Kúluskítur.

billedUm leið og ég las þessa skemmtilegu frétt datt mér í hug grænþörungurinn "Kúluskítur". Akanvatn á eyjunni Hokkaido í Japan og Mývatn eru einu vötnin sem hafa stórar kúlur kúluskíts í umtalsverðu magni.  Ég veit ekki af hverju mér kom þetta í hug og vona Japananna vegna að það sé enginn skítur í Kakóbaðinu þeirra, sérstaklega ekki ef menn eru mikið að bragða á baðinu. Ég veit ekki til þess að í Mývatnsveit fari heimamenn í kakó eða súkkulaðiböð einn hitt veit ég að þeir eiga frábær jarðböð....og því ekki að skella sér með elskunni sinni í jarðböðin í Mývatnssveit á Valentínusardaginn og bjóða henni svo upp á "hreint" súkkulaði á eftir.


mbl.is Súkkulaðibað í tilefni Valentínusardags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að kúluskítur hafi fundist í Hrísatjörninni. Þó mér finnist súkkulaði eitt það besta sem til er héld ég ekki að ég hafi áhuga á að baða mig í því, jarðböðin væru miklu betri kostur

Bjarnveig Ingvadóttir, 13.2.2007 kl. 17:10

2 identicon

Jæja gaur, ertu ekki klár í laukv???

Kata Árna!

Kata Árna! (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:40

3 identicon

JÚLLI JÚLLI JÚLLI!!!!!! (hvatningar orð)

Olga (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Hrísatjörnin ætti þá að vera komin á heimsminjaskrá ef áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að kúluskítur hafi fundist þar.

Sverrir Þorleifsson, 14.2.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband