Springi sá sem fyllstur er !

Var að koma úr "yndælishádegisárlegumsprengidagsmat" sem er alltaf í Skógarhólunum á Dalvík hjá Helgu og Guðmundi ár hvert, heimasaltað alvöru kjöt mmmmmm og húsbóndinn búinn að nostra við baunirnar, frábær matur, góður félagsskapur og gott spjall um daginn og veginn. Ég elska svona siði. Takk fyrir mig. Skelli smá upplýsingum um srengidaginn af netinu með í færsluna (Hjallaskoli.is) 
   " Sprengidagur er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska. (3. febrúar til 6. mars). Á sprengidag var frá kaþólskum sið borðað mikið kjöt enda var þetta síðasta tækifæri að borða kjöt fyrir lönguföstu. Þá var venjan að borða hangikjöt, saltkjöt eða annan undirstöðuríkan mat sem til var á bænum.Mönnum ber ekki saman um hvaðan heitið á deginum kemur.Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá fólki sem var að borða mikla kjötmáltíð og segir húsmóðirinn eftir að búið var að borða: "Guði sé lof, mett er ég og mínir" Dóttir húsmóðurinnar hugsaði með sér að mamma hennar hefði örugglega fengið meira að borða en hún segir: "Springi sá sem fyllstur er!" Þá kom í ljós hver hafði borðað mest því stelpan sprakk sjálf. Sagan segir að eftir það hafi dagurinn verið kallaður sprengidagur.Það var ekki nóg með að ekki mátti bragða kjöt alla föstuna, það mátti heldur ekki tala um kjöt. Almennt var þá að fólk talaði um klauflax í staðinn því menn máttu tala um fisk. Stundum tóku biskupar hart á brotum í föstunni, bæði
ef fólk borðaði kjöt og einnig ef það talaði um það.

Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa:
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.

Sprengidagur er enn í heiðri hafður og mjög margir Íslendingar borða salkjöt og baunir alltaf á sprengidag. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband