..... Í leikhúsið skal arka. Leikhúsgaldur fyrir alla fjölskylduna.
Frumsýning í Freyvangsleikhúsinu laugardaginn 6. október 2012 á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson.
Leikstjóri: Daníel Jónsson
Höfundur tónlistar: Jóhann G Jóhannsson
Leikmynd: Þorsteinn Gíslason
Búningar: Anna Bryndís
Ljós: Benedikt Axelsson og Fannar Geir Ásgeirsson
Tónlistarstjórn: Sigríður Arnardóttir og Brynjólfur Brynjólfsson.
Að mínu mati er eitt af hlutverkum áhugaleikhússins að gefa fólki kost á að taka þátt í gefandi félagsstarfi. Hlutverkin í leikhúsinu eru fjölbreytt hvort sem að þú vilt láta ljós þitt skína á sviðinu eða baksviðs, allt saman skiptir þetta miklu máli til að góður árangur náist. Í nútímaþjóðfélagi er afþreyingarsamkeppnin mikil og í mörgum tilfellum verður æ erfiðara að fá fólk til að sinna sjálfboðaliða og félagsstarfi. En það er alveg morgunljóst að hjá Freyvangsleikhúsinu er það ekki vandamál enda um eitt öflugasta og metnaðarfyllsta áhugaleikfélag landsins að ræða. Þar er að finna mikið af kraftmiklu og hæfileikaríku fólki og orkan flæðir upp um alla veggi.
Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson er bráðskemmtilegt og líflegt barnaleikrit með boðskap. Til að skapa hinn einstaka leikhúsgaldur þarf allt að ganga upp og það er sannarlega að gerast á fjölum Freyvangsleikhússins. Leikur, leikmynd, lýsing, hljóð, tónlist, búningar og öll umgjörð er til mikillar fyrirmyndar.
Það hefur tekist mjög vel til við að manna verkið og eru flestir eins og sniðnir í hlutverkin kannski hafa þeir hoppað beint upp úr Skilaboðaskjóðunni. Það er erfitt að taka einhverja út úr sterkum leikhópnum en til að nefna einhverja, minnist ég t.d. á dvergana, Rauðhettu og úlfinn. Skógardýrin voru vel æfð, danspor og hreyfingar óaðfinnanlegar,. Þau ljá sýningu góðan blæ og eru frábær í söngatriðunum og skýrmælt.
Ég ólst upp við ákveðna tegund af leikmynd ef svo er hægt að segja. Leikmyndir sem var mikið nostrað við, hlýjar, mikið málaðar og þær voru eins og ævintýri sem þú dast hreinlega inn í. Oft í seinni tíð hef ég saknað slíkra leikmynda…en þarna var hún komin, falleg og full af lífi, öll smátriðin alveg yndisleg. Að sjálfsögðu bætir góð og fagmannleg lýsing við leikmyndina enda eiga þessir þættir að vinna saman.
Ég lagði mig sérstaklega fram við að skoða búningana, þar vil ég hafa samræmi og flæði við hæfi sem hjálpar og styður við verkið. Það var ekki hægt að sjá neitt sem truflaði þar, það er með þetta eins og annað í verkinu það hefur verið vandað til verks.
Þátttaka áhorfenda í salnum á þessari sýningu var mjög góð og mikið var fagnað í lok sýningarinnar. Þau börn sem voru með mér voru himinlifandi ánægð og skemmtu sér konunglega. Við ræddum málin á leiðinni heim og ég spurði þau hver þeim hefði fundist skemmtilegastur eða leika best og niðurstaðan var algjörlega í takt við sýninguna tvö af þremur börnum sögðu “allir”. Þriðja barnið nefndi Skemil uppfinningadverg. Svo báðu þau mig að nefna einhvern, mér þótti það erfitt en hugsanlega er úlfurinn þess verður að minnst sé á. Leikurinn er mjög góður og söngurinn ekki síðri. Leikstjórinn hefur augljóslega ekki kastað til höndunum, hann hefur hugsað hvert smáatriði vel og vandað til verks. Sýningin er vel æfð, staðsetningar og innkomur háréttar og flæðið gott, aldrei dauður punktur.
Það er aðeins eitt sem ég er ekki ánægður með en það er myndin eða hönnunin á forsíðu á ágætri leikskrá verksins.
Ég tók eftir því í leikhléi að í sjoppunni voru til sölu heimagerðar skjóður sem voru seldar með góðgæti í. Skjóðurnar voru samvinnuverkefni góðra aðila t.d. var hver skjóða með teiknaðri mynd. Þetta er eitt af smátriðunum sem sýna mér að í Freyvangsleikhúsinu eru allir á tánum og verkefnið tekið alla leið.
Ég spái því að þessir snillingar sem að þessu verki standa eigi eftir að sýna Skilaboðaskjóðuna oft og mörgum sinnum og það er klárlega hægt að mæla með fjölskylduferð í Freyvang.
Takk fyrir mig og mína og til hamingju aðstandendur og allir í Eyjafjarðarsveit.
Júlíus Júlíusson
Flokkur: Menning og listir | Þriðjudagur, 9. október 2012 (breytt kl. 08:04) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.