Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?

Facebook status hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni varð kveikjan af þessari grein eða vangaveltum mínum. Hér er þetta hrátt og beint af kúnni, kryddað með fjórum dæmisögum.

Höfum við misst sjónar á því sem skiptir máli ?

Ísland hefur uppá ansi margt að bjóða. Við eigum fisk, landbúnað, rafmagn, jarðhita, menningu, vatn, ferskt loft, mannauð, hugvit og margt margt fleira. Hvers vegna gengur okkur ekki betur eða hvers vegna eru ekki allir sáttir, hvers vegna er svona mikið hatur í þjóðfélaginu, hatur í garð fólks sem stjórnar eða stjórnar ekki eða fólks sem hefur misstigið sig ? Hvers vegna lætur stór hluti þjóðarinnar orkuna sína fara í neikvæðar hugsanir, hatur, nöldur og niðurbrot ? Eflaust er fátt um svör. Ég hef þá skoðun að ef að allir tækju sig saman og nýttu neikvæðu orkuna á jákvæðan hátt gengi margt betur fyrir sig og fólki liði betur. Þegar horft er á hlutina í jákvæðu en raunhæfu ljósi er staðan ekki eins slæm eins og hún virðist vera með neikvæðu gleraugunum. Ég tek það fram að ég hef að oft tekið þátt í neikvæðum umræðum um pólitíkusa, útrásarvíkinga og fleiri, þrátt fyrir að þekkja þá ekki neitt né málefnin nógu vel. 

Það er ekki til bóta eða framtíðarlausn að hringja í útvarpið, skrifa neikvæðar greinar í blöð, á vefinn og nöldra og hatast út í menn og málefni. Hvað græðum við á því að tala svo illa um Bjarna Benediktsson, Steingrím Joð eða Jóhönnu Sig og fleiri ? það mætti halda að þau hafi barið viðkomandi margsinnis með berum hnefunum. Slíkt tal og hugsanir gera bara illt verra fyrir alla aðila og sérstaklega þá sem beita neikvæðum vopnum. Neikvæðar hugsanir koma alltaf til baka til þess sem þeim beitir og því meiri neikvæðni því stærri er vondi hnúturinn í maga og hjarta viðkomandi. Mér finnst ekkert skrýtið hve lyfjanotkun landans er mikil. Í þessu samhengi er mikilvægt að átta sig á því að það er í lagi að vera ósammála....já og það verða aldrei allir sammála.
Er hluttekning og samúð bönnuð í Íslensku samfélagi  Grein eftir Svandísi Nínu Jónsdóttur

Gengur okkur illa eða höfum við það svo slæmt ?

Hvað er átt við þegar rætt er um að við hér á Íslandi höfum það slæmt og svo framvegis. Fólk er atvinnulaust, fólk fer í röð til að fá mat, það er minni hagnaður af rekstri fyrirtækja en áður, menningin fær minni styrki, færri hafa efni á tannlækni fyrir börnin sín svo að fátt eitt sé nefnt. Án þess að ég sé að gera lítið úr þessum og fleiri dæmum þá er alltaf spurningin við hvað er miðað og í hvaða búning dæmin eru sett. Er verið að miða við önnur ár, árið 2007 eða önnur lönd ? Við þurfum að varast að taka inn á okkur slíkar neikvæðar fréttir og láta okkur líða illa yfir þeim. Lítum frekar á þetta sem verkefni, greinum það og leggjum fram hjálparhönd eins og kostur er.

Dæmisaga 1)
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk. En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.

*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er nánast gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir. Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu mánuði. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum hefur fækkað eitthvað.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?

*Neiiij...! Atvinnuleysið er bara nokkur prósent.

Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.

Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?

Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?

Höfum við Íslendingar velflestir misst sjónar á því sem skiptir máli í lífinu ? Þurfum við kannski að láta axlirnar síga og hægja á okkur og sjá það smáa, fallega og litríka í kring um okkur ? Ég held að það sé ráð að aka ekki á svo miklum hraða í gegnum, já eða framhjá lífinu að við missum af því.  Alltof margir hugsa um að græða svo mikinn pening og stundum á mjög stuttum tíma eingöngu til þess að fá völd og stefna á að njóta lífsins á efri árum. Afhverju er ekki nóg fyrir okkur að hafa bara nóg og njóta lífsins núna og alltaf. Hugsum frekar um aura heldur en milljónir, en umfram allt hugsum um að græða lífið.

Dæmisaga 2)

Sagt er að Bandaríkjamaður einn hafi verið staddur við höfnina í litlu sjávarþorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn höfnina og var einn maður um borð með mikinn og vænan túnfisk. Bandaríkjamaðurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund, var svarið. Af hverju veiddir þú ekki meira?  Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn, þetta nægir fjölskyldunni minni vel.  Hvað gerir þú þá við tímann?  Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.
Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Ég er með MBA próf frá Harvard skóla. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett sjálfur upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá getur þú ekki lengur búið hér en flytur til stórborgar eins og td. New York. Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með margar millj.dollara.- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Bandaríkjamaðurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp,  sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!

Vinnum saman, hjálpum hvert öðru og gefum af okkur.

Lífið snýst um að gera heiminn betri jafnt fyrir þá sem við þekkjum og líka þá sem við þekkjum ekki, lífið snýst um að elska, rækta, skapa, horfa til himins og njóta. Við skulum aldrei öfunda, Íslendingar almennt séð þurfa að læra og temja sér það að samgleðjast með öðrum og vinna saman.

Dæmisaga 3)

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti. Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn. Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð.  Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel. Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.' Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana. Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu. Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.Þetta er einfalt, sagði Guð.En þetta krefst eins hæfileika.  Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

Deilum skeiðinni með hvert öðru.
Það kostar ekkert að elska.

Það er afar mikilvægt í lífinu að geta umborið, hlustað og skilið náungann. Hugarfari þarf að breyta, við þurfum að hætta að dæma fólk sem við þekkjum ekki. Umfram allt þurfum við að skilja þá sem elska og getað elskað sjálfir.

Dæmisaga 4)


Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að
ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í
ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í  samfestinginn hans.  Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði -  "Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"  Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu
 kyni og kosta talsvert"  Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom  upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ? "Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um  leið og hann kallaði -  " Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ... ....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.  Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði  þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.  Þegar hundarnir nálguðust.....  tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu – síðan  kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að
halda í við þá.
 
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
 Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan
 hvolp. Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
 
Strákurinn bretti upp  aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við   fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á  einhverjum að halda sem skilur hann.  Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann
varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
 
 "Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
 
 "Ekkert" svaraði bóndinn,
 
 "Það kostar ekkert að elska"


Ég ætla að enda þessar vangaveltur mínar í lok páskanna á ljóðinu Lífsþor eftir Árna Grétar Finnsson.

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.


Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.


Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni

Árni G Finnsson.
 

Veriði velkomin í heimsókn hingað :)
Joy AndFood Positive Thinking - Blog About Food And Life

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk...

Jónína Dúadóttir, 9.4.2012 kl. 17:08

2 identicon

Góð skrif sem margir hefðu gott af að lesa.

Anna (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 17:52

3 identicon

takk ;) góð grein Júlli!

Agnes (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 21:57

4 Smámynd: Ómar Pétursson

Takk fyrir góð skrif Júlli.

Ómar Pétursson, 9.4.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott samantekkt, eitt skulum við hafa á hreinu kreppan er ekki kominn svo þessi skrif eru ekki tímabær! Komdu aftur með annað þegar kreppan er kominn og búðirnar ekki fullar af vörum og nær allir með vinnu.

Sigurður Haraldsson, 10.4.2012 kl. 00:53

6 identicon

Þetta var ljúft að lesa. Kærar þakkir fyrir góðar og þarfar hugvekjur.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 07:13

7 identicon

Frábær grein, vona að þér sé sama þótt ég deili henni áfram :)

Helen (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 13:55

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þetta, ég vona að sem flestir lesa þetta og hætta svo þessu væli.

Úrsúla Jünemann, 10.4.2012 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband