – 10 sveppir, skornir í bita
1 dós bitaðir tómatar með oregano og basil, 400 ml_MG_0460
4 dl kókosmjólk
4 dl rjómi
1 fiski- og 1 sveppateningur frá Knorr í 400 ml af vatni
1 dós rækjusmurostur, 300 gr
2 dl hvítvín1 – 2 msk púrtvín
2 – 3 msk kurlaður ananas
1 stk paprikuduft
2 tsk esdragon
1 msk mango sósa, Exotic food
1/2 kúrbítur, skorinn í bita
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk.
Salt eftir smekk í lokin en hóflega þó
Ólífuolía

_MG_0441Laukur, hvítlaukur og gulrætur brúnað í ólífuolíu í potti. Chilliípipar, basiliku og sveppum bætt út í ásamt tómötum, kókósmjólk, soði og rjóma. Hitað að suðu. Paprikudufti, esdragon og mango sósu, smurosti, hvítvíni, púrtvíni, kúrbít og ananas bætt í og látið malla í 20 - 25 mínútur. Að lokum er fisktegundunum þremur bætt í. Potturinn tekinn af hellunni eftir 4 mínútur og látinn bíða í  5 – 8 mínútur. Piprið súpuna eftir smekk, jafnt og þétt, og verið ekki feimin við kvörnina.

  


ABBA, Rifsber, berjahlaup, og lífið fer í hringi

100_0579Þegar ég var smá gutti og fjölskyldan bjó í Höfn (Hús á Dalvík sem ég er oft kenndur við) Þá átti Gummi bróðir plötu eða kassettu með ABBA sem oft var spiluð og örugglega í berjahlaupsgerð, fjölskyldan týndi oft ber og það var búin til saft og hlaup. Núna um helgina bauðst okkur að týna rifsber hjá samstarfskonu Grétu minnar, takk fyrir það Bergljót. Í gær var svo búið til Rifsberjahlaup.....en það sem var dálítið magnað og setti af stað þægilegar minningar Deja vú eða hvað sem það er nú kallað var ABBA, já hér á þessu heimili hefur hljómsveitin ABBA verið spiluð DÁLITIÐ MIKIÐ síðan að fjölskyldan fór í bíó á Mamma Mia og 6 ára dóttir mín syngur hástöfum með.100_0583 ABBA og berjahlaupsgerð......lífið breytist kannski ekki eins mikið og við viljum halda sami fílingur um 30 árum síðar.Wink 

Ég set inn myndir af nýtíndum berjum, berjum í pottinum og þegar hlaupið er komið í krukkurnar.  

Uppskrift.

1 kg ber ) (Með stilkum og eitthvað af laufum)
1/2 l vatn
Soðið og stappað í c.a. 15 mín
Síað vel í gegnum taubleiu
1 lítir af berjasafa
1 kg sykur
Soðið í 25 mín
Veiða syrjuna ofan af og hella í krukkur.100_0593

Í þessari uppskrift er ekki notaður hleypir, stilkar og lauf eiga að koma að sömu notum.

Mér finnst nauðsynlegt að eiga rifsberja sultu í ísskápnum t.d. fyrir osta og kex og í sósur.


Sítrónuolínan feykir léttu kvöldsalatinu á flug

100_0568Sítrónuolían sem ég keypti í Reykjavíkurskottúrnum um daginn er algjör snilld. Í fyrradag gat ég ekki beðið lengur með að prófa hana út létt kvöld túnfisksalat. Tók úr ísskápnum íssalatið góða frá Lambhaga, steinselju, gúrku, döðlur, sauðaost og bita af Gorgonzola ostinum sem ég hafði keypt í sælkera(osta)versluninni á Skólavörðustíg. Bætti við þetta salti, furuhnetum, örlitlu af smátt söxuðu súrsuðu engiferi og ,túnfisk í olíu frá ORA. Setti ríflega helminginn af gróft rifnu íssalati í tvær aflangar skálar(Magnið á myndinni er ekki í samræmi við það sem í salatið fór - hlutföllin í salatinu eiga bara að vera eftir smekk. Smátt saxað engiferið, dassi af Maldon salti, litlir teningar af sauðaostinum, furuhneturnar (Ekki verra að rista þær), túnfiskurinn, sneiddar döðlur,flysjuð og langsumskorin gúrkan, gróft söxuð steinseljan, raðað ofan og dreift yfir í bland við restina af íssalatinu....og olíunni góðu "CITRON / LEMON "  frá Olivers & CO dreypt yfir, einu sinni inn á milli og létt yfir að lokum, þremur litlum bitum af Gorgonzola ostinum raðað efst...mmmm og gott er að drekka með þessu ískalt sódavatn, en enn betra er vel kælt örlítið sætt hvítvín. (Myndin af salatinu í skálunum eyðilagðist) Frown


Rækjuveisla í góðra vina hópi - Bjórgrillaðar rækjur

Góðan og vindbarðann daginnGasp

_MG_7803Þegar ég setti færsluna (Sjá neðar) um Kræklingaveisluna lofaði ég einnig rækju og súpuveislumyndum frá því að tökur á myndum fyrir Matreiðslubókina "Meistarinn og áhugamaðurinn" fóru fram. Bókin kemur út fyrir jólin, ég , Friðrik V og Finnbogi í Dagsljós á Akureyri gefum út. Þess má geta að Finnbogi er með frábæra ljósmyndasýningu á Glerártorgi á Akureyri þessa dagana._MG_7836
Myndirnar eru síðan vorið 2007 og eru teknar á pallinum hjá Auði og Palla í Svarfaðarbrautinni á Dalvík, gestir eru Tuffur og Bryndlar, saumaklúbbur og vinahópur okkar hjóna. En njótið mynda og rækjuuppskriftar áhugamannsins úr bókinni.

Grillaðar bjórrækjur

Þegar rækjur ber á góma er það helst rækjusalat,  fiskisúpa eða djúpsteiktar rækjur sem flestum dettur í hug. Það sem mér finnst mest spennandi ef maður nær í nýveidda rækju í skelinni er að handfjatla hana og bjóða hana þannig í köld _MG_7815salöt, hráa eða létt soðna. Þegar vinir koma saman og til stendur að setjast niður við kertaljós með hvítvíns- eða bjórglas í hönd, þá er róandi og gefur stundinni yfirvegaðan blæ að bjóða uppá grillaðar bjórrækjur með brauði og hnetusmjörssósu þar sem gestirnir pilla sjálfir á brauðið.  Það að pilla á brauðið sitt gefur hugarró og nýja óútskýranlega orku meðan hugleiðingar um lífið svífa yfir vötnum.

1 kg nýveidd rækja í skelinni
1 ds 500 ml gylltur Viking bjór
Sítrónuólífuolía_MG_7840
Maldon salt
4 - 6 ciabatta eða spelti brauð
4 sítrónur

Köld hnetusmjörssósa

2 msk hnetusmjör
2 msk majones
2 msk sýrður 18% rjómi
Safi úr ½ sítrónu
1 msk hlynsíróp
1 tsk sætt sinnep
Pipar

_MG_7828Rækjurnar skolaðar í köldu vatni og sigtaðar. Bjórnum hellt yfir rækjurnar og þær látnar liggja í leginum í 30 mínútur, sigtaðar og sítrónuólífuolíu dreypt yfir ásamt 1 tsk af Maldon salti. Rækjunum skipt í tvennt. Hvor hluti er grillaður við miðlungshita í grillgrind, rækjunum velt nokkrum sinnum en samt varlega. Grillið þar til að skelin fer að hvítna, 5 - 8 mínútur ættu að duga. Skerið sítrónurnar í báta og berið fram með rækjunum. _MG_7829Allt hráefni sósunnar sett í matvinnsluvél, piprað eftir smekk. Brauðið skorið í litlar sneiðar og þær léttgrillaðar. Rækjurnar settar á fallegt fat eða í skál. Sítróna kreist yfir. Matargestir pilla rækjurnar. Sósu smurt á brauðið og fallegri rækjunni raðað á. Sítróna kreist yfir eftir smekk (og kröftum). Ískaldur gylltur Viking eða sætt hvítvín skemmir ekki stemmninguna.

 


Tilraunakarfa úr Parmesan og hádegisköttur á fjölunum.

100_0553Á sunnudaginn var ég að laga til í drasli og fann hjá mér miða þar sem ég hafði verið að skrifa hugmyndir og fleira þar stóð "prófa að gera körfu úr Parmesan osti" Nú ég skellti mér í þetta í einum grænum. Hitaði ofninn og reif niður ost (milligróft) og setti í c.a. 12 cm hring á Tupperware bökunardúk. Bakaði svo þar til að ég sá að allur osturinn var bráðinn, ég held að það þurfi að passa að hann byrji ekki að dökkna, svona uppá bragðið og stökkleika. Tók plötuna út, kældi aðeins og setti á botninn á bolla, lét kólna og viti menn þarna var kominn osta skál sem gaman er að bera fram í hvað sem manni langar til. Ég vildi prófa, skellti sveppum, krabbakjöti, sítrónuolíu, pipar á pönnu um stund og skellti  körfuna ásamt timian og dönskum brie osti.


Í gær fór ég mjög óvænt í 15 klst ferðalag, Guðmundur vinur okkar var að skutla Au pair sem er hjá þeim á flugvöllinn í Keflavík og keyra síðan til baka, þar sem að hann var einn á ferð þá bauð ég honum mig sem ferðafélaga svona svo að honum leiddist ekkiTounge já eða svo að hann sofnaði ekkiSleeping . Lögðum af stað kl 04.30 og vorum komnir til Dalvíkur aftur um kvöldmat í gærkvöldi, að sjálfsögðu var rólega(löglega) ekið og stoppað í búðum og sonna. Fórum t.d í Ostabúðina (Sælkeraverslunina) á Skólavörðurstíg, keypti m.a Gorgonzola ost, ólífuolíu, heitreykta svartfuglsbringu. Það er eitt gott við þessa búð sem vert er að minnast á en það er hvað starfsfólkið veit mikið um þær vörur sem eru á boðstólnum, maður kemur ekki að tómum kofanum.
Okkur langaði að finna okkur eitthvað hlaðborð í hádeginu áður en við lagt væri í hann norður aftur. Eftir að hafa gengið í um 25 mín um 101 og ekki séð neinn stað sem bauð uppá hlaðborð komum við að Thorvaldsen og hittum þar tvo starfsmenn og spurðum um hlaðborð, nei þau buðu ekki uppá slíkt....en þau vildu endilega fá okkur inn og reyndu að veiða okkur með plokkara og íslenskri kjötsúpu og ekki bara einu sinni. það var enginn inná staðnum og ég velti því fyrir mér hvort að það sé komin kreppa í bransann og nú þurfi að veiða gestina innWoundering  
100_0558Við fundum hlaðborð á Fjalakettinum sem við skelltum okkur á. Verðið var 1640 kr á manninn ( Þjónnin vissi það nú ekki fyrst) 100_0555Á hlaðborðinu var að finna, grafinn frekar feitan eldislax, innbakað grænmeti í litlum rúllum, mjög góðar, aðkeypt pate, ágætt en vorum ekki vissir hvað var í því, ferskt salat, 3 kaldar sósur, sweet chilli, aioli og einhverskonar krydduð kokteilsósa, hrísgrjón með grænmeti útí, nýbakað gott brauð, sveppasúpa og grænmetissúpa, lasagna var ágætt, fiskréttur (Ýsa) var mjög góð meðlæti var einnig kartöflugratín sem var ekki gott, það var eitthvað bragð af því sem að við könnuðumst ekki við og var ekki gott. Í eftir rétt var ein tegund, álitleg súkkulaðikaka sem reyndist bara vera álitleg, við litum á hvorn annan og skildum ekki hvernig væri hægt að gera svona vonda köku, við skildum hana eftir100_0559. Matarsíða áhugamannsins gefur með góðum vilja hádegisverðarhlaðborði Fjalarkattarins 3 sleifar. Þess má geta að það var ekki vatn á borðinu, okkur voru ekki boðnir neinir drykkir, við sóttum vatnið sjálfir. En við vorum saddir og sæmilega sáttir

sleifsleif
sleif 

Töfraglös, smáréttir, skemmtilegt vín og góð stund

Matarsíða áhugamannsins hefur fengið til liðs við sig góðan rýnihóp. Sem í vetur mun hittast og prófa ýmsar vörur, mat, drykki, tæki og tól. Gefa einkunnir (Sleifar) . Hver og einn fær númer sem hann mun halda og því er hægt að fylgjast með t.d númer 2 í allan vetur hvað honum finnst um hvítvín. Hver og einn skrifar það sem honum finnst og er þetta gert að hætti áhugamannsins enda flestir ekki vanir t.d vínsmökkun.

100_0543Við hittumst í fyrsta sinn í gær ég og rýnar 1- 5. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, mikið spjallað og vöngum velt um mat drykk og glös og.....allt í einu var klukkan orðin tvö. Talandi um glös, aðalástæðan fyrir að við hittumst í gær var að prófa glös sem koma frá heildversluninni Fastus ( Sjá glasabækling á síðunni)Það komu smá skilaboð með glösunum, að taka okkar eigin glös og nýju glösin og hella jafnt í bæði og prófa bæði að lykta og drekka. Þetta var ansi merkilegt og kom okkur öllum á óvart. Glösin eru 40 c.l
Universal (framleiðandinn C&S). Það er hægt að nota þau bæði sem rauðvíns og hvítvínsglös. Þetta eru ekki nein venjuleg glös, þau voru  tvö ár í þróun. Vín smakkast klárlega betur í þessum glösum heldur en þeim glösum sem maður á heima. Við prófuðum tvö hvítvín og við gefum þeim einnig sleifar. ( Sjá stjörnu/sleifa gjöf áhugamannsins hér til hliðar ). Glösin henta vel eða nær eingöngu fyrir ungvín, rauðvín 5 ára og yngri og hvítvín 3 ára og yngri.

Um glösin.
100_0547
Glösin komu virkilega á óvart og það er alveg ljóst að glös skipta miklu máli þegar vín er drukkið, meðalgott vín verður bara aldeilis frábært í þeim. Fyrst fannst mér þau ekki vera falleg en er ég fór að horfa aðeins meira á þau og handfjatla þau fannst mér þau töff.
Rýnir 1: Magnað, vínið bragðmeira og ótrúlegur lyktarmunur.
Rýnir 2: Verulega mikill munur á lykt, vínið einfaldlega mikið betra þessum glösum.
Rýnir 3: Lítill ilmur og flatt bragð úr heimaglösunum en úr CS glösunum er mikill og þéttur ilmur, kröftugt bragð og lifandi vín.
Rýnir 4: Glasið gefur mun meira bragð, heimaglasið mun flatara, ótrúlegt alveg.
Rýnir 5: Flott glös, mun meira bragð og lykt, fann ekki bragð af víninu fyrr en ég smakkaði úr CS glasinu.
sleifsleifsleifsleif

Hvítvínin.

Santa ritaFyrra vínið sem við smökkuðum var Santa Rita 120 Chardonnay 2007 - Chile – umboð www.hob.is
Mér fannst vínið gott og mæli með því til að drekka eitt og sér hvort heldur sem fordrykk eða kalt á heitum sumardegi á pallinum. Það er einhver ferskleiki yfir því og það er hæfilega bragðmikið.
Rýnir 1: Vínið gott, svolítið rammt (þurrt) í byrjun.
Rýnir 2: Svaka ávaxtakeimur, fínt vín
Rýnir 3: Fallega gult, sætt og gott, heppilegt til að sötra á sólríkum degi eitt og sér.
Rýnir 4: Gott vín hóflega sætt og góð lykt
Rýnir 5: Gott vín.

sleifsleifsleif 

Vina solSeinna vínið sem við smökkuðum var Torres Vina Sol 2007 – Paradella – Spánn – umboð
www.kkarlsson.is
Þetta er skemmtilegt vín sem ég á örugglega eftir fá mér aftur og þá t.d með fiski. Blómailmur, ilmur af  ósnertu engi og ferskri ekki of þroskaðri peru. Gaman að drekka
Rýnir 1: Ferskt og gott vín, gott með smáréttunum.
Rýnir 2: Rennur vel í munni, létt og ferskt.
Rýnir 3: Þurrt og bragðmikið, ekta fiskivín endist vel í glasinu
Rýnir 4: Ekki eins sætt eins og ég bjóst við miðað við lykt. Mjög gott vín, kom mjög vel út með smáréttunum.
Rýnir 5: Gott, datt í hug saltaðar gellur með þessu.
sleifsleifsleif og 1/2 sleif

100_0541Þetta var skemmtileg byrjun og ég er spenntur fyrir næsta skipti og sjá hvernig þetta þróast. S
vona til að gera kvöldið enn skemmtilegra bjó ég til nokkra smárétti úr því hráefni sem ég átti til. Mér finnst mjög skemmtilegt og örlítið meiri áskorun að elda eða búa eitthvað til úr því sem er til, ekki alltaf að fara í búðina ef að eitthvað vantar, um að gera að leysa það öðru vísi. Ég var með kalda rétti, súkkulaðihúðuð jarðaber, djúpsteikt gróft kornabrauð: velti því uppúr eggi, fínt rifnum osti, smá salti og fíkju ediki, smápizzur: með fínt mixaðri steinselju, hvítlauk, svörtum sólþurrkuðum ólífum og smá af pipar…og ostur yfir, fíkjusalat: hið magnaða íssalat frá Lambhaga, jarðaber, furuhnetur, spænskur sauðaostur, ólífuolía og fínt saxað timian, ferskur túnfiskur: smjörsteiktir teningar með heimagerðu brauðraspi og salti sem ég keypti á Slow fish sýningunni á Ítalíu í fyrra “Sel rose de ´Himalayja”,  að lokum var ég með marineraðar ólífur með steini, sem mér voru færðar frá Brussel í s.l haust, ég hef ekki tímt að opna þetta fyrr en oft búinn að mæna á þær, þær voru biðarinnar virði.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband