Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Jólagulrćtur - Nunnubollur - Hunangsvín og jólasnjór á Skeiđi

100_1155Í gćr fórum viđ fjölskyldan ásamt einum aukapjakki í skemmtilegan jólatúr á hinn árlega og afar skemmtilega jólamarkađ á Skeiđi innst inni í Svarfađardal. Ţađ snjóađi mikiđ, hvítt yfir öllu, snjókornin voru stór og mjög jólaleg. Börnin sáu Grýlu bregđa fyrir í gegnum logndrífuna. Ţađ var búiđ ađ setja logandi kyndla alla heimreiđina heim ađ Skeiđi hjá Myriam og Ingimari. Ţau reka litla vinalega ferđaţjónustu, markađurinn er í litilli gamalli hlöđu og fjósi, ţar var margt merkilegt til sölu, list, handverk og ýmislegt matarkyns. Nunurnar frá Akureyri voru međ skemmtilegt borđ100_1139, međ ýmsum skrautmunym, handgerđum , kökum, ostabollum og sérstökum kalkúnafylltum bollum sem ég kann ekki ađ nefna, ţćr voru strýtulagađar og ég kalla ţćr bara NunnubollurSmileŢćr voru međ hnetu og kókossmákökur skemmtilegt og öđruvísi bragđ og lögunin á ţeim var eins og jólastafur, skemmtilegt. Ţađ sem okkur ţótti áhugavert var alţjóđlegi og vinalegi blćrinn á markađinum, ţarna voru Nunnurnar sem ég er ekki viss um ţjóđerniđ, 100_1144stelpur frá Tékklandi og Slóveníu ađ selja smakk af nýbökuđ Tékknesku brauđi ( Bakađar af kokkunum í Héđinsfjarđargöngunum sem er frá Tékklandi) og međ ţessu var staup af góđu hunangsvíni. Myriam á Skeiđi sem á heiđurinn af ţessum skemmtilega markađi er frá Ţýskalandi og hún bauđ uppá Stollen, smákökur og fleira brauđ sem ég ţekkti ekki, tvennskonar ilmandi heita glögg fram í fjósinu sem er búiđ ađ breyta í hlýlegan lítinn sal međ eldunarađstöđu, ţar var síđan Ari í Árgerđi međ gítarinn og söng jólalög. Ţar frammi var Anna Dóra á Klćngshóli međ gott fjallagrasabrauđ, skemmtilega innpakkađ100_1142, Domma á Klaufabrekknakoti var međ jólasíld og rúgbrauđ, inni var líka Ógga Sigga dásamlega fíflahunangađiđ sitt, hlaup og sultur. Svo keypti ég poka af NÝUPPTEKNUM gulrótum hjá Sólu sem býr í hverfinu ofan viđ Húsabakka, hún og Friđrik hennar eru 100_1137međ smá garđ sem ţau breiđa yfir, ţannig ađ ţessar gulrćtur sem ég keypti voru teknar upp úr jólasnjónum í gćrmorgun og hljóta ţá ađ vera jólagulrćtur. Ţađ var gott ađ vera ţarna í gćr, hlý og ljúfstemmning, okkur langađi helst bara ađ vera ţarna fram undir dalsbotni ţar sem ađ jólasnjórinn, ekkert gemsasamband og fjöllin há mynduđu hlýjan hjúp frá bullinu í landinu okkar. Fyrir utan húsiđ var búiđ ađ kveikja varđeld sem börnin horfđu dolfallin á og alls ekki tilbúin, frekar en viđ fullorđna fólkiđ ađ fara aftur í ţađ sem einu sinni var kallađ siđmenning.100_1149


Kvöldstund međ "Meistaranum og áhugamanninum"

m&a_vefbanner 

Sjónvarpslaust kvöld......eins og í dennIMG_0323.

Fimmtudaginn 13.nóvember á veitingastađnum  Friđriki V. Kl. 19.00 borđapantanir í síma 4615775, takmarkađur sćtafjöldi.5 rétta fiskimatseđill meistarans og áhugamannsins á ađeins  3.900 kr og 5.900 kr međ sérvöldum vínum frá Vífilfelli. Höfundar segja frá vinnu bókarinnar og fleira.
Tónlistaratriđi.Matargestir fá bókina “Meistarinn og áhugamađurinn” áritađa Á 35 % afslćtti._MG_0473Nöfn matargesta fara í pott og heppnir gestir fá jólakortaljósmyndatöku hjá Finnboga í www.dagsljos.is, gjafakörfu frá sćlkeraverslun Friđriks V., og áritađa bók.Kimi records verđa međ tónlistina sína á tilbođsverđi. Lífgađu uppá skammdegiđ –  Ţetta verđur kvöld međ skemmtilegu fólki,  góđum mat, hlýju, birtu og jákvćđni.


Blómlegir...Meistarinn og áhugamađurinn

Hér er grein Skapta Hallgrímssonar sem birtist í Morgunblađinu í gćr

Norđlenskt, já takk!

Meistarinn og áhugamađurinn er ný matreiđslubók Friđriks fimmta og Fiskidags- Júlla kemur út um helgina.

Júlli bókSjávarfang er viđfangsefni meistarans Friđriks V. Karlssonar og áhugamannsins Júlíusar Júlíussonar í norđlenskri matreiđslubók sem kemur út á nćstu dögum.Bókin heitir einmitt Meistarinn og áhugamađurinn; hráefniđ var ákveđiđ í sameiningu en síđan skildi leiđir ţar til allt var klárt; 42 uppskriftir eru í bókinni og ţeir elduđu hvor í sínu lagi án ţess ađ vita hvađ hinn hafđi í huga. Réttirnir tveir, úr hverju hráefni fyrir sig, eru svo birtir í einni opnu í bókinni. Enginn var í ađstöđu til ţess ađ bera saman hvađ meistarinn og áhugamađurinn voru ađ bauka nema Finnbogi Marinósson ljósmyndari sem fylgdi báđum eftir. „Ljósmyndarinn átti stundum bágt sig ţegar hann sá hvert stefndi; ţađ var dálítiđ fyndiđ hvađ ţeir voru oft í svipuđum pćlingum, en ţó ólíkum," segir Finnbogi. Í anda breska réttarins ţekkta, fisks og franskra kartaflna sem pakkađ er inn í dagblađ, djúpsteikti Friđrik rćkjur sem hann bar fram í akureyrska blađinu Vikudegi, og međ var bođiđ upp á kók í gleri, sem framleitt er í höfuđstađ Norđurlands. Júlli býđur hins vegar upp á grillađa bjórrćkju sem lá í Viking-bjór. „Ţađ var algjör tilviljun ađ Vífilfell á Akureyri kemur viđ sögu í bćđi skiptin," segir Júlíus._MG_7803 Bókin er byggđ á hugmyndafrćđinni um mat úr hérađi, local food; allt hráefniđ er norđlenskt (nema humarinn, sem var keyptur af Norđlendingi, eins og ţeir sögđu!) og ţađ er ekki síst til ţess ađ kynna ţađ forđabúr sem Eyjafjörđurinn er. „Ţađ er eitt og hálft ár síđan hugmyndin kviknađi í spjalli; viđ vorum á leiđ til Ítalíu á sýninguna Slow Fish og ţegar viđ fórum ađ hugsa máliđ nánar fannst okkur hugmyndin svo góđ ađ ţađ var ekki annađ hćgt en ađ láta verđa af ţessu," segir Friđrik fimmti viđ Morgunblađiđ. Međal hráefnis er bláskel, öđuskel, saltfiskur, karfi og svartfugl. Auk ţess ađ sýna uppskriftir reyna ţeir félagar ađ koma á framfćri ţeirri upplifun sem matreiđslan var. Ţá elti ljósmyndarinn ţá um borđ í frystitogara og í vinnsluhús ţar sem rćtt var viđ fólkiđ sem hanterađi hráefniđ í fyrstu „og viđ vonumst til ţess ađ fólk upplifi stemmninguna sem ţessu fylgir," segir Friđrik. Meistarinn hefur komiđ viđ sögu í nokkrum bókum áđur en segist nú, í IMG_0311fyrsta skipti, nýta sér allar hugsanlegar grćjur sem er ađ finna í eldhúsi veitingastađarins. „Júlli notar hins vegar bara ţađ sem hann á heima í eldhúsi; tćki fyrir venjulegt fólk." Júlíus er himinlifandi međ samstarfiđ. „Fyrir mig sem áhugamann er ţađ gríđarlegur heiđur ađ fá ađ vinna međ Friđriki. Hann er mikill fagmađur og heittrúađur varđandi hugmyndafrćđina um mat úr hérađi. Mér finnst ţađ ţor af hans hálfu ađ setja nafn sitt viđ ţađ ađ vinna međ áhugamanni eins og mér." BÓKIN er ađ öllu leyti unnin fyrir norđan. Annar höfundurinn er búsettur á Akureyri, hinn á Dalvík og ljósmyndarinn á Akureyri. Ásprent-Stíll sér um prentun, Ţórhallur Kristj´nasson í www.effekt.is hannađi bókina og setti upp og Kimi Records dreifir bókinni, en fyrirtćkiđ hefur hingađ til einbeitt sér ađ tónlist; stađiđ fyrir tónleikahaldi og gefiđ út og dreift geisladiskum. Prófarkalesarar koma frá Dalvík og Akureyri sem og ţýđendur, en bókin kemur bćđi út á íslensku og ensku. Ţađ kostar meira ađ vinna bókina alfariđ fyrir norđan; til dćmis var ákveđiđ ađ prenta hana á Akureyri burtséđ frá kostnađi. „Ţađ eru ađrir hlutir sem skipta máli í lífinu en bara peningar," sagđi einn ţeirra sem standa ađ bókinni. Norđlenskt skyldi ţađ vera. Allt gert í heimabyggđ.

Bókin002

 

 

 

 

 

Meistarar og áhugamenn: ( Mynd Skapti Hallgrímsson)
Standandi Júlíus Júlíusson, Finnbogi Marinósson og Friđrik V Karlsson. Sitjandi Ómar Pétursson, framkvćmdastjóri Ásprents- Stíls, Baldvin Esra Einarsson, eigandi Kimi Records.


mbl.is Blómleg útgáfa bóka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjö tíma lćri......og fleira gott

100_0926Fyrir helgina tók ég risalambalćri ( Rúmlega 3 kg) upp úr kistunni og ţađ var síđan eldađ í gćr. Ég setti ţađ í lokađan steikarpott međ rúmlega hálfri flösku af hvítvíni, 50 hvítlauksgeirum, 4 greinum af rósmaríni ( Barđi létt á greinarnar međ buffhamri) Ég fitusnyrti lćriđ lítillega og setti eingöngu salt og pipar á ţađ. Setti ţađ síđan á 120 gr hita í 6 og hálfa klst., hćkkađi í 200 gr, tók lokiđ af og hafđi ţađ í 20 mín og lét ţađ svo bíđa á bekknum í 15 mín. Kjötiđ var einstaklega safaríkt og mjúkt, ţađ hreinlega bunađi safinn úr kjötinu er ţađ var skoriđ.100_0933

Međan ađ lćriđ mallađi í ofninum bauđ ég uppá tvo forrétti inn í stofu, anar var ristađ hvítt brauđ á pönnu međ túnfiskspestói og spćnskum sauđaosti
pestóiđ keypti á á Ítalíu beint frá bóndanum á Slow fish sýningunni em viđ fórum á s.l ári....mjög gott. Hinn var pönnuristađ gróft fjölkorna brauđ međ graskersfrćjum, ofan var rauđlaukssulta og léttsaltađur saltfiskur...ţetta var einstaklega gott og hef ég trú á ţví ađ ég prófi ţetta aftur. Rauđlaukssultuna bjó ég til fyrr um daginn, rauđlaukur, púđursykur, rósapipar, balsamikedik og smá olía....malla á pönnunni i c.a 45 min eđa svo og látiđ kólna í sigti.

Sósur
Heit - Setti allan vökvann ásamt rósmaríngreinunum og hvítlauknum skál og mixađi ţađ fínt međ töfrasprota og sigtađi í pott og bćtti rjóma útí og örlitlum svörtum pipar úr kvörn, ţykkti ađeins međ maísenamjöli, ţetta var alveg mögnuđ sósa, silkimjúk međ djúpum kröftug bragđi, ţó svo ađ hvítlaukurinn vćri grunnurinn ţá var hann ekkert um of, ţetta náđi einhvern veginn allt góđu samspili.
100_0928Köld - Hálf gúrka kjarnhreinsuđ og skorin í litla teninga og söltuđ, skoluđ í sigti  međ köldu vatni eftir 20 mín og sett í skál súrmjólk hellt yfir, ţannig ađ hún nái rétt yfir, smá af sítrónu kreist yfir...salt og pipar eftir smekk.

Kartöflur
Kartöflurnar sođnar og flysjađar. Ég átti sýróp (Gastrik) sem ég fékk frá norskri konu sem er međ sinn eigin sykurbúskap og hún sagđi ađ svona gastrik sýróp vćri ein af geymsluađferđum ţeirra, ţau myndu nota ţetta í sósur og fleira, ég skellti hluta af ţessu í pott, smá rjóma međ, hrćrđi vel í á međan og hellti yfir kartöflurnar
100_0932
Salat
Spínat, íssalat, hýđis og kjarnahreinsuđ  gúrka, rauđ paprika, furuhnetur, sólblóma og graskersfrć, mandarínuolía og döđlur.

100_0938Eftirréttur
Einfaldur og góđur eftir
Bananar, jarđaber, kiwi, vínber og anans skorinn niđur, heit rollósósa og ţeyttur rjómi. Gamus XO fyrir strákana og púrtvín fyrir stelpurnar.


Vín međ matnum.

 mALBECK MORAS 

Viđ smökkuđum tvö gćđavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt:  ( Sjá fćrslu neđar er annar hluti af rýnihópnum smakkađi ţessi tvö vín) riesling
Hvítvíniđ Léon Beyer Riesling 2005.  1490 í ríkinu. Viđ rýndum í vínin á áhugamannsins hátt. Hvítvíniđ er forvitnilegt, spennandi og nýtt, ţađ var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar ţegar ég smakkađi ţađ. Ţađ hentađi vel međ forréttunum og í raun mun betur heldur en međ fiskréttunum um daginn.

Rýnir 3: Bragđmikiđ og ávaxtaríkt án ţess ađ vera sćtt. Smellpassar međ smá sćtu og saltfiski
Rýnir 4: Lítil lykt, miđlungsţurrt, lítiđ eftirbragđ en mjög gott. Ferskt, dálítil sýra ţegar fyrst er drukkiđ. Sýra kemur vel í ljós ţegar drukkiđ er međ mat. Mćli međ ţessu víni...mjög gott.
nir 1: Mun betra en í fyrra skiptiđ, hentar betur međ ţessum mat sem er bragđmeiri en fiskurinn í fyrra skiptiđ, víniđ er ferskt og örugglega gott međ ostum. 
sleifsleifsleif  1/2 sleif.


Rauđvíniđ- Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Í fyrra skiptiđ sem ţetta vín var smakkađ fékk ţađ 4 og 1/2 sleif hjá Rýnum 1, 7 og 8.
Rýnir 3: Spírakennt, létt bragđlítiđ en alveg brúklegt međ lambakjöti
Rýnir 8: Lykt minnir helst á spíra, frekar ţurrt, bragđmikiđ. Var gott međ lambinu, minnir á lakkrís. Örugglega gott međ villibráđ og eitt og sér, ágćtt vín
Rýnir 1: Mjög gott, lyktar vel og bragđast enn betur. 
sleifsleifsleifsleif sleifar. 


Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Feb. 2023

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband