Sú yngsta var 3 ára.

Las bloggið hans Hrafn Jökulssonar áðan ..sjá HÉR og ákvað að taka áskorun hans um senda bréf til hæstaréttar vegna mildunar dóms, samanber frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag..þetta er með ílíkindum, hvaða skilaboð er verið að senda þessum veiku einstaklingum/glæpamönnum.

Skora á ykkur að senda bréf  til haestarettur@haestarettur.is og segja hvað ykkur finnst ...hér er bréfið sem ég sendi.



Til Gunnlaugs Claessens, Hrafns Bragasonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Árna Kolbeinssonar og Garðars Gíslasonar.
Sem íslendingur lýsi ég miklum vonbrigðum með dóm ykkar í máli ákæruvaldsins gegn Ólafi Barða Kristjánssyni. Hann var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkubörnum. Yngsta fórnarlambið var þriggja ára telpa.Nú hafið þið ákveðið að milda dóminn yfir honum, úr tveimur árum í eitt og hálft. Þið hefðuð getað dæmt hann í 4 ára fangelsi, samkvæmt 2. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga. En þið milduðuð dóm héraðsdóm, niður í eitt og hálft ár. Mildi hæstaréttar gagnvart kynferðisafbrotamönnum hefur margoft vakið furðu, reiði og hneykslun meðal þjóðarinnar. Afstaða hæstaréttar í þessum hörmulegu málum er á skjön við vilja löggjafans og álit þjóðarinnar.Með kveðju, Júlíus Júlíusson 
Kt: 020266 - xxxx    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Til hamingju með afmælið Júlíus.

Snorri Bergz, 2.2.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband