Breiðavík - KSÍ.

Síðasta vika var þó nokkuð mikið undirlögð af fréttum frá Breiðavík og maður veltir fyrir sér hvað gerist næst, stjórnmálamenn hafa lofað rannsókn og einhverjum aðgerðum, hvað þýðir það ? Ég tel að það þurfi að gera eitthvað strax. Ég hef það á tilfinningunni að þetta lognist smátt og smátt útaf um leið og umræðan minnkar og það má ekki gerast, þeir góðu fjölmiðlamenn sem hafa unnið vel í þessu verki mega ekki leggja árar í bát, en fyrst og fremst þurfa þessir einstaklingar að fá sáluhjálp þeir eru með opið svöðusár sem þarf að hlúa að.


K.S.Í þingið var haldið um helgina og Geir þorsteinsson kjörinn formaður með miklum yfirburðum í mínum huga líkt og ég hef bloggað um áður tel ég Höllu Gunnarsdóttur vera sigurvegara, hún hefur vakið marga til umhugsunar um ýmis mál innar knattspyrnuhreyfingarinnar og þingið fékk athygli frá öðrum hópi nú en áður. Maður heyrir sögur af því að það hafi verið verslað með atkvæði um formannskjör og stjórnarkjör og ef satt er þá er það vont.  Geir var spurður á rás 1 í morgun að því hvort K.S.Í hafi staðið vel að málum í kvennaknattspyrnunnar hann taldi svo vera. Það hefði líka verið áhugavert að vita skoðun hans á mjög dónalegum skrifum um meðframbjóðenda hans m.a á spjallvefjum á heimasíðum t.d KR og Vals sjá færslu Hrafns Jökulssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu virkilega að hugleiða að Geir sé hlyntur níð skrifum um Höllu á spjallrásum.

Hvað áttu við með að versla með atkvæði? Ertu að gefa í skyn að menn séu að greiða fyrir atkvæðin, hvað er verið að greiða fyrir eitt atkvæði?

:-) (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ágæti óskráði ! Ég er ekki að gefa í skyn að Geir sé hlynntur þessum nóið skrifum á spjallvefjum, ég hefði vilja fá umræðu um það allt saman. Það sem ég á við að ég heyrði sögur um hrossakaup varðandi kosningu til formanns og kosningu í stjórn, átti ekki að það hefði verið greitt fyrir atkvæðin og hefði kannski ekki átt að nota orðið versla. Af hverju geta menn ekki skrifað undir nafni um þessi málefni ?
Ég vil bæta því við hé að mér líkar ágærlega við Geir og og þetta snýst ekkert um hans persónu. 

Júlíus Garðar Júlíusson, 12.2.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband