SKO ömurlegar auglýsingar

Nú get ég ekki orða bundist lengur og verð að vera neikvæður í garð auglýsinga SKO símafyrirtækisins. Þjónustuna eða fyrirtækið þekki ég ekki og er ekkert að skrifa um það....en ef að fyrirtækið er eins og auglýsingarnar þá er ekki mikið varið í það. Fyrst voru það blaðaauglýsingarnar með stóru bleiku/rauðu vörunum sem höfðu þau áhrif að maður fletti hratt yfir þær síður og eflaust gætu auglýsendur á sömu síðum farið í mál við SKO. Síðan eru það sjónvarpsauglýsingarnar..Jóhannes Haukur leikur þetta ágætlega en virkar samt eins og hann sé ekkert gríðarlega áhugasamur um verkefnið..skrýtið !. Ef það yrði hringt í mig frá SKO þá er ljóst hverju ég myndi svara...auglýsingaherferðir virka...sorry.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Hef stórar áhyggjur af því hvað ég oft sammála þér en þessar SKO auglýsingar eru SKO með leiðinlegustu auglýsingum sem ég hef séð og eru þó margar leiðinlegar. Alveg öruggt að ég myndi ekki hefja viðskipti við fyrirtækið út á þessar auglýsingar.

Bjarnveig Ingvadóttir, 12.2.2007 kl. 22:31

2 identicon

Alveg er ég sammála þér Júlli minn, og víst við erum byrjaðir á því að tala um leiðinlegar auglýsingar þá eru Dominos brúðu auglýsingarnar viðurstigð.

Kv Gummi Lú

Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:16

3 identicon

Sammála því að auglýsingarnar frá SKO og Dominos eru alveg ömurlegar. Kannski er það vitleysa í mér en getur verið að auglýsingar almennt séu að verða heimskulegri og leiðinlegri en þær voru? Ég segi alla vega eins og Keli, þær virka ekki til að selja mér nokkurn hlut.

Gott blogg annars hjá þér Júlli minn, þú hefur oftast lag á að sjá jákvæðu hliðarnar á lífinu.

Vilborg Valgarðsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir commentin Bjarnveig: við erum alltaf sammála þú heldur bara eitthvað annað Gummi: Já það er hægt að minnast á fleiri leiðinlegar auglýsingar eins og t.d Dominos, en SKO voru eru bara svo hræðilegar, hreint og beint pirrandi Keli: Þegar þú segir það þá er staðan orðin þannig að maður fer og pissar, poppar eða eitthvað annað meðan að auglýsingahlé koma, áður fyrr voru auglýsingarnar oft það skemmtilegasta í sjónvarpinu, kannski er annað efni orðið svona gott eða sennilega er það aldurinn. Vilborg: Takk fyrir commentið og skemmtilegt að sjá hverjir lesa þruglið í manni

Júlíus Garðar Júlíusson, 13.2.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband