Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !

Allt gengur betur…….Vertu jákvæð/ur.

 Með jákvæðni líður þér betur, þú nærð betri árangri og almennt verður andrúmsloftið betra, hvort sem

thumbsUp

 um er að ræða heima hjá þér, í vinnunni í bænum þínum eða í heimun öllum. Það er ekki alltaf auðvelt að vera jákvæður eða viðhalda jákvæðu viðhorfi , sérstaklega ef að við umgöngumst neikvætt fólk eða þegar við hlustum á eða lesum neikvæða fjölmiðla. Æfum okkur - Á hverjum morgni segjum við við okkur sjálf í speglinum “í dag ætla ég að vera jákvæður”…að auki segjum við þetta í huganum við okkur sjálf oft yfir daginn.

Vertu ekki neikvæð/ur t.d gagnvart:

Vinnunni - Yfirmanninum  - Makanum - Vinunum -  Börnunum Ríkisstjórninni - Veðrinu -  Peningaleysinu -  Bensínverðinu...svonamætti lengi telja

Lokaðu á eða slepptu að:

Fara á staði þar sem að umræðan er neikvæð. Lestu ekki neikvæða fjölmiðla Taktu ekki þátt í neikvæðum spjallvefjum sem m.a velta sér upp úr annara eymd. Hlustaðu ekki á neikvæðar fréttir eða útvarpsstöðvar. Forðastu að hlusta innhringiþætti í útvarpinu.

Finndu alltaf jákvæðustu leiðina, vertu í kring um jákvætt fólk, reyndu eftir fremsta megni að taka þátt í jákvæðum og uppbyggjandi verkefnum. Hjálpaðu fólki að vera jákvætt, bentu á jákvæðar hliðar, ræddu um jákvæðar fréttir. Vertu með á hreinu afhverju þú ert að gera hlutina t.d afhverju ertu í þessari vinnu, eða afhverju ertu í þessu sambandi. Höldum ástríðuneistanum logandi í því sem við gerum, ef þú nærð því ekki hugsaðu þig vel um hvort að þú getir skipt um vettvang eða breytt einhverju til hins betra. Líttu upp og horfðu á það fallega í umhverfinu, andaðu því að þér, taktu það skemmtilega, fallega og jákvæða inn og geymdu það innra með þér, hleyptu ekki því neikvæða inn. Þú átt þetta eina líf, gerðu það sem þér finnst gaman gefandi og áhugavert, ekki eyða lífi þínu í að gera það sem þér líkar ekki. Það er ótrúlegt hvað lífið gengur betur í alla staði þegar þú hugsar jákvætt, verkefnin streyma til þín,peningamálin verða betri, skemmtilega fólkið sogast að þér og þér líður miklu betur, fjallið sem þú horfðir oft á en tókst ekki eftir er allt í einu orðið uppáhaldsfjallið þitt og þú hlakkar til á hverjum morgni að berja það augum

Vertu jákvæður.

Júlíus Júlíusson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Júlíus. Takk fyrir góðan pistil. Ég vann eitt sinn á búgarði í Noregi, og bóndinn þar á bæ sagði stundum að hlutirnir gætu verið verri, ef eitthvað fór úrskeiðis. Mér fannst þetta nú hálfpartinn haldlaust reipi í hverdagslega vafstrinu, en ég viðurkenni að þessi orð hans kenndu mér að meta það sem ég raunverulega hef.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 22:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Neikvæðni er mannskemmandi... og gefur ekkert af sér nema leiðindi og vanlíðan  

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband