SS lækkar ekki.

Ég á barn í skóla þar sem skipt er við SS / Hollt í hádeginu skólamatur. Ég tók eftir því að reikningur fyrir mars hafði ekkert lækkað, því hringdi ég í SS í gær til að inna þá eftir lækkun vegna virðisaukaskattslækkunar 1. mars en fékk lítil svör...þetta væri í athugun, en líklegt væri að  reikningurinn myndi lækka um 3 - 4 % en sú sem varð til svara bað mig að hringja aftur í dag, sem ég og gerði. Svörin sem ég fékk í dag voru skýr:  SS mun ekki lækka matinn um eitt einasta %. Ég spurði um ástæður og einnig hvort að það kæmi bréf til foreldra til að tilkynna um þessa ákvörðun. Ástæðurnar væru þær að þessi þjónusta væri ekki virðisaukaskattskyld og í sambandi við bréfið þá yrðir foreldrum ekki tilkynnt þetta með slíkum hætti heldur kæmi frétt um þetta á vefinn, fréttin er að vísu ekki komin á vefinn svo að maður geti lesið sig betur til um þetta. Ég hafði samband við neytendastofu og þar var mér tilkynnt að þetta mál væri á borðinu hjá þeim því mín fyrirspurn væri ekki sú eina, hún sagði að þetta væri löglegt en siðlaust. Oft er spurt þegar fátt er um svör ? Ég bíð spenntur eftir því að heyra rökin fyrir þessu....ég get ekki séð þau eins og er.
mbl.is Fæðisgjald í leikskólum Reykjavíkur lækkað um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Júlli. Þú skalt fylgja þessu eftir. Sá á heimasíðunni í mínum skóla að þar er komin tilkynning um að fæðisgjöld muni lækka um 7% frá 1. mars

http://www.krummi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=139&Itemid=59

Hólmgeir Karlsson, 7.3.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband