Leitaðu þér hjálpar áður en þú fremur sálarmorð

Verndum börnin okkar……hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?

Það virðist vera svo mikið af hörmulegum fréttum undanfarnar vikur að eitthvað af því sem er í gangi verður undir. Þess vegna er ágætt að láta ýta aðeins við sér til þess að við höldum vöku okkar í sambandi við barnaníðinga, þeir hætta ekki að vera veikir. Við horfðum uppá mikinn óhugnað t.d í sjónvarpsþættinum Kompás á Stöð 2, á netinu og hlustuðum á fréttir af barnaníðingum eða veikum einstaklingum sem sækjast eftir ungum börnum á netinu og þá aðallega í gegnum MSN. Maður spyr sig er barnaníðingur í mínu byggðarlagi/hverfi ? Á undanförnum 3 – 4 mánuðum er búið að handtaka barnaníðinga á nokkrum stöðum á landinu. Það voru um 100 einstaklingar sem melduðu sig hjá tálbeitu Kompásmanna á nokkrum klukkutímum, það voru einhver hundruð sem svöruðu tálbeitu piltanna sem opnuðu síðuna barnaperrar.is á netinu til að vara fólk við. Á þeirri síðu birtust í nokkra daga myndir af karlmönnum á öllum aldri, nöktum fyrir framan vefmyndavél, tálbeitan var 13 ára stúlka sem þeir héldu að þeir væru að tala við.

Þessir aðilar eru fársjúkir og þurfa aðstoð og viðeigandi úrræði, þeir hljóta að þurfa eftirlit og eftirmeðferðir. Sumir segja “ einu sinni barnaníðingur alltaf barnaníðingur”. Það er ljóst að dómskerfið er ekki alveg að virka, mér skilst að dómarar hafi ekki nýtt refsirammann til fulls af hverju ? Það er  hefur margt hörmulegt gerst og margar eru sálirnar sem bíða þess aldrei bætur, þarf eitthvað enn verra að gerast til þess að það verði virkilega tekið á þessum málum ? Við verðum að vernda börnin okkar því að hvötin hjá þessum einstaklingum virðist svo yfirgnæfandi að allar meðferðir eða refsingar virðast gagnlausar. Við einstaklinga sem finna fyrir slíkum hvötum gætum við sagt, “ Leitaðu þér hjálpar áður en þú fremur sálarmorð “

Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?  
Er barnið þitt með aðgang að MSN ?
Ef barnið þitt er með aðgang að MSN, spurðu þig þá til hvers ?

Það er til búnaður til að setja hömlur á netnotkunina hvað varðar ákveðin svæði, svo sem klám og spjallsíður tengdar þeim. Börn eru forvitin um þessi mál og mega aðstandendur ganga að því vísu að börnin eru að skoða þessa hluti. Barnaníðingar eða barnaperrar eru afar færir í því að tala börn til, gera þau forvitin, bjóða þeim peninga og fleira. Ef að þeir komast að þeim og ná sambandi þá er fjandinn laus hvort sem um er að ræða beint samband eða samband með vefmyndavél. Það þurfa allir að taka sig saman um að berjast gegn þessum viðbjóði þetta snýst um framtíð barnanna okkar.

 

Einhverjir þekka ekki MSN eða vita hvað það er. MSN er spjallforrit og hér er linkur í upplýsingar um það hvernig forledrar geta fylgst með hvað er að gerast á MSN hjá börnunum sínum og stillingar, upplýsingarnar eru settar inn af foreldri HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir þetta. Mjög mikilvægt að við setjum upp varnarkerfi og gerum það sem við getum til að passa upp á krakkana okkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband