Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa

Enska síðan mín JoyAndFood.com Þessi uppskrift á ensku er þar. 

Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa  Þessi súpa sem ég var að búa til er holl og góð. Stútfull af öllu því sem okkur vantar J
Ferskt og lífrænt hráefni að mestu. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem leggur í að prófa hana.  Frábær til að frysta í góðum boxum til að grípa í sem nesti eða ef  þig vantar eitthvað fljótlegt. Passleg uppskrift fyrir stórfjölskylduna.
 100_1022 Hráefni: Fyrir 6 – 10 persónur 

1 heill kjúklingur úrbeinaður og skinnhreinsaður. Eða 6 kjúklingabringur.

1 – 2 laukar
1 hnúðkál
6 – 8 gulrætur
½ fennel
1 sæt kartafla
1 bolli bygg frá Vallarnesi.

4 – 6 tómatar
4 hvítlauksrif
5 greinar garðablóðberg
½ - 1 chillipipar rauður.
1 grein rósmarin2 x 2 cm engiferrót

safi úr ½ sítrónu
rifinn börkur af sítrónu eftir smekk allt að ¼ hluta.
2 x ½ dósir organic kókosmjólk Biona eða Rapunzel
1 x ½ dósskornir og flysjaðir tómatar með basiliku. Biona Organic.
2 x ½ dósir af vatni – Upplagt að skola tómata og kókosmjólkurdósirnar.
1  ½ - 2 matskeiðar turmerik – Organic frá Sonnentor
1 matskeið Garam masala –Organic frá Sonnentor
3 matskeiðar + Glutenfree Tamari sósa.
svartur eða grænn pipar mulinn.
salt
½ paprika.

ATH: Í raun eru öll kryddin viðmið, smakkið og stjórnið þessu sjálf. Það er líka gott að bæta karrýi við kryddin.

Sjá allt hráefni á mynd að ofan.
100_1053

Kjúklingurinn léttsteikur eða brúnaður á pönnu og settur til hliðar. Laukur, hnúðkál, gulrætur, fennel og sæt kartafla: Skorið í bita eða teninga og sett í pott ásamt bygginu, olíu og kryddað með pipar. Þetta er steikt um stund, rétt til að leyfa olíunni að mýkja hráefnið.
Tómatar,hvítlauksrif, garðablóðberg, chillipipar, rósmarin og engifer sett í matvinnsluvél og unnið þar til að allt er smoothie, og þá er þessu skellt í pottinn með rótargrænmetinu.
Sítrónusafi, börkur,kókosmjólk ,dósatómatar,vatn einnig sett í pottinn suðan látin koma upp og látið malla í 20 mínútur. Þá kemur kjúklingurinn í pottinn og súpan krydduð eftir smekk. Látin malla um stund og að lokum er paprikan sett útí og látið malla áfram um stund.

Suðutíminn er um 60 – 80 mínútur. Lengur ef menn vilja bragðsterkari súpu og láta hana sjóða meira niður. Það er gott að láta hana bíða um stund í pottinum áður en að hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu. Vonandi líkar ykkur þessi uppskrift.  Deilið eða linkið að vild hvort heldur sem er enska síðan eða þessi.

Júlíus Júlíusson   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband