Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.

Hvernig á að koma á óvart ? Dagur með elskunni.

Að koma á óvart.
Þegar komið er á óvart skipta leyndin og smátriðin miklu máli. Til að koma virkilega á óvart er mikilvægt að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður, jafnvel eitthvað sem að elskunni hefur langað til að gera. Þú þarft að vera viss um að þetta henti og að líkurnar séu miklar á að þetta hitti í mark. Það þarf að muna eftir öllum smáatriðum og segja sem allra fæstum frá, aðeins þeim sem þurfa að aðstoða. Passa að segja ekki neitt og ekki spyrja elskuna um neitt sem gæti vakið hjá henni grunsemdir.

Í þessum pistli er miðað út frá vinnudegi hjá elskunni og þú kemur óvænt þangað til að ná í hana. Megintilgangur dagsins er að koma elskunni á óvart og að henni líði vel og njóti hverrar stundar og síðan en ekki síst að þið eigið gæðastund tvö saman.

Nokkur grunnatriði fyrir gæðadag með elskunni.
Nærð í hana í vinnuna um morguninn. Þú ert búinn að vera í sambandi við yfirmanninn, fá frí og ganga frá því að hún sé laus allra mála þennan dag og jafnvel fram að hádegi daginn eftir. Þegar þú mætir í vinnuna þá er upplagt að koma með blóm og lítið kort þar sem þú býður elskunni að eyða deginum með þér. (Muna að gera ráð fyrir fataskiptingu ef að elskan þín vinnur þannig vinnu að hún geti ekki farið í vinnufötunum innan um fólk)


Fara í heimsókn í skólann til barnanna.
Muna að ræða við kennarann bæði uppá á þið séuð á hentugum tíma og fá hann til að aðstoða börnin við að koma elskunni á óvart kannski með teiknaðri mynd eða ljóði.

Léttur hádegisverður:
Muna að panta borð og segja frá því að þetta sé óvænt fyrir elskuna. Velja góðan rólegan stað, kannski uppáhaldsstað elskunnar.

Ferð með hana í dekur, snyrtingu, nudd, heitan pott, slökun:
Muna að panta tíma og útskýra vel að það sé verið að koma viðkomandi manneskju á óvart og hún viti alls ekki neitt. Fyrir þennan lið þarftu að vera búinn að pakka öllu fyrir elskuna og gera smá rannsóknarvinnu hvað á að vera í töskunni muna eftir öllu frá toppi til táar. Hér kemur sér vel að þekkja elskuna sína mjög vel. Hér skilur þú hana eftir í c.a. tvo tíma.

 Ökuferð:
 Fara með hana í smá ökuferð, kannski á æskuheimili eða stað þaðan sem hún á góðar minningar frá eða stað með útsýni.

Aðrir dagskrárliðir:
 Gott er að skoða vel hvað er um að vera á þessum degi, jafnvel að velja daginn í samræmi við það. Fara á safn/söfn, kaffi eða súkkulaðibolli á kaffihúsi, gefa öndunum brauð, fara í búð og kaupa kjól, skó, bók eða geisladisk handa elskunni, fara í óvænta myndatöku, fara á bílasölur og prófa rándýra bíla, kaupa uppáhalds ísinn, fara í IKEA og prófa rúm og flissa svolítið, setjast við tjörnina eða lækinn með nesti í körfu, fara á ströndina, ganga á fjall svi að fátt eitt sé nefnt.


rdinnerRómantískur kvöldmatur:
 Matur sem þú eldar og undirbýrð vel. Sérstaklega skemmtilegt/óvænt ef að þú ert manneskjan sem eldar aldrei eða sjaldan. Þú undirbýrð þetta mjög vel, kaupir inn áður ( Færð kannski að geyma hjá vini eða nágranna svo að elskuna gruni ekki neitt) Þú hefur tíma um morguninn eftir að elskan er farin í vinnuna og síðan tíma á meðan að dekrið stendur yfir. Muna að leggja fallega á borð, dúkur, kerti servíettur, drykkir, áhöld meðlæti.

Gjöf – Ljóð:
Semdu ljóð, skiptir ekki máli hvort að þú hafir gert það áður eða ekki, þú getur það. Skrifaðu bara það sem þér býr í brjósti til elskunnar. Límdu ljóðið neðan í stólinn hjá henni og á réttu augnabliki biður þú hana að seilast undir stólinn og lesa. Veltu því vandlega fyrir þér hvort að þú viljir gefa henni litla óvænta gjöf, ekki gera það nema að þú finnir eitthvað sem hentar henni, þú ert sátt/ur við. Notaðu tækifærið þegar hún bregður sér frá og settu gjöfina á borðið hjá henni, jafnvel með korti þar sem þú skrifar falleg ástarorð til hennar með orðum sem þú hefur aldrei notað áður.

Tónlist:
Vertu búinn að velja tónlist, lágværa sem þú ætlar að spila yfir matnum og þú verður að leggja þig fram um að velja það sem ykkur báðum líkar og helst hennar uppáhald. Ekki hafa kveikt á sjónvarpi, ef einhver kemur þá eruð þið upptekin, alveg sama hver það er þá biður þú viðkomandi að koma síðar. Það væri líka hægt ef að aðstæður leyfa að fá uppáhalds eða frægan söngvara/tónlistarmann til að koma óvænt í heimsókn og taka tvö lög.

Símar og myndavél:
 Muna að fá gsm símann hennar og slökkva á honum, slökkva á heimasímanum. Hafa þinn á silent en með vibringi. Segja öllum sem hugsanlega þurfa að ná í ykkur t.d. þeim sem gæta barnanna að hringja í þinn síma. Upplagt era ð vera með myndavél allan tímann og taka myndir af sem flestu, myndir sem gaman verður að skoða seinna meir og rifja upp frábæran dag.

Minnisatriðalisti:
 Þú þarft að vera í fríi úr þinni vinnu. Muna að gera ráðstafanir þar ef að elskan myndi hringi í vinnuna um morguninn. Gott að skrifa allt niður á blað frá A – Ö hvað á að gera, hvert á að fara, hvað þarf að taka með og hverju þarf að ganga frá. Muna eftir öllu í sambandi við börnin, pössum, gistingu,einhver sæki þau í skóla eða leikskóla ef að það á við og að þau segi ekki frá ef að þau vita eitthvað. Kaupa í matinn og passa að allt sem þú vilt nota sé til. Undirbúa allt vel, þannig að allur gæðatíminn nýtist sem best með elskunni. Að panta borð, dekur/snyrtinguna. Pakka ofan í töskuna hennar eftir að hún fer í vinnuna. Muna eftir öllu sem elskunni þykir gott og skemmtilegt og ekki er síður mikilvægt að muna eftir því sem henni líkar ekki.

 Júlíus Júlíusson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mikið er þetta krúttað og ljúft að lesa , takk )) Megi sem flestir gleðja ástina

sína á svo rómantískan hátt. Bæði menn og konur. Allvega stundum ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.3.2012 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband