Aumingjarnir.

Það er nú annað hægt en að vorkenna þessum karlagreyjum sem sjá einhverja gróðavon í því að segjast eiga barn Önnu og hinn heppni eða óheppni fær dánarbú hennar ásamt hugsanlegum risafjárhæðum vegna dómsmála.......er þetta ekki dálítið of mikið.....má ég frekar biðja um eitthvað annað á Valentínusardeginum sjá HÉR


mbl.is Lífvörðurinn kann að vera barnsfaðir Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Séleg pía er Sigga Geira
og sexappíl hefur flestum meira,
hlýtt og notalegt er hennar ból
hverjum sem býður hún næturskjól.

Það vita:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar
og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á
Goðanum og Denni í Efstabæ   og einnig ég.

En ekki má yfir miklu hlakka,
í mars þá eignaðist Sigga krakka.
Sagt var að prestinum brygði í brún
er barnsföður tilnefna skildi hún.

Hún nefndi:

Kalla Jóns og Gústa læknisins og Nonna Sæmundar
og Halla rakarans og Fúsa Sigurleifs og Palla á
Goðanum og Denna í Efstabæ   og einnig mig.

Nú urðu yfirvöld úr að skera,
því ei má fjölgetið barn neitt vera,
slíkt þykir óhæfa hér til lands,
og hópnum stefnt var til sýslumanns.

þar mættu:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar
og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á
Goðanum og Denni í Efstabæ   og einnig ég.

Þegar úrskurðinn upp loks kvað hann
allir flýttu sér burtu þaðan.
Skálkar, sem sluppu með skrekkinn þar,
skunduðu kátir á næsta bar.

Þar hittust:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar
og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á
Goðanum og Denni í Efstabæ   en ekki ég.

Því þarna urðu mér örlög ráðin,
mér einum var sem sé dæmdur snáðinn.
Hvenær sem lít ég það litla skinn
læðist þó efi í huga minn.

Hann líkist:

Kalla Jóns og Gústa læknisins og Nonna Sæmundar
og Halla rakarans og Fúsa Sigurleifs og Palla á
Goðanum og Denna í Efstabæ   en ekki mér.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þvílík byrjun á ævi vesalings barnsins. Það þarf enginn að segja mér að umhyggjan fyrir því sjálfu ráði gjörðum þessara manna.

Vilborg Valgarðsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:30

3 identicon

Ég vil endilega stíga framm og segja ykkur öllum að ég er ekki pabbinn, svo við höfum það á hreinu.

Gummi Lú (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Loksins kom einhver sem segir satt...þú ert hetja...ég skal hjálpa þér með auðinn og við látum Vibbu passa barnið.

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.2.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband