Geir G Þórisson

Ég kíkti á Kastljósið á netinu seint í gærkvöldi og staldraði strax við viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við Geir G Þórisson, íslending sem fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sínum þegar hann var 11 ára gamall. Þegar hann var 25 ára barði hann ásamt öðrum, mann með hafnarboltakylfu og rændu hann. Geir var mjög drukkinn þegar atvikið átti sér stað. Hann var dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Virgíníu, hann er búinn að vera í 9 ár í fangelsinu og á ekki von á að það breytist fyrr en í september 2015 og þá verði hann búinn að sitja inni í rúm 18 ár. Fangelsið og aðstæður eru ömurlegar, ofebeldið hrikalegt og ekkert gott þar að finna. Hver dagur snýst um að halda lífi og hann reynir að vera sem mest í klefa sínum til að forðast það að vera hreinlega ekki drepinn. Mig minnir að hann hafi sagt að hann fari að jafnaði í 4 tíma á viku út úr klefanum. Þetta viðtal við Geir sló mig verulega, mín skoðun er sú að hann sé fyrir allnokkru búinn að taka út sína refsingu, ég sá góðan mann, sem þráði að komast út til þess að eignast fjölskyldu. Stundum þegar það eru viðtöl við glæpamenn/ógæfumenn finnst manni þeir vera sekir og ekki tilbúnir til þess að takast á við lífið utan veggjanna, en Geir G Þórisson er maður sem er búinn að aplánar fyrir það sem hann gerði, hann skilur að hann braut af sér og að mínu mati finnst mér að íslensk yfirvöld ættu að gera allt til þess að hann verði framseldur til Íslands. Ég tek það fram að þetta eru mínar skoðanir eftir að hafa séð viðtalið í Kastljósinu í gær og ég þekki ekki þennan mann eða hans fjölskyldu og hef aldrei heyrt um þetta mál áður. Þetta sló mig, ég vorkenni honum og mér finnst hann eiga skilið að losna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Björg Ágústsdóttir

Ég ákvað að kíkja á þáttinn á netinu eftir að þú minntist á þetta myndbrot og hann fékk mikið á mig. Þetta var alveg óskaplega átakanlegt. Svo virðist sem að til sé millivegur sem hvorki íslensku fangelsin, né þau bandarísku, fylgja. Þ.e.a.s. mér finnast refsingar á ofbeldisbrotum á Íslandi alltof vægar, og svo virðist sem meiru púðri sé oft eytt í að refsa hvítflibbum. En refsingin hans Geirs er átakanleg, þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er ekki dæmdur síbrotamaður. Það hryggir mann að sjá mann sem vill breytast og iðrast ekki hafa tækifæri til að gera svo. Eins og þú segir, þá þekkjum við ekki sögu hans fyrir utan það sem við sáum í Kastljósinu, en frá því sem ég hef séð þá er þetta tilvik þar sem ég myndi styðja framsal til Íslands.   

Og svo fyrst ég er byrjuð að tala um fangelsisdóma, þá fannst mér sniðug sú hugmynd að taka upp samfélagsþjónustu því alltof margir dómar eru of vægir (skilorðsbundnir). Betra væri að sjá viðkomandi sakborning skila einhverju tilbaka til samfélagsins frekar en að sleppa alveg, og í sumum tilvikum ef viðkomandi er ekki hættulegur umhverfinu, þurfa að dúsa í fangelsi fjarri fjölskyldu sinni. Hér er ég þá að tala um menn og konur sem hafa ekki brotið ítrekað af sér.

María Björg Ágústsdóttir, 6.3.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband