Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !

Enska síðan mín hér. Joyandfood - Þessi uppskrift á ensku HÉR

Chia Smoothie – Klárlega fyrir þig !
Ég fæ mér smoothie á hverjum morgni og reyni að hafa þá fjölbreytta. Oftast geri ég bara eftir hendinni og þá fer það eftir því hvað er til hverju sinni. Það kemur fyrir að ég skrifi uppskriftirnar niður þegar mér hefur tekist vel til. Það er frábært að byrja daginn á svona heilsusamlegum orkubombum. Svona drykkur stendur með manni langt fram undir hádegi.
iStock_000018872168XSmall
Chia Smoothie.
Fyrir tvo.
Innihald:
6-8 Brasilíuhnetur eða handfylli af  Cashewhnetum
1 kiwi
½ banana
1 lítið vel þroskað avocado
2 msk Chia fræ
2 msk sítrónusafi
1 msk agavesíróp
3 - 400 ml möndlumjólk
3-5 ísmolar
Allt sett í blandara ,bætið meiri möndlumjólk við ef ykkur finnst drykkurinn of þykkur.Morgunmatur/drykkur fyrir tvo. Hann er ríkur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Hann er kalk og prótein og vítamínríkur.


Möndlumjólk uppskrift.
100 gr heilar möndlur, afhýddar
200 ml vatn og fjórir klakamolar

Möndlurnar fara í blandarann ásamt klakamolunum. Láttu blandarann ganga þar til allt er orðið vel smoothie. Það er líka hægt að kaupa möndlumjólk í heilsubúðum/hornum.

Hér kemur örlítill fróðleikur um Chia fræ og Avacado.

Chia fræ
Chia fræ eru ótrúlega rík af næringarefnum og teljast til ofurfæðu.  Þau eru talin hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Azteca. Chia fræin eru  próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri! Það er frábært að nota þau í smoothies. Fræin eru mjög rík af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfull af trefjum. Chia fræin eru rík af nauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Chia fræ eru rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans. Chia fræin eru  blóðsykursjafnandi sökum hás innihalds  próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra blóðsykursjafnvægi. 

 iStock_000014807979XSmall

Avacado
Að frátaldri ólivunni þá er avocado ávöxturinn með hæsta hlutfall allra ávaxta af einómettuðum fitusýrum eða um 20%. Þetta er um tuttugufalt magn á við aðra ávexti. Avocado inniheldur einnig mikið magn trefja. Það er stútfullt af A-vítamíni, B-vítamínum sérstaklega fólínsýru, kröftugra andoxunarefna eins og C, og E vítamína, kalki, járni, kalíum og fleira. Vegna fullkomrar samsetningar auðmeltanlegra kolvetna og próteina þá er avocado kjörin fæða fyrir smoothies. Þroskað, óeldað avocado er stútfullt af lifandi ensímum og auðmeltanlegum próteinum og kolvetnum. Þessir kostir gera það að verkum að avocado er efst á lista yfir auðmeltanlegustu fæðutegundirnar sem að innihalda svo hátt magn próteina og fitusýra. Hvernig velur maður Avacado í búðinni ? Oft kemur maður heim með þrjú stykki  en getur síðan kannski bara notað eitt. Ég mæli með því að velja ekki mjúkan ávöxt heldur skal velja grjótharðan. Ávöxturinn er einstaklega viðkvæmur fyrir hitabreytingum og þar sem eru oft miklar hitabreytingar í matvörubúðum. Betra er að hann þroskist jafnt á eldhúsbekknum hjá okkur frekar en að hann misþroskast í búðinni. Gott era ð kaupa hann harðan og láta hann standa á eldhúsbekknum í 3-4 daga og setja hann síðan inn í ísskáp og þar endist ávöxturinn nokkuð lengi og er alltaf á réttu þroskastigi. En ef vilt þú láta avacadoið þroskast hratt geturðu sett það í bréfpoka með epli eða banana í 24 klst og loka pokanum vel.


Júlíus Júlíusson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig og góðar kveðjur á Dalvíkina

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband