10 Fiskar - 10 hljómplötur.

Virka Geislavirkir á Plokkfiskinn.

Oft ţegar ég er ađ elda mat hlusta ég á tónlist og ef ekki koma oft upp í hugann ákveđin lög eđa flytjendur eftir ţví hvađ hráefni ég er ađ vinna međ. Ţetta snýst um tímann frá ţví ađ ég byrja ađ handleika hráefniđ, flaka, snyrta og svo framvegis og ţar til ađ rétturinn er tilbúinn á borđiđ međ öllu međlćti. Stundum finnst mér ţetta alveg magnađ hvernig ţetta kemur til mín og stundum koma í hugann lög sem ég hef ekki heyrt lengi og jafnvel lítiđ hlustađ á. Mér datt í hug ađ henda upp lista yfir 10 tegundir af fiski sem ég hef eldađ og tengja 10 plötur viđ fiskinn eđa viđkomandi uppskrift.- Allt til gamans gert. Ég var einu sinni međ hugmynd um ađ gefa út matreiđslubók ţar sem ađ ég tengdi hvern rétt viđ lag frá Bubba Morthens, ćtlađi alltaf ađ rćđa ţetta viđ kónginn og fá leyfi...en ekki komiđ ţví í verk, hver veit hvađ síđar verđur. Ég mćli einnig međ ţví ađ ţađ sé hlustađ á ţessar plötur á međan ađ viđkomandi fiskur/réttur er snćddur.

1. Saltfiskur, t.d saltfiskréttur í ofni međ sólţurrkuđum tómötum ólífum og grófri kartöflumús.  U2 Under the blood red sky.

U2

 

 

 

2. Steiktur eđa grillađur skötuselur međ bakađri kartöflu og bearnessósu. Rammstein Mutter.

rammstein

 

 

 

 

 

 3. Djúpsteiktar rćkjur međ long rice og heimagerđri súrsćtri sósu. James Blunt. Back to Bedlam


Blunt1

 

 

 

 

 

4. Plokkfiskur í öllu sínu veldi međ ţykku heimagerđu rúgbrauđi smurđu ţverhandarţykku íslensku smjöri. Geislavirkir Utangarđsmenn

Utang

 

 

 

 

 

5. Cheviche Mexikóskur réttur međ lúđu eđa ýsu. Rétturinn er snćddur međ Doritos kornflögum. Ţađ ţarf heilmikiđ ađ skera og dunda viđ réttinn. Gus Gus Arabian Horse. 

gusgus

 

 

 

 

 

6. Ţorskur í raspi, međ hrásalati, kartöflum og remolađi. Skálmöld - Baldur

skalmold

 

 

 

 

 

7. Matarmikil fiskisúpa međ nýbökuđu brauđi og rjómaslettu. Clash – London Calling. 

clash

 

 

 

 

 

8. Pönnusteikt bleikja međ Cous Cous, sýrđum rjóma og gúrkustrimlum. Of Monsters And Men.
Monsters

 

 

 

 

 

9. Sushi og Sasimi Dikta. Get it together.

dikta-getittogether

 

 

 

 

 

10. Humar, grillađur, pönnusteiktur eđa gratinerađur í forrétt. Klassísk tónlist. 

Beethoven

 

 

 

 

 

Ađ sjálfsögđu hlusta ég oft á á ađra diska ţegar ég elda Karlakóra, Nóru, Queen, Michael Jacksson, Pearl Jam og Egó svo ađ eitthvađ sé nefnt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband